KR á móti Dinamo í kvöld: Leikir sem menn dreymir um að spila Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júlí 2011 08:00 KR-ingar hafa farið á kostum í öllum keppnum í sumar og reyna í kvöld að halda Evrópuævintýrinu gangandi. Mynd/Valli KR mætir Dinamo Tbilisi frá Georgíu í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í Vesturbænum í kvöld. Fyrir fram er georgíska liðið talið mun líklegra til afreka í einvíginu en KR-ingar hafa farið á kostum í sumar og skyldi ekki afskrifa þá. „Þetta lið er mun hærra skrifað en við en Zilina var það reyndar líka. Þeir voru líka mun hærra skrifaðir en Georgíumennirnir. Möguleikinn er fyrir hendi og við höfum fulla trú á að við getum veitt þeim harða keppni," segir Rúnar Kristinsson þjálfari KR. Tbilisi-menn slógu út andstæðing frá Moldóvu í fyrstu umferð. Í annarri umferð lágu andstæðingar frá Wales þrátt fyrir óvænt tap í fyrri leiknum. Rúnar tekur undir með blaðamanni að Georgíumennirnir hafi örugglega lært af tapinu í Wales og séu ólíklegir til þess að vanmeta KR-inga. „Ég hugsa það. Tímabilið hjá þeim er rétt að byrja og þeir eru með nýjan þjálfara. Það eru væntanlega nýjar áherslur í leik liðsins og þeir að komast inn í það. Þeir ættu að vera búnir að stilla saman strengina núna og orðnir betri en í fyrri leiknum í Wales. Liðið var töluvert breytt í síðari leiknum sem þeir unnu 5-0. Þeir eru með þrjá Spánverja, Brasilíumann og spænskan þjálfara sem starfaði í fjögur ár hjá Barcelona frá 2005-2009. Þeir vilja spila fótbolta, halda boltanum á jörðinni en vonandi getum við strítt þeim eitthvað," sagði Rúnar. Dinamo Tbilisi er reynslumikið félag í Evrópukeppnum. Félagið hefur komist í Evrópukeppni nær óslitið frá árinu 1994 og stóð sig einnig vel á árum áður meðan Georgía var hluti af Sovétríkjunum. Hápunkturinn var vorið 1981 þegar liðið stóð uppi sem sigurvegari í Evrópukeppni bikarhafa. Pétur Pétursson, aðstoðarþjálfari KR, var leikmaður Feyenoord á þessum tíma en liðið tapaði gegn Dinamo í undanúrslitum keppninnar. Til marks um breytta tíma þurfti Dinamo-liðið að vinna sigur á fjórum andstæðingum á leið sinni í úrslitaleikinn. Í dag þurfa Dinamo og KR að slá út fjóra andstæðinga til þess að komast í sjálfa aðalkeppnina. „Þeir eru gríðarlega sterkir á heimavelli með fjöldann allan af áhorfendum. Svona lið spila alltaf miklu betur á heimavelli, eru sókndjarfari og þora meira. Við þurfum virkilega góð úrslit á heimavelli til þess að eiga möguleika," segir Rúnar um leik kvöldsins. KR-ingar hafa enn ekki beðið lægri hlut í leikjum sínum á heimavelli í sumar. Sjö sigrar, tvö jafntefli og markatalan 24-6 er niðurstaðan úr níu leikjum liðsins í Vesturbænum og ljóst að Georgíumenn fá ekkert gefins í kvöld. Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, segir ekki koma í ljós fyrr en í dag hvort hann verði leikfær en Bjarni meiddist á nára í leiknum gegn Breiðabliki á sunnudag. Hann er þó bjartsýnn miðað við bata síðustu daga og segist vilja ná leiknum. „Strákarnir eru mjög ánægðir að spila Evrópuleiki. Það lyftir sumrinu á hærra plan. Þetta eru leikir sem menn dreymir um að spila," segir Rúnar. Leikurinn í kvöld hefst á KR-velli klukkan 19.15 en síðari viðureignin fer fram í Georgíu að viku liðinni. Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ Sjá meira
KR mætir Dinamo Tbilisi frá Georgíu í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í Vesturbænum í kvöld. Fyrir fram er georgíska liðið talið mun líklegra til afreka í einvíginu en KR-ingar hafa farið á kostum í sumar og skyldi ekki afskrifa þá. „Þetta lið er mun hærra skrifað en við en Zilina var það reyndar líka. Þeir voru líka mun hærra skrifaðir en Georgíumennirnir. Möguleikinn er fyrir hendi og við höfum fulla trú á að við getum veitt þeim harða keppni," segir Rúnar Kristinsson þjálfari KR. Tbilisi-menn slógu út andstæðing frá Moldóvu í fyrstu umferð. Í annarri umferð lágu andstæðingar frá Wales þrátt fyrir óvænt tap í fyrri leiknum. Rúnar tekur undir með blaðamanni að Georgíumennirnir hafi örugglega lært af tapinu í Wales og séu ólíklegir til þess að vanmeta KR-inga. „Ég hugsa það. Tímabilið hjá þeim er rétt að byrja og þeir eru með nýjan þjálfara. Það eru væntanlega nýjar áherslur í leik liðsins og þeir að komast inn í það. Þeir ættu að vera búnir að stilla saman strengina núna og orðnir betri en í fyrri leiknum í Wales. Liðið var töluvert breytt í síðari leiknum sem þeir unnu 5-0. Þeir eru með þrjá Spánverja, Brasilíumann og spænskan þjálfara sem starfaði í fjögur ár hjá Barcelona frá 2005-2009. Þeir vilja spila fótbolta, halda boltanum á jörðinni en vonandi getum við strítt þeim eitthvað," sagði Rúnar. Dinamo Tbilisi er reynslumikið félag í Evrópukeppnum. Félagið hefur komist í Evrópukeppni nær óslitið frá árinu 1994 og stóð sig einnig vel á árum áður meðan Georgía var hluti af Sovétríkjunum. Hápunkturinn var vorið 1981 þegar liðið stóð uppi sem sigurvegari í Evrópukeppni bikarhafa. Pétur Pétursson, aðstoðarþjálfari KR, var leikmaður Feyenoord á þessum tíma en liðið tapaði gegn Dinamo í undanúrslitum keppninnar. Til marks um breytta tíma þurfti Dinamo-liðið að vinna sigur á fjórum andstæðingum á leið sinni í úrslitaleikinn. Í dag þurfa Dinamo og KR að slá út fjóra andstæðinga til þess að komast í sjálfa aðalkeppnina. „Þeir eru gríðarlega sterkir á heimavelli með fjöldann allan af áhorfendum. Svona lið spila alltaf miklu betur á heimavelli, eru sókndjarfari og þora meira. Við þurfum virkilega góð úrslit á heimavelli til þess að eiga möguleika," segir Rúnar um leik kvöldsins. KR-ingar hafa enn ekki beðið lægri hlut í leikjum sínum á heimavelli í sumar. Sjö sigrar, tvö jafntefli og markatalan 24-6 er niðurstaðan úr níu leikjum liðsins í Vesturbænum og ljóst að Georgíumenn fá ekkert gefins í kvöld. Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, segir ekki koma í ljós fyrr en í dag hvort hann verði leikfær en Bjarni meiddist á nára í leiknum gegn Breiðabliki á sunnudag. Hann er þó bjartsýnn miðað við bata síðustu daga og segist vilja ná leiknum. „Strákarnir eru mjög ánægðir að spila Evrópuleiki. Það lyftir sumrinu á hærra plan. Þetta eru leikir sem menn dreymir um að spila," segir Rúnar. Leikurinn í kvöld hefst á KR-velli klukkan 19.15 en síðari viðureignin fer fram í Georgíu að viku liðinni.
Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ Sjá meira