Svörtu sauðirnir ætla að verða dýrkeyptir 16. júlí 2011 05:00 hrossabændur Verða gerðir starfsleyfisskyldir verði nýtt frumvarp sjávar- og landbúnaðarráðherra um dýravelferð að lögum. Kristinn Guðnason „Þeir ætla að verða okkur bændum dýrkeyptir, þessir örfáu svörtu sauðir, sem vel væri hægt að taka á við núverandi aðstæður ef menn hefðu bara bein í nefinu til að gera það.“ Þetta segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda, um þá kröfu sem fram kemur í nýju frumvarpi sjávar- og landbúnaðarráðherra til laga um dýravelferð, að hrossabændur verði gerðir starfsleyfisskyldir. „Auknar álögur og skriffinnska er ekki það sem okkur hrossabændur vantar í því árferði sem nú er. Ég tel að sú löggjöf sem við búum við sé fullnægjandi væri henni framfylgt. Reglugerð um forðagæslu og búfjárhald væru nógu sterkar til að taka á þessum málum. Það virðist hins vegar vera algjör nauðsyn hér á landi að búa til nýja löggjöf ef eitthvað fer úrskeiðis, þótt ekki sé gildandi löggjöf um að kenna.“ Kristinn segir skýringuna á starfsleyfiskröfunni líklega vera þá að vörslusvipting búfjár virðist vera þung í vöfum. „En stafar það ekki bara af því að viðkomandi sveitarfélag er að draga lappirnar til að þurfa ekki að taka á sig kostnað? Það er ég hræddur um.“ Kristinn undirstrikar að hrossabændur hafi ætíð talað fyrir góðri og eðlilegri meðferð á skepnum. Frá því verði ekki vikið. Í frumvarpinu er einnig það nýmæli að finna að gæta skuli nafnleyndar þess sem tilkynnir um hugsanlegt brot á lögum um dýravelferð. „Nafnlausar ábendingar eru einskis virði fyrir mér. Ég fordæmi svoleiðis lagað algjörlega. Við sjáum nafnlaust og illgjarnt slúður á netinu og því skyldu þeir sem það stunda ekki gera það að leik sínum að klaga næsta mann að ástæðulausu, þar sem þeir þurfa ekki að standa fyrir máli sínu eins og menn. Hinir, sem virkilega er annt um velferð dýra, skammast sín aldrei fyrir að standa fyrir því sem þeir segja. Við hljótum, allt heiðarlegt fólk, að hafna því að fólk þurfi ekki að setja nafn sitt undir það sem það segir um náungann.“ jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Kristinn Guðnason „Þeir ætla að verða okkur bændum dýrkeyptir, þessir örfáu svörtu sauðir, sem vel væri hægt að taka á við núverandi aðstæður ef menn hefðu bara bein í nefinu til að gera það.“ Þetta segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda, um þá kröfu sem fram kemur í nýju frumvarpi sjávar- og landbúnaðarráðherra til laga um dýravelferð, að hrossabændur verði gerðir starfsleyfisskyldir. „Auknar álögur og skriffinnska er ekki það sem okkur hrossabændur vantar í því árferði sem nú er. Ég tel að sú löggjöf sem við búum við sé fullnægjandi væri henni framfylgt. Reglugerð um forðagæslu og búfjárhald væru nógu sterkar til að taka á þessum málum. Það virðist hins vegar vera algjör nauðsyn hér á landi að búa til nýja löggjöf ef eitthvað fer úrskeiðis, þótt ekki sé gildandi löggjöf um að kenna.“ Kristinn segir skýringuna á starfsleyfiskröfunni líklega vera þá að vörslusvipting búfjár virðist vera þung í vöfum. „En stafar það ekki bara af því að viðkomandi sveitarfélag er að draga lappirnar til að þurfa ekki að taka á sig kostnað? Það er ég hræddur um.“ Kristinn undirstrikar að hrossabændur hafi ætíð talað fyrir góðri og eðlilegri meðferð á skepnum. Frá því verði ekki vikið. Í frumvarpinu er einnig það nýmæli að finna að gæta skuli nafnleyndar þess sem tilkynnir um hugsanlegt brot á lögum um dýravelferð. „Nafnlausar ábendingar eru einskis virði fyrir mér. Ég fordæmi svoleiðis lagað algjörlega. Við sjáum nafnlaust og illgjarnt slúður á netinu og því skyldu þeir sem það stunda ekki gera það að leik sínum að klaga næsta mann að ástæðulausu, þar sem þeir þurfa ekki að standa fyrir máli sínu eins og menn. Hinir, sem virkilega er annt um velferð dýra, skammast sín aldrei fyrir að standa fyrir því sem þeir segja. Við hljótum, allt heiðarlegt fólk, að hafna því að fólk þurfi ekki að setja nafn sitt undir það sem það segir um náungann.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira