Eldhúsinu breytt í sjónvarpstúdíó fyrir Al Jazeera 15. júlí 2011 13:15 úr stúdíóinu í eldhúsinu Guðný beið pollróleg í stofunni á Suður-Knarrartungu á meðan Siv Friðleifsdóttir útskýrði frumvarp sitt varðandi takmörkun á sölu tóbaks fyrir milljónum áhorfenda á Al Jazeera. „Hér í sveitinni hjálpast allir að. Hvort sem um er að ræða sauðburð eða sjónvarpsútsendingar,“ segir Guðný Heiðbjört Jakobsdóttir, bóndi í Suður-Knarrartungu í Snæfellsbæ. Hún lenti í þeirri merkilegu lífreynslu á dögunum að eldhúsinu hennar var breytt í sjónvarpsstúdíó fyrir alþjóðlegu fréttastofuna Al Jazeera. Ástæðan var viðtal fréttastofunnar við þingkonuna Siv Friðleifsdóttur en hún er stödd í sveitinni í fríi. „Systir Sivjar á heima hérna á næsta bæ og hafði samband við okkur því hún vissi að við værum nýkomin með samskiptaforritið Skype í tölvuna,“ segir Guðný. Al Jazeera fréttastofan hafði haft samband við Siv og vildi fá hana í viðtal vegna frumvarps hennar um að takmarka sölu tóbaks við apótek. Frumvarpið hefur vakið mikla athygli úti í heimi og fengið umfjöllun á hinum ýmsu fréttasíðum. „Við vorum meira en til í að aðstoða Siv og vorum ekki lengi að koma tölvunni fyrir í góðri birtu þar sem besta sambandið er á bænum, í eldhúsinu. Svo sat ég bara inn í stofu og hafði hljótt um mig á meðan Siv var í viðtalinu og bóndinn var úti að slá. Allt saman mjög heimilislegt,“ segir Guðný glöð í bragði. Fréttastofan Al Jazeera er meðal þeirra stærstu í heiminum og með áhorfendahóp í kringum 50 milljónir um allan heim. En hvað finnst Guðnýju um að milljónir áhorfenda hafi séð eldhúsið hennar í beinni útsendingu? „Það er óneitanlega spes tilfinning þegar þetta er sett svona upp og ágætt fyrir ferilskrána. Það er líka sérstakt að hafa Al Jazeera á tengiliðalistanum á Skype núna. Hver veit hvenær við þurfum að hafa samband við fréttastofuna aftur,“ segir Guðný, sem þessa dagana er í miðjum heyskap. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Sjá meira
„Hér í sveitinni hjálpast allir að. Hvort sem um er að ræða sauðburð eða sjónvarpsútsendingar,“ segir Guðný Heiðbjört Jakobsdóttir, bóndi í Suður-Knarrartungu í Snæfellsbæ. Hún lenti í þeirri merkilegu lífreynslu á dögunum að eldhúsinu hennar var breytt í sjónvarpsstúdíó fyrir alþjóðlegu fréttastofuna Al Jazeera. Ástæðan var viðtal fréttastofunnar við þingkonuna Siv Friðleifsdóttur en hún er stödd í sveitinni í fríi. „Systir Sivjar á heima hérna á næsta bæ og hafði samband við okkur því hún vissi að við værum nýkomin með samskiptaforritið Skype í tölvuna,“ segir Guðný. Al Jazeera fréttastofan hafði haft samband við Siv og vildi fá hana í viðtal vegna frumvarps hennar um að takmarka sölu tóbaks við apótek. Frumvarpið hefur vakið mikla athygli úti í heimi og fengið umfjöllun á hinum ýmsu fréttasíðum. „Við vorum meira en til í að aðstoða Siv og vorum ekki lengi að koma tölvunni fyrir í góðri birtu þar sem besta sambandið er á bænum, í eldhúsinu. Svo sat ég bara inn í stofu og hafði hljótt um mig á meðan Siv var í viðtalinu og bóndinn var úti að slá. Allt saman mjög heimilislegt,“ segir Guðný glöð í bragði. Fréttastofan Al Jazeera er meðal þeirra stærstu í heiminum og með áhorfendahóp í kringum 50 milljónir um allan heim. En hvað finnst Guðnýju um að milljónir áhorfenda hafi séð eldhúsið hennar í beinni útsendingu? „Það er óneitanlega spes tilfinning þegar þetta er sett svona upp og ágætt fyrir ferilskrána. Það er líka sérstakt að hafa Al Jazeera á tengiliðalistanum á Skype núna. Hver veit hvenær við þurfum að hafa samband við fréttastofuna aftur,“ segir Guðný, sem þessa dagana er í miðjum heyskap. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Sjá meira