Er þetta nýja Ísland? Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 28. júní 2011 05:00 Nú eru nærri þrjú ár frá hruni – meira en tvö og hálft ár frá því að ríkisstjórn VG og Samfylkingar tók við stjórnartaumum og sagðist ætla að breyta öllu til hins betra. Hver er staðan í raun? Viðskiptablaðið hefur verið að birta fréttir af Húsasmiðjunni sem ríkisbankinn – Landsbankinn – tók yfir og seldi síðan lífeyrissjóðunum. Maður skyldi ætla að í þessu tilfelli „færi allt á besta veg" hins nýja Íslands. Opinberir og hálfopinberir aðilar sjá um „skuldahreinsun" og endurreisn. En hver er raunin? Skuldir lækkaðar úr 16,8 milljörðum 2008 í 3,9 milljarða við síðustu áramót. Starfslokagreiðslur til fyrrverandi stjórnenda eru eins og úr bóluhagkerfi 2007 – 55 milljónir fyrir það eitt að hætta störfum! Laun núverandi stjórnenda og stjórna nema tugum milljóna króna og hækka um 30% milli ára! Samt tapar fyrirtækið peningum á rekstrinum og horfur eru slæmar! Hvað skýrir tugmilljóna króna starfslokasamninga og stórhækkuð laun? Hvað er breytt – ekkert? Þetta gengur auðvitað ekki. Hvernig eiga núverandi samkeppnisaðilar sem og ný fyrirtæki að geta keppt við slíkan aðila? Aðila sem hefur fengið afskriftir til hægri og vinstri. Aðila sem býr við pilsfaldakapítalisma dauðans. Fyrst hjá ríkisbankanum og síðan lífeyrissjóðunum. Var þetta það sem VG og Samfylking lofuðu vorið 2009? Er það vegna þessa og sambærilegra dæma sem þau sitja á ráðherrastólunum og vilja ekki sleppa? Hvenær kemur sá dagur að þeir sem stjórna bera ábyrgð? Hvenær kemur sá dagur að viðskiptasiðferðið verður eins hjá siðuðum vestrænum þjóðum, t.d. Norðurlöndunum? Hvenær munu heimilin og venjuleg fyrirtæki fá sambærilega eða kannski væri betra að segja eðlilega fyrirgreiðslu hjá bönkum og yfirvöldum? Það er ljóst að ríkisvæðing fyrirtækja er ekki leiðin. Það er hins vegar öllum jafnljóst að skýrar afmarkaðar leikreglur þar sem allir sitja við sama borð ásamt öflugum eftirlitsaðilum er rétta leiðin fram á við. Pólitísk stýring viðskiptalífs á að heyra fortíðinni til. Staðreyndirnar tala sínu máli, því miður er Húsasmiðjan ekki eina dæmið. Það er hins vegar staðreynd að langflestir Íslendingar telja þetta ekki vera hina réttu leið að nýju og réttlátara Íslandi. Þær hugmyndir snúast um að allir sitji við sama borð. Ákvarðanir stjórnvalda og opinberra sem hálfopinberra aðila séu gegnsæar og á grundvelli almenns jafnræðis fólks og fyrirtækja. Almenn niðurfærsla skulda – svokölluð 20% leið – sem Framsóknarflokkurinn kynnti í febrúar 2009 var slík jafnræðis- og gegnsæisleið. Hefðu ríkisstjórnarflokkarnir borið gæfu til að hlusta – þá væri staðan önnur og betri hjá samfélaginu. Þá biðu ekki 2.000 fjölskyldur eftir úrlausnum umboðsmanns skuldara né heldur þúsundir fyrirtækja hjá bönkunum í svokallaðri „beinu braut". Almenn niðurfærsla er engin töfralausn – eftir sem áður þyrftu ýmsir á sértækum lausnum að halda og einnig yrðu sumir gjaldþrota. En aðalatriðið er að allir sætu við sama borð þar sem markmiðið um réttlæti og sanngirni réði ríkjum. Það var og er hugmyndin um nýtt og réttlátara Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú eru nærri þrjú ár frá hruni – meira en tvö og hálft ár frá því að ríkisstjórn VG og Samfylkingar tók við stjórnartaumum og sagðist ætla að breyta öllu til hins betra. Hver er staðan í raun? Viðskiptablaðið hefur verið að birta fréttir af Húsasmiðjunni sem ríkisbankinn – Landsbankinn – tók yfir og seldi síðan lífeyrissjóðunum. Maður skyldi ætla að í þessu tilfelli „færi allt á besta veg" hins nýja Íslands. Opinberir og hálfopinberir aðilar sjá um „skuldahreinsun" og endurreisn. En hver er raunin? Skuldir lækkaðar úr 16,8 milljörðum 2008 í 3,9 milljarða við síðustu áramót. Starfslokagreiðslur til fyrrverandi stjórnenda eru eins og úr bóluhagkerfi 2007 – 55 milljónir fyrir það eitt að hætta störfum! Laun núverandi stjórnenda og stjórna nema tugum milljóna króna og hækka um 30% milli ára! Samt tapar fyrirtækið peningum á rekstrinum og horfur eru slæmar! Hvað skýrir tugmilljóna króna starfslokasamninga og stórhækkuð laun? Hvað er breytt – ekkert? Þetta gengur auðvitað ekki. Hvernig eiga núverandi samkeppnisaðilar sem og ný fyrirtæki að geta keppt við slíkan aðila? Aðila sem hefur fengið afskriftir til hægri og vinstri. Aðila sem býr við pilsfaldakapítalisma dauðans. Fyrst hjá ríkisbankanum og síðan lífeyrissjóðunum. Var þetta það sem VG og Samfylking lofuðu vorið 2009? Er það vegna þessa og sambærilegra dæma sem þau sitja á ráðherrastólunum og vilja ekki sleppa? Hvenær kemur sá dagur að þeir sem stjórna bera ábyrgð? Hvenær kemur sá dagur að viðskiptasiðferðið verður eins hjá siðuðum vestrænum þjóðum, t.d. Norðurlöndunum? Hvenær munu heimilin og venjuleg fyrirtæki fá sambærilega eða kannski væri betra að segja eðlilega fyrirgreiðslu hjá bönkum og yfirvöldum? Það er ljóst að ríkisvæðing fyrirtækja er ekki leiðin. Það er hins vegar öllum jafnljóst að skýrar afmarkaðar leikreglur þar sem allir sitja við sama borð ásamt öflugum eftirlitsaðilum er rétta leiðin fram á við. Pólitísk stýring viðskiptalífs á að heyra fortíðinni til. Staðreyndirnar tala sínu máli, því miður er Húsasmiðjan ekki eina dæmið. Það er hins vegar staðreynd að langflestir Íslendingar telja þetta ekki vera hina réttu leið að nýju og réttlátara Íslandi. Þær hugmyndir snúast um að allir sitji við sama borð. Ákvarðanir stjórnvalda og opinberra sem hálfopinberra aðila séu gegnsæar og á grundvelli almenns jafnræðis fólks og fyrirtækja. Almenn niðurfærsla skulda – svokölluð 20% leið – sem Framsóknarflokkurinn kynnti í febrúar 2009 var slík jafnræðis- og gegnsæisleið. Hefðu ríkisstjórnarflokkarnir borið gæfu til að hlusta – þá væri staðan önnur og betri hjá samfélaginu. Þá biðu ekki 2.000 fjölskyldur eftir úrlausnum umboðsmanns skuldara né heldur þúsundir fyrirtækja hjá bönkunum í svokallaðri „beinu braut". Almenn niðurfærsla er engin töfralausn – eftir sem áður þyrftu ýmsir á sértækum lausnum að halda og einnig yrðu sumir gjaldþrota. En aðalatriðið er að allir sætu við sama borð þar sem markmiðið um réttlæti og sanngirni réði ríkjum. Það var og er hugmyndin um nýtt og réttlátara Ísland.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun