Er þetta nýja Ísland? Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 28. júní 2011 05:00 Nú eru nærri þrjú ár frá hruni – meira en tvö og hálft ár frá því að ríkisstjórn VG og Samfylkingar tók við stjórnartaumum og sagðist ætla að breyta öllu til hins betra. Hver er staðan í raun? Viðskiptablaðið hefur verið að birta fréttir af Húsasmiðjunni sem ríkisbankinn – Landsbankinn – tók yfir og seldi síðan lífeyrissjóðunum. Maður skyldi ætla að í þessu tilfelli „færi allt á besta veg" hins nýja Íslands. Opinberir og hálfopinberir aðilar sjá um „skuldahreinsun" og endurreisn. En hver er raunin? Skuldir lækkaðar úr 16,8 milljörðum 2008 í 3,9 milljarða við síðustu áramót. Starfslokagreiðslur til fyrrverandi stjórnenda eru eins og úr bóluhagkerfi 2007 – 55 milljónir fyrir það eitt að hætta störfum! Laun núverandi stjórnenda og stjórna nema tugum milljóna króna og hækka um 30% milli ára! Samt tapar fyrirtækið peningum á rekstrinum og horfur eru slæmar! Hvað skýrir tugmilljóna króna starfslokasamninga og stórhækkuð laun? Hvað er breytt – ekkert? Þetta gengur auðvitað ekki. Hvernig eiga núverandi samkeppnisaðilar sem og ný fyrirtæki að geta keppt við slíkan aðila? Aðila sem hefur fengið afskriftir til hægri og vinstri. Aðila sem býr við pilsfaldakapítalisma dauðans. Fyrst hjá ríkisbankanum og síðan lífeyrissjóðunum. Var þetta það sem VG og Samfylking lofuðu vorið 2009? Er það vegna þessa og sambærilegra dæma sem þau sitja á ráðherrastólunum og vilja ekki sleppa? Hvenær kemur sá dagur að þeir sem stjórna bera ábyrgð? Hvenær kemur sá dagur að viðskiptasiðferðið verður eins hjá siðuðum vestrænum þjóðum, t.d. Norðurlöndunum? Hvenær munu heimilin og venjuleg fyrirtæki fá sambærilega eða kannski væri betra að segja eðlilega fyrirgreiðslu hjá bönkum og yfirvöldum? Það er ljóst að ríkisvæðing fyrirtækja er ekki leiðin. Það er hins vegar öllum jafnljóst að skýrar afmarkaðar leikreglur þar sem allir sitja við sama borð ásamt öflugum eftirlitsaðilum er rétta leiðin fram á við. Pólitísk stýring viðskiptalífs á að heyra fortíðinni til. Staðreyndirnar tala sínu máli, því miður er Húsasmiðjan ekki eina dæmið. Það er hins vegar staðreynd að langflestir Íslendingar telja þetta ekki vera hina réttu leið að nýju og réttlátara Íslandi. Þær hugmyndir snúast um að allir sitji við sama borð. Ákvarðanir stjórnvalda og opinberra sem hálfopinberra aðila séu gegnsæar og á grundvelli almenns jafnræðis fólks og fyrirtækja. Almenn niðurfærsla skulda – svokölluð 20% leið – sem Framsóknarflokkurinn kynnti í febrúar 2009 var slík jafnræðis- og gegnsæisleið. Hefðu ríkisstjórnarflokkarnir borið gæfu til að hlusta – þá væri staðan önnur og betri hjá samfélaginu. Þá biðu ekki 2.000 fjölskyldur eftir úrlausnum umboðsmanns skuldara né heldur þúsundir fyrirtækja hjá bönkunum í svokallaðri „beinu braut". Almenn niðurfærsla er engin töfralausn – eftir sem áður þyrftu ýmsir á sértækum lausnum að halda og einnig yrðu sumir gjaldþrota. En aðalatriðið er að allir sætu við sama borð þar sem markmiðið um réttlæti og sanngirni réði ríkjum. Það var og er hugmyndin um nýtt og réttlátara Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru nærri þrjú ár frá hruni – meira en tvö og hálft ár frá því að ríkisstjórn VG og Samfylkingar tók við stjórnartaumum og sagðist ætla að breyta öllu til hins betra. Hver er staðan í raun? Viðskiptablaðið hefur verið að birta fréttir af Húsasmiðjunni sem ríkisbankinn – Landsbankinn – tók yfir og seldi síðan lífeyrissjóðunum. Maður skyldi ætla að í þessu tilfelli „færi allt á besta veg" hins nýja Íslands. Opinberir og hálfopinberir aðilar sjá um „skuldahreinsun" og endurreisn. En hver er raunin? Skuldir lækkaðar úr 16,8 milljörðum 2008 í 3,9 milljarða við síðustu áramót. Starfslokagreiðslur til fyrrverandi stjórnenda eru eins og úr bóluhagkerfi 2007 – 55 milljónir fyrir það eitt að hætta störfum! Laun núverandi stjórnenda og stjórna nema tugum milljóna króna og hækka um 30% milli ára! Samt tapar fyrirtækið peningum á rekstrinum og horfur eru slæmar! Hvað skýrir tugmilljóna króna starfslokasamninga og stórhækkuð laun? Hvað er breytt – ekkert? Þetta gengur auðvitað ekki. Hvernig eiga núverandi samkeppnisaðilar sem og ný fyrirtæki að geta keppt við slíkan aðila? Aðila sem hefur fengið afskriftir til hægri og vinstri. Aðila sem býr við pilsfaldakapítalisma dauðans. Fyrst hjá ríkisbankanum og síðan lífeyrissjóðunum. Var þetta það sem VG og Samfylking lofuðu vorið 2009? Er það vegna þessa og sambærilegra dæma sem þau sitja á ráðherrastólunum og vilja ekki sleppa? Hvenær kemur sá dagur að þeir sem stjórna bera ábyrgð? Hvenær kemur sá dagur að viðskiptasiðferðið verður eins hjá siðuðum vestrænum þjóðum, t.d. Norðurlöndunum? Hvenær munu heimilin og venjuleg fyrirtæki fá sambærilega eða kannski væri betra að segja eðlilega fyrirgreiðslu hjá bönkum og yfirvöldum? Það er ljóst að ríkisvæðing fyrirtækja er ekki leiðin. Það er hins vegar öllum jafnljóst að skýrar afmarkaðar leikreglur þar sem allir sitja við sama borð ásamt öflugum eftirlitsaðilum er rétta leiðin fram á við. Pólitísk stýring viðskiptalífs á að heyra fortíðinni til. Staðreyndirnar tala sínu máli, því miður er Húsasmiðjan ekki eina dæmið. Það er hins vegar staðreynd að langflestir Íslendingar telja þetta ekki vera hina réttu leið að nýju og réttlátara Íslandi. Þær hugmyndir snúast um að allir sitji við sama borð. Ákvarðanir stjórnvalda og opinberra sem hálfopinberra aðila séu gegnsæar og á grundvelli almenns jafnræðis fólks og fyrirtækja. Almenn niðurfærsla skulda – svokölluð 20% leið – sem Framsóknarflokkurinn kynnti í febrúar 2009 var slík jafnræðis- og gegnsæisleið. Hefðu ríkisstjórnarflokkarnir borið gæfu til að hlusta – þá væri staðan önnur og betri hjá samfélaginu. Þá biðu ekki 2.000 fjölskyldur eftir úrlausnum umboðsmanns skuldara né heldur þúsundir fyrirtækja hjá bönkunum í svokallaðri „beinu braut". Almenn niðurfærsla er engin töfralausn – eftir sem áður þyrftu ýmsir á sértækum lausnum að halda og einnig yrðu sumir gjaldþrota. En aðalatriðið er að allir sætu við sama borð þar sem markmiðið um réttlæti og sanngirni réði ríkjum. Það var og er hugmyndin um nýtt og réttlátara Ísland.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun