Þjóðaratkvæði um skipulagsmál Bolli Héðinsson skrifar 20. júlí 2011 06:00 Af einhverjum einkennilegum ástæðum dúkkar upp, nú um mitt sumar, umræðan um hvort Reykjavíkurflugvöllur eigi að fara eða vera. Umræða sem er engan veginn tímabær þar sem sýnt er að ákvarðanir sem að þessu lúta þarf ekki að taka fyrr en á næstu 15-20 árum þar sem ekki hvarflar að neinum að skipuleggja byggð eða hefja framkvæmdir á flugvallarsvæðinu eins og mál standa nú. Mætti halda að umræðuefni þjóðarinnar væru næg samt og ekki þyrfti að bæta við ótímabærri umræðu um eitthvað sem ekki þarf að taka afstöðu til fyrr en einhvern tíma í fjarlægri framtíð. Færsla þjóðvegarins frá Blönduósi.Það er mjög áhugaverð tillaga að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um skipulagsmál sveitarfélaga. En þá skyldu menn líka vera sjálfum sér samkvæmir og átta sig á til hvers það getur leitt. Þannig hlýtur það að fara í þjóðaratkvæði næst þegar þess verður freistað að flytja þjóðveginn frá Blönduósi. Ég er sannfærður um að fjöldi landsmanna hefur skoðun á því máli og Blönduósingar eiga vafalaust víða stuðningsmenn fyrir því að halda vegarstæðinu óbreyttu frá því sem nú er. Einnig þegar kemur næst að því að reisa virkjun, hvort heldur er þegar kemur að því að bora eftir gufu á viðkvæmu landsvæði eða reisa stíflu fyrir nýtt virkjunarlón. Í þeim efnum er þá sjálfgefið að efnt verði til þjóðaratkvæðis svo skera megi úr um réttmæti þeirra framkvæmda. Við þær aðstæður sem eru í samfélagi okkar eigum við Íslendingar ekki að efna til óvinafagnaðar og kynda undir umræðu af þessu tagi sem alltaf er hætt við að fari út í öfgar. Yfirvegaða umræðu um skipulagsmál er tímabært að taka þegar forsendur liggja fyrir; upplýsingar um landnýtingu, umferðarmagn og aðra valkosti sem skipta máli þegar slíkar ákvarðanir eru teknar. Þær upplýsingar eiga að vera þær nýjustu sem völ er á og það verður þá hvort eð er ekki fyrr en þörfin fyrir að taka ákvörðunina er orðin brýn. Ákvörðunin um framtíð Reykjavíkurflugvallar þarf ekki að eiga sér stað fyrr en að löngum tíma liðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Af einhverjum einkennilegum ástæðum dúkkar upp, nú um mitt sumar, umræðan um hvort Reykjavíkurflugvöllur eigi að fara eða vera. Umræða sem er engan veginn tímabær þar sem sýnt er að ákvarðanir sem að þessu lúta þarf ekki að taka fyrr en á næstu 15-20 árum þar sem ekki hvarflar að neinum að skipuleggja byggð eða hefja framkvæmdir á flugvallarsvæðinu eins og mál standa nú. Mætti halda að umræðuefni þjóðarinnar væru næg samt og ekki þyrfti að bæta við ótímabærri umræðu um eitthvað sem ekki þarf að taka afstöðu til fyrr en einhvern tíma í fjarlægri framtíð. Færsla þjóðvegarins frá Blönduósi.Það er mjög áhugaverð tillaga að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um skipulagsmál sveitarfélaga. En þá skyldu menn líka vera sjálfum sér samkvæmir og átta sig á til hvers það getur leitt. Þannig hlýtur það að fara í þjóðaratkvæði næst þegar þess verður freistað að flytja þjóðveginn frá Blönduósi. Ég er sannfærður um að fjöldi landsmanna hefur skoðun á því máli og Blönduósingar eiga vafalaust víða stuðningsmenn fyrir því að halda vegarstæðinu óbreyttu frá því sem nú er. Einnig þegar kemur næst að því að reisa virkjun, hvort heldur er þegar kemur að því að bora eftir gufu á viðkvæmu landsvæði eða reisa stíflu fyrir nýtt virkjunarlón. Í þeim efnum er þá sjálfgefið að efnt verði til þjóðaratkvæðis svo skera megi úr um réttmæti þeirra framkvæmda. Við þær aðstæður sem eru í samfélagi okkar eigum við Íslendingar ekki að efna til óvinafagnaðar og kynda undir umræðu af þessu tagi sem alltaf er hætt við að fari út í öfgar. Yfirvegaða umræðu um skipulagsmál er tímabært að taka þegar forsendur liggja fyrir; upplýsingar um landnýtingu, umferðarmagn og aðra valkosti sem skipta máli þegar slíkar ákvarðanir eru teknar. Þær upplýsingar eiga að vera þær nýjustu sem völ er á og það verður þá hvort eð er ekki fyrr en þörfin fyrir að taka ákvörðunina er orðin brýn. Ákvörðunin um framtíð Reykjavíkurflugvallar þarf ekki að eiga sér stað fyrr en að löngum tíma liðnum.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar