Matarverð á Íslandi er svipað og í Finnlandi og lægra en í Danmörku Haraldur Benediktsson skrifar 19. júlí 2011 06:00 Forkólfar Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) skrifuðu grein í Fréttablaðið 12. júlí sl. þar sem íslenska landbúnaðarkerfið, matvælaverð og tollvernd var gert að umtalsefni. Ýmis kunnugleg stef er að finna í greininni þar sem fullyrt er að Íslendingar búi við eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi og að það sé til hagsbóta fyrir alla að skera það upp. SVÞ telja að með því að leyfa óheftan innflutning á matvörum þá snarlækki matvælaverð á Íslandi. Þeirri fullyrðingu hefur áður verið kastað fram með misjöfnum rökstuðningi. Greinarhöfundar eru djarfir að fullyrða um hátt verð á landbúnaðarvörum en í því ljósi er rétt að skoða nýlega evrópska verðkönnun sem Hagstofa ESB (Eurostat) sendi frá sér fyrir skemmstu. Þar kemur fram að verð á matvöru á Íslandi er einungis 13% yfir meðaltali 37 Evrópuríkja. Í könnun Eurostat er gerður samanburður á heimilisútgjöldum í 37 Evrópulöndum en hún náði til ESB-landanna 27 og 10 annarra landa í Evrópu, þ.á.m. Íslands. Meðalverð heildarinnkaupa heimila innan ESB-landanna 27 er sett á 100 og síðan er staðan í einstökum löndum metin miðað við það. Samanburðurinn byggir á gögnum frá 2010 og er leiðréttur fyrir mismunandi kaupmætti. Svipað verðlag á Íslandi og í Frakklandi og BelgíuMiðað við heildarútgjöld eru Sviss, Noregur, Danmörk, Finnland, Lúxemborg og Svíþjóð dýrustu lönd Evrópu, en verðlag þar var 20-48% hærra en meðaltalið. Ísland reyndist 11% hærra en meðaltalið sem er svipað verðlag og í Frakklandi og Belgíu. Ódýrustu löndin eru Makedónía, Albanía og Búlgaría en þar er verðlagið 44-51% af meðaltalinu. Næstum þrefaldur munur er á verðlagi á milli dýrasta ESB-landsins (Danmerkur - 143%) og þess ódýrasta (Búlgaríu - 51%) sem sýnir að ekki er til neitt eitt „Evrópuverð“ eins og sumir vilja vera að láta. Matur og drykkjarvörur á svipuðu verði og í FinnlandiÞegar kemur að mat og drykkjarvörum er Ísland 13% yfir meðaltalinu eða á sama stað og Finnland. Athuga verður að þarna er um að ræða allar matvörur, bæði innlendar sem innfluttar. Við höfum séð það undanfarin misseri að innlendar búvörur, sem njóta tollverndar, hafa hækkað mun minna hérlendis heldur en innfluttar tollfrjálsar matvörur. Noregur er áfram dýrastur (165%) en Danmörk er dýrasta ESB landið (136%). Ódýrasta landið er Makedónía (51%) en ódýrasta ESB-landið er Búlgaría (66%). Af hverju eru raftæki 53% dýrari á Íslandi?Athygli vekur að verð á heimilis- og raftækjum er 53% hærra hér en meðaltalsverð Evrópuríkjanna, en líklega eigum við ekki von á því að SVÞ kvarti sérstaklega yfir því. Að sama skapi kemur í ljós að útgjöld heimilanna til kaupa á fötum og skóm eru um 36% yfir meðaltali og samgöngur og farartæki eru 18% dýrari hérlendis en að meðaltali í Evrópulöndunum. Ekki er hægt að kenna þar um tollvernd fyrir íslenskan landbúnað. Um útgjöld heimilanna í heild má örugglega segja margt og án efa mætti lækka þau með betri og hagvæmari verslun á Íslandi. Við búum við dýrt verslunarkerfi og sama er að segja um flutninga til landsins. Íslensk fyrirtæki fljót að hækka verð í takt við gengisbreytingarÁ sama tíma og greinin frá SVÞ birtist í Fréttablaðinu voru greinarhöfundar svo óheppnir að fjallað var um rannsókn Seðlabanka Íslands um helsta vandamál neytenda hér á landi, sumsé verðmyndun og álagningargleði íslenskra fyrirtækja. Í rannsókn Seðlabankans kemur m.a. fram að fyrirtæki hérlendis eru líklegri til að hækka verð eftir gengisfall en að lækka það eftir gengisstyrkingu. Á þetta er bent hér en e.t.v. er ástæða fyrir Samtök verslunar og þjónustu að kryfja nánar ástæður þess að innflytjendur eru tregari til að lækka verð en hækka við gengisbreytingar. Tollverndin er vinsælt umræðuefniEitt vinsælasta umræðuefni aðildarsinna ESB er tollvernd. Tollvernd skapar nauðsynlega rekstrarforsendu fyrir innlendan landbúnað en hún er líka hagstjórnartæki, nokkurs konar stjórntæki fyrir fullvalda þjóð sem ræður sínum málum. Tollverndin er ekki síst hagsmunamál neytenda. Ef tollverndar hefði ekki notið við undanfarna mánuði væri matarverð mun hærra. Rökstuðningurinn að baki þessari fullyrðingu er sá að ef tollvernd væri ekki fyrir hendi væri íslenskur landbúnaður vart svipur hjá sjón – það væru mun færri sem störfuðu við matvælaframleiðslu og minna framleitt af mat í landinu. Frá hausti 2008 hefur innlend búvara hækkað um 20% en innflutt búvara um rúmlega 60%. Tollverndin hefur því varið kaupmátt. Ef tollverndin hyrfi væri auðvelt fyrir fjársterka aðila að ryðja innlendri framleiðslu af markaði með undirboðum á erlendri jaðarframleiðslu á tiltölulega stuttum tíma. Það er ekki vafi á því að enginn hefði meiri hagsmuni af afnámi tollverndar fyrir íslenskan landbúnað en verslunin. Ekki neytendur og ekki bændur. Byggjum á staðreyndumBændur eru nú sem fyrr tilbúnir til að taka þátt í umræðum um íslenskan landbúnað og matvörumarkaðinn hér á landi. Við biðjum ekki um annað en að þær umræður séu málefnalegar, byggðar á staðreyndum og nýjustu fáanlegum gögnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Benediktsson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Forkólfar Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) skrifuðu grein í Fréttablaðið 12. júlí sl. þar sem íslenska landbúnaðarkerfið, matvælaverð og tollvernd var gert að umtalsefni. Ýmis kunnugleg stef er að finna í greininni þar sem fullyrt er að Íslendingar búi við eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi og að það sé til hagsbóta fyrir alla að skera það upp. SVÞ telja að með því að leyfa óheftan innflutning á matvörum þá snarlækki matvælaverð á Íslandi. Þeirri fullyrðingu hefur áður verið kastað fram með misjöfnum rökstuðningi. Greinarhöfundar eru djarfir að fullyrða um hátt verð á landbúnaðarvörum en í því ljósi er rétt að skoða nýlega evrópska verðkönnun sem Hagstofa ESB (Eurostat) sendi frá sér fyrir skemmstu. Þar kemur fram að verð á matvöru á Íslandi er einungis 13% yfir meðaltali 37 Evrópuríkja. Í könnun Eurostat er gerður samanburður á heimilisútgjöldum í 37 Evrópulöndum en hún náði til ESB-landanna 27 og 10 annarra landa í Evrópu, þ.á.m. Íslands. Meðalverð heildarinnkaupa heimila innan ESB-landanna 27 er sett á 100 og síðan er staðan í einstökum löndum metin miðað við það. Samanburðurinn byggir á gögnum frá 2010 og er leiðréttur fyrir mismunandi kaupmætti. Svipað verðlag á Íslandi og í Frakklandi og BelgíuMiðað við heildarútgjöld eru Sviss, Noregur, Danmörk, Finnland, Lúxemborg og Svíþjóð dýrustu lönd Evrópu, en verðlag þar var 20-48% hærra en meðaltalið. Ísland reyndist 11% hærra en meðaltalið sem er svipað verðlag og í Frakklandi og Belgíu. Ódýrustu löndin eru Makedónía, Albanía og Búlgaría en þar er verðlagið 44-51% af meðaltalinu. Næstum þrefaldur munur er á verðlagi á milli dýrasta ESB-landsins (Danmerkur - 143%) og þess ódýrasta (Búlgaríu - 51%) sem sýnir að ekki er til neitt eitt „Evrópuverð“ eins og sumir vilja vera að láta. Matur og drykkjarvörur á svipuðu verði og í FinnlandiÞegar kemur að mat og drykkjarvörum er Ísland 13% yfir meðaltalinu eða á sama stað og Finnland. Athuga verður að þarna er um að ræða allar matvörur, bæði innlendar sem innfluttar. Við höfum séð það undanfarin misseri að innlendar búvörur, sem njóta tollverndar, hafa hækkað mun minna hérlendis heldur en innfluttar tollfrjálsar matvörur. Noregur er áfram dýrastur (165%) en Danmörk er dýrasta ESB landið (136%). Ódýrasta landið er Makedónía (51%) en ódýrasta ESB-landið er Búlgaría (66%). Af hverju eru raftæki 53% dýrari á Íslandi?Athygli vekur að verð á heimilis- og raftækjum er 53% hærra hér en meðaltalsverð Evrópuríkjanna, en líklega eigum við ekki von á því að SVÞ kvarti sérstaklega yfir því. Að sama skapi kemur í ljós að útgjöld heimilanna til kaupa á fötum og skóm eru um 36% yfir meðaltali og samgöngur og farartæki eru 18% dýrari hérlendis en að meðaltali í Evrópulöndunum. Ekki er hægt að kenna þar um tollvernd fyrir íslenskan landbúnað. Um útgjöld heimilanna í heild má örugglega segja margt og án efa mætti lækka þau með betri og hagvæmari verslun á Íslandi. Við búum við dýrt verslunarkerfi og sama er að segja um flutninga til landsins. Íslensk fyrirtæki fljót að hækka verð í takt við gengisbreytingarÁ sama tíma og greinin frá SVÞ birtist í Fréttablaðinu voru greinarhöfundar svo óheppnir að fjallað var um rannsókn Seðlabanka Íslands um helsta vandamál neytenda hér á landi, sumsé verðmyndun og álagningargleði íslenskra fyrirtækja. Í rannsókn Seðlabankans kemur m.a. fram að fyrirtæki hérlendis eru líklegri til að hækka verð eftir gengisfall en að lækka það eftir gengisstyrkingu. Á þetta er bent hér en e.t.v. er ástæða fyrir Samtök verslunar og þjónustu að kryfja nánar ástæður þess að innflytjendur eru tregari til að lækka verð en hækka við gengisbreytingar. Tollverndin er vinsælt umræðuefniEitt vinsælasta umræðuefni aðildarsinna ESB er tollvernd. Tollvernd skapar nauðsynlega rekstrarforsendu fyrir innlendan landbúnað en hún er líka hagstjórnartæki, nokkurs konar stjórntæki fyrir fullvalda þjóð sem ræður sínum málum. Tollverndin er ekki síst hagsmunamál neytenda. Ef tollverndar hefði ekki notið við undanfarna mánuði væri matarverð mun hærra. Rökstuðningurinn að baki þessari fullyrðingu er sá að ef tollvernd væri ekki fyrir hendi væri íslenskur landbúnaður vart svipur hjá sjón – það væru mun færri sem störfuðu við matvælaframleiðslu og minna framleitt af mat í landinu. Frá hausti 2008 hefur innlend búvara hækkað um 20% en innflutt búvara um rúmlega 60%. Tollverndin hefur því varið kaupmátt. Ef tollverndin hyrfi væri auðvelt fyrir fjársterka aðila að ryðja innlendri framleiðslu af markaði með undirboðum á erlendri jaðarframleiðslu á tiltölulega stuttum tíma. Það er ekki vafi á því að enginn hefði meiri hagsmuni af afnámi tollverndar fyrir íslenskan landbúnað en verslunin. Ekki neytendur og ekki bændur. Byggjum á staðreyndumBændur eru nú sem fyrr tilbúnir til að taka þátt í umræðum um íslenskan landbúnað og matvörumarkaðinn hér á landi. Við biðjum ekki um annað en að þær umræður séu málefnalegar, byggðar á staðreyndum og nýjustu fáanlegum gögnum.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun