Mikið afrek að slá út þetta lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2011 07:30 KR-ingar eru komnir áfram í Evrópukeppninni en það þurfti sameinað átak að slá út hið geysisterka Zilina-lið í Slóvakíu í gær. Mynd/Stefán KR-ingar slógu slóvakíska liðið Zilina úr undankeppni Evrópudeildarinnar í gær þrátt fyrir 0-2 tap út í Slóvakíu. KR vann fyrri leikinn 3-0 og vann því 3-2 samanlagt. KR mætir georgíska liðinu Dinamo Tbilisi í næstu umferð en Dinamo Tbilisi vann 5-0 sigur í síðari leik sínum á móti velska liðinu Llanelli. Tomas Majtán kom Zilina í 1-0 á 29. mínútu leiksins en það var varamaðurinn Momodou Ceesay sem skoraði seinna markið á 70. mínútu leiksins. KR-ingar voru í vandræðum síðustu tuttugu mínúturnar eftir að Zilina komst í 2-0 og oft skall hurð nærri hælum. KR-liðið hélt hins vegar út og fagnaði gríðarlega í leikslok. „Þetta tók vel á taugarnar síðustu fimmtán mínúturnar en að öðru leiti var maður alveg rólegur,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR eftir leikinn. „Þegar þeir gerðu annað markið þá fannst mér við vera með þetta í okkar höndum. Þeir voru farnir að vera þreyttir og mér fannst við vera nær því að jafna leikinn en þeir að skora annað markið. Svo gerum við smá mistök í varnarleiknum og fáum á okkur mark. Í framhaldinu er gríðarleg pressa á okkur,“ sagði Rúnar. „Þeir tóku mikla áhættu, spiluðu 4-4-2 og kantmennirnir þeirra voru mjög hátt á vellinum. Stundum var þetta 4-2-4 og bakverðirnir fóru vel með upp. Þeir voru með marga í sókninni og þvinguðu okkur aftar á völlinn. Þegar við unnum boltann þá náðum við ekki að nýta það nógu vel að sækja hratt á þá en það vantaði stundum lítið upp á. Eitt mark hjá okkur hefði algjörlega eyðilagt þennan leik fyrir þá og gert þetta auðveldara fyrir okkur. Við áttum möguleika á því strax eftir fimm mínútur þegar Guðjón sleppur einn í gegn,“ sagði Rúnar en KR-ingar fengu heldur betur ástæðu til að fagna í leikslok þrátt fyrir fyrsta tap sumarsins. „Við lítum á þetta sem 3-2 sigur og þetta er ekkert tap. Þetta eru tveir leikir og við stöndum uppi sem sigurvegarar eftir þá. Ég er gríðarlega ánægður með strákana og framlag þeirra þrátt fyrir að maður hefði stundum viljað sjá meiri ró á boltanum og betra spil. Þetta var gríðarlega erfitt og menn þurftu að leggja mikið á sig. Menn uppskáru líka mikla gleði og ánægju í restina,“ segir Rúnar. „Það er algjör snilld að vera áfram í öllum þremur keppnum. Þetta er frábær árangur hjá okkur og það er mikið afrek að slá út þetta sterka lið,“ sagði Rúnar en Zilina hafði komist langt í Evrópukeppninni síðustu tvö tímabil, í riðlakeppni Evrópudeildarinnar 2009-10 og svo í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. „Nú bíður okkar lið sem er ekki eins hátt skrifað og þetta lið sem við vorum að slá út núna. Möguleikarnir eru til staðar en maður þekkir það af eigin reynslu og lið frá Georgíu eru mjög sterk líka,“ segir Rúnar en það er nóg af öðrum leikjum á næstunni. „Nú er það fyrst Breiðablik, svo eigum við heimaleikinn á móti Dinamo Tbilisi og svo förum við á Ísafjörð um verslunarmannahelgina og gleðjum Ísfirðinga. Ég reikna ekki með að leikmenn Bí/Bolungarvíkur séu sáttir með þessi úrslit en því miður fyrir þá þá þurfum við að spila við þá um verslunarmannahelgina,“ sagði Rúnar sem viðurkennir að þetta gríðarlega leikjaálag reyni á hópinn. „Við erum búnir að spila sunnudag-fimmtudag í þrjár til fjórar vikur og það heldur bara næstu þrjár til fjórar vikurnar. Þetta verður erfitt og strembið fyrir okkur en við ræddum um það í dag að okkur langar að spila sem flesta leiki. Okkur langar að ná árangri og það kostar bara þessa vinnu. Menn eru tilbúnir að leggja það á sig en vonandi kemur þetta ekki niður á okkur í deild og bikar því þar viljum við líka ná árangri,“ sagði Rúnar. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ Sjá meira
KR-ingar slógu slóvakíska liðið Zilina úr undankeppni Evrópudeildarinnar í gær þrátt fyrir 0-2 tap út í Slóvakíu. KR vann fyrri leikinn 3-0 og vann því 3-2 samanlagt. KR mætir georgíska liðinu Dinamo Tbilisi í næstu umferð en Dinamo Tbilisi vann 5-0 sigur í síðari leik sínum á móti velska liðinu Llanelli. Tomas Majtán kom Zilina í 1-0 á 29. mínútu leiksins en það var varamaðurinn Momodou Ceesay sem skoraði seinna markið á 70. mínútu leiksins. KR-ingar voru í vandræðum síðustu tuttugu mínúturnar eftir að Zilina komst í 2-0 og oft skall hurð nærri hælum. KR-liðið hélt hins vegar út og fagnaði gríðarlega í leikslok. „Þetta tók vel á taugarnar síðustu fimmtán mínúturnar en að öðru leiti var maður alveg rólegur,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR eftir leikinn. „Þegar þeir gerðu annað markið þá fannst mér við vera með þetta í okkar höndum. Þeir voru farnir að vera þreyttir og mér fannst við vera nær því að jafna leikinn en þeir að skora annað markið. Svo gerum við smá mistök í varnarleiknum og fáum á okkur mark. Í framhaldinu er gríðarleg pressa á okkur,“ sagði Rúnar. „Þeir tóku mikla áhættu, spiluðu 4-4-2 og kantmennirnir þeirra voru mjög hátt á vellinum. Stundum var þetta 4-2-4 og bakverðirnir fóru vel með upp. Þeir voru með marga í sókninni og þvinguðu okkur aftar á völlinn. Þegar við unnum boltann þá náðum við ekki að nýta það nógu vel að sækja hratt á þá en það vantaði stundum lítið upp á. Eitt mark hjá okkur hefði algjörlega eyðilagt þennan leik fyrir þá og gert þetta auðveldara fyrir okkur. Við áttum möguleika á því strax eftir fimm mínútur þegar Guðjón sleppur einn í gegn,“ sagði Rúnar en KR-ingar fengu heldur betur ástæðu til að fagna í leikslok þrátt fyrir fyrsta tap sumarsins. „Við lítum á þetta sem 3-2 sigur og þetta er ekkert tap. Þetta eru tveir leikir og við stöndum uppi sem sigurvegarar eftir þá. Ég er gríðarlega ánægður með strákana og framlag þeirra þrátt fyrir að maður hefði stundum viljað sjá meiri ró á boltanum og betra spil. Þetta var gríðarlega erfitt og menn þurftu að leggja mikið á sig. Menn uppskáru líka mikla gleði og ánægju í restina,“ segir Rúnar. „Það er algjör snilld að vera áfram í öllum þremur keppnum. Þetta er frábær árangur hjá okkur og það er mikið afrek að slá út þetta sterka lið,“ sagði Rúnar en Zilina hafði komist langt í Evrópukeppninni síðustu tvö tímabil, í riðlakeppni Evrópudeildarinnar 2009-10 og svo í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. „Nú bíður okkar lið sem er ekki eins hátt skrifað og þetta lið sem við vorum að slá út núna. Möguleikarnir eru til staðar en maður þekkir það af eigin reynslu og lið frá Georgíu eru mjög sterk líka,“ segir Rúnar en það er nóg af öðrum leikjum á næstunni. „Nú er það fyrst Breiðablik, svo eigum við heimaleikinn á móti Dinamo Tbilisi og svo förum við á Ísafjörð um verslunarmannahelgina og gleðjum Ísfirðinga. Ég reikna ekki með að leikmenn Bí/Bolungarvíkur séu sáttir með þessi úrslit en því miður fyrir þá þá þurfum við að spila við þá um verslunarmannahelgina,“ sagði Rúnar sem viðurkennir að þetta gríðarlega leikjaálag reyni á hópinn. „Við erum búnir að spila sunnudag-fimmtudag í þrjár til fjórar vikur og það heldur bara næstu þrjár til fjórar vikurnar. Þetta verður erfitt og strembið fyrir okkur en við ræddum um það í dag að okkur langar að spila sem flesta leiki. Okkur langar að ná árangri og það kostar bara þessa vinnu. Menn eru tilbúnir að leggja það á sig en vonandi kemur þetta ekki niður á okkur í deild og bikar því þar viljum við líka ná árangri,“ sagði Rúnar.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ Sjá meira