Kröfuhafar Grikkja ræða um aðgerðir 30. júní 2011 06:30 Þau Josef Ackermann, forstjóri Deutsche Bank, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddu um skuldavanda Grikkja á flokksfundi Kristilegra demókrata í Berlín í gær. Fréttablaðið/AP Evrópskir bankar eiga mikið undir því að gríska ríkið geti staðið við skuldbindingar sínar. Þeir vilja leggja sitt af mörkum til að forða landinu frá gjaldþroti. Lánveitendur eru að hluta til ábyrgir, segir forstjóri Deutsche Bank. Nokkuð létt var yfir fjármálageiranum á meginlandi Evrópu síðdegis í gær eftir að gríska þingið samþykkti áætlanir um niðurskurð á ríkisútgjöldum. Fulltrúar alþjóðlegra eignastýringarsjóða töldu á fundi þeirra í Mónakó í vikunni farsælasta kostinn fyrir lánardrottna að þeir endurskipuleggi skuldir Grikkja, bæði svo stjórnvöld geti staðið við skuldbindingar sínar auk þess að tryggja endurheimtur. Frakkar og Þjóðverjar eru í hópi helstu lánardrottna gríska ríkisins. Reuters-fréttastofan segir forsvarsmenn franskra banka hafa lagt til að gríska stjórnin semji upp á nýtt við eigendur grískra ríkisskuldabréfa með það fyrir augum að færa gjalddaga lána. Á móti myndu kröfuhafar skuldbinda sig til að kaupa grísk ríkisskuldabréf til þrjátíu ára með 5,5 prósenta breytilegum vöxtum sem hækki í takt við landsframleiðslu. Vextir verði þó aldrei hærri en 8,0 prósent. Josef Ackermann, forstjóri hins þýska Deutsche Bank, var viðstaddur fund Kristilegra demókrata í Berlín í gær þar sem skuldavandi Grikkja var í brennidepli. Ackermann sagði þá sem lagt hafa Grikkjum til lánsfjármagn gera sér grein fyrir ábyrgð sinni og sé hann þess fullviss að bankar í álfunni leggi sitt af mörkum til að hjálpa landinu við að komast í gegnum erfiðleikana. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal hafði eftir honum í gær að björgunaraðgerðir Evrópusambandsins muni ekki síður koma niður á Grikkjum en evrópskum kröfuhöfum þeirra. Viðbúið er að viðræðunum í Berlín verði haldið áfram í dag og muni í lok dags liggja fyrir hvernig björgunaraðgerðir snerti lánveitendur Grikkja. Þá sagði hann Þjóðverja helst vilja fá tryggingu fyrir því að björgunaraðgerðirnar geti ekki valdið því að landið lendi í greiðsluþroti eða smitáhrif berist til annarra landa. Slíkt geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjármálageirann. jonab@frettabladid.is Mest lesið Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Sjá meira
Evrópskir bankar eiga mikið undir því að gríska ríkið geti staðið við skuldbindingar sínar. Þeir vilja leggja sitt af mörkum til að forða landinu frá gjaldþroti. Lánveitendur eru að hluta til ábyrgir, segir forstjóri Deutsche Bank. Nokkuð létt var yfir fjármálageiranum á meginlandi Evrópu síðdegis í gær eftir að gríska þingið samþykkti áætlanir um niðurskurð á ríkisútgjöldum. Fulltrúar alþjóðlegra eignastýringarsjóða töldu á fundi þeirra í Mónakó í vikunni farsælasta kostinn fyrir lánardrottna að þeir endurskipuleggi skuldir Grikkja, bæði svo stjórnvöld geti staðið við skuldbindingar sínar auk þess að tryggja endurheimtur. Frakkar og Þjóðverjar eru í hópi helstu lánardrottna gríska ríkisins. Reuters-fréttastofan segir forsvarsmenn franskra banka hafa lagt til að gríska stjórnin semji upp á nýtt við eigendur grískra ríkisskuldabréfa með það fyrir augum að færa gjalddaga lána. Á móti myndu kröfuhafar skuldbinda sig til að kaupa grísk ríkisskuldabréf til þrjátíu ára með 5,5 prósenta breytilegum vöxtum sem hækki í takt við landsframleiðslu. Vextir verði þó aldrei hærri en 8,0 prósent. Josef Ackermann, forstjóri hins þýska Deutsche Bank, var viðstaddur fund Kristilegra demókrata í Berlín í gær þar sem skuldavandi Grikkja var í brennidepli. Ackermann sagði þá sem lagt hafa Grikkjum til lánsfjármagn gera sér grein fyrir ábyrgð sinni og sé hann þess fullviss að bankar í álfunni leggi sitt af mörkum til að hjálpa landinu við að komast í gegnum erfiðleikana. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal hafði eftir honum í gær að björgunaraðgerðir Evrópusambandsins muni ekki síður koma niður á Grikkjum en evrópskum kröfuhöfum þeirra. Viðbúið er að viðræðunum í Berlín verði haldið áfram í dag og muni í lok dags liggja fyrir hvernig björgunaraðgerðir snerti lánveitendur Grikkja. Þá sagði hann Þjóðverja helst vilja fá tryggingu fyrir því að björgunaraðgerðirnar geti ekki valdið því að landið lendi í greiðsluþroti eða smitáhrif berist til annarra landa. Slíkt geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjármálageirann. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Sjá meira