Prófessor fellur á prófinu - engar útflutningsbætur og ekkert haugakjöt Haraldur Benediktsson skrifar 28. júlí 2011 08:00 Þórólfur Matthíasson prófessor og deildarforseti hagfræði-deildar Háskóla Íslands, ritar grein í Fréttablaðið 22. júlí sl. sem hann nefnir „Einkasala bænda á kjöti skaðar neytendur“. Þar tíundar hann ýmsar gamalkunnar rangfærslur um landbúnað, svo nauðsynlegt er að skýra örlítið aðstæður sauðfjárbænda. Sauðfjárbændur selja sláturfé á fyrirfram ákveðnu og föstu verði sem sláturhúsin bjóða, hvort sem kjötið er selt innanlands eða erlendis. Allar verðbreytingar sem verða á kjötmarkaði innanlands eða erlendis fram að næstu sláturtíð, eða í heilt ár, skila sér því ekki til bænda, hvorki til hækkunar eða lækkunar. Viðmiðunarverðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda er því kröfugerð til sláturhúsa og er ætíð sett fram einu sinni á ári og gildir til næstu sláturtíðar eða 12 mánuði. Sláturhúsin bjóða síðan hvert og eitt eigin verðskrá og á grundvelli þeirra velur bóndi sitt viðskiptasláturhús. Meðalverð kjötsins sem bændur fengu árið 2010 var rúmar 420 krónur fyrir kíló af lambakjöti og tæpar 120 krónur á kíló fyrir annað kindakjöt. Bændur fá ekkert greitt fyrir gærur, innmat eða sviðahausa en greiða ekki fyrir flutning sláturfjárins í staðinn. Sauðfjárbændur telja sig hafa sett fram málefnalega og sanngjarna kröfu um afurðaverðshækkun til sláturhúsa. Það er ekki síst vegna þess að vel hefur gengið á erlendum mörkuðum og matvöruverð þar hækkar mikið bæði á kjöti, gærum og öðrum hliðarafurðum. Deildarforsetinn telur að verðhækkanir erlendis megi rekja til gengis krónunnar. Staðreyndin er sú að hækkunin á íslensku lambakjöti erlendis frá 2008 er 135%. Þar af er 50% raunhækkun í erlendri mynt, en afgangurinn er tilkominn vegna gengisáhrifa. Erlendar verðhækkanir eru bein afleiðing af breyttum aðstæðum í matvælaframleiðslu sem rekja má til minna framboðs á lambakjöti á heimsvísu, vegna hækkana á hráefnum og minni matvælaframleiðslu. Þessar breytingar eru mjög alvarlegar og mikið umhugsunarefni fyrir allar þjóðir. Rétt er að ítreka að viðmiðunarverðskrá sauðfjárbænda er ekki bindandi fyrir afurðastöðvar og bændur hafa ekki fengið greitt í samræmi við hana undanfarin ár. Markaðurinn ræður verðinu á öllum stigum frá framleiðendum til neytenda. Bændur ráða ekki smásöluverði og það rennur ekki nema að hluta til þeirra. Verslun-in tekur sinn hlut, kjötvinnsla, sláturhús og ríkið fá einnig sinn hluta verðsins. Bóndinn fær, eins og áður segir, aðeins 420 krónur fyrir kílóið eða að jafnaði tæpan helming útsöluverðsins. Viðmiðunarverðskrá fyrir nautakjöt er ekki sett fram eins og prófessorinn heldur fram í grein sinni. Verðlagning nautakjöts fer eftir sömu lögmálum og verðlagning á öllu kjöti, framboði og eftirspurn. Raunveruleikinn er einfaldlega sá að lambakjöt á í harðri samkeppni við annað innlent og erlent kjöt á neytendamarkaði og við önnur samkeppnishæf matvæli sem íslenskum neytendum bjóðast. Deildarforsetinn gefur í skyn að kjöt hafi verið urðað í stórum stíl til að spilla ekki fyrir verðlagningu á neytendamarkaði. Sannleikurinn er hins vegar sá að í eitt skipti, árið 1987, voru 170 tonn af tveggja ára gömlu annars flokks kjöti (aðallega hrútakjöti) urðuð. Þetta var gert í eitt skipti fyrir nærri aldarfjórðungi. Varðandi útflutningsbætur sem prófessorinn nefnir þá voru þær aflagðar árið 1992 og er Ísland eitt fárra ríkja í heiminum þar sem slíkt hefur gerst. Það væri óskandi að deildarforsetinn byggði mál sitt á nýrri og réttari upplýsingum og staðreyndum. Prófessorinn klykkir svo út með því að leggja til að bannað verði að flytja út landbúnaðarafurðir eða ellegar tekin upp há útflutningsgjöld. Honum er að sjálfsögðu frjálst að hvetja til hvaða aðgerða sem er. Slíkt kæmi e.t.v. til greina ef fæðuöryggi Íslendinga væri ógnað. Meðan svo er ekki, þá ætti hagfræðiprófessorinn að reikna út hagkvæmni þess fyrir íslenska þjóðarbúið að hafna þriggja milljarða króna gjaldeyristekjum af kjötútflutningi og hversu mörgum sú ráðstöfun myndi bæta á atvinnuleysisskrá sem er löng fyrir. Slík ráðstöfun gengur í berhögg við þær framfarir sem orðið hafa á rekstrarumhverfi sauðfjárbænda á undanförnum árum eftir að framleiðslan var gefin frjáls. Frelsi bænda til frjálsar markaðssetningar hefur aukist verulega. Það má nefna að bændur og neytendur ákveða í ríkara mæli að eiga bein viðskipti sín á milli. Sala „beint frá býli“ hefur marfaldast og sífellt fleiri neytendur nýta sér þessa beinu viðskiptahætti milli framleiðanda og neytanda. Skoðanir manna eru misjafnar og það ber að virða ólík sjónarmið. Aftur á móti geta ummæli sem sannarlega eru byggð á vanþekkingu ekki talist uppbyggileg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Benediktsson Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson prófessor og deildarforseti hagfræði-deildar Háskóla Íslands, ritar grein í Fréttablaðið 22. júlí sl. sem hann nefnir „Einkasala bænda á kjöti skaðar neytendur“. Þar tíundar hann ýmsar gamalkunnar rangfærslur um landbúnað, svo nauðsynlegt er að skýra örlítið aðstæður sauðfjárbænda. Sauðfjárbændur selja sláturfé á fyrirfram ákveðnu og föstu verði sem sláturhúsin bjóða, hvort sem kjötið er selt innanlands eða erlendis. Allar verðbreytingar sem verða á kjötmarkaði innanlands eða erlendis fram að næstu sláturtíð, eða í heilt ár, skila sér því ekki til bænda, hvorki til hækkunar eða lækkunar. Viðmiðunarverðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda er því kröfugerð til sláturhúsa og er ætíð sett fram einu sinni á ári og gildir til næstu sláturtíðar eða 12 mánuði. Sláturhúsin bjóða síðan hvert og eitt eigin verðskrá og á grundvelli þeirra velur bóndi sitt viðskiptasláturhús. Meðalverð kjötsins sem bændur fengu árið 2010 var rúmar 420 krónur fyrir kíló af lambakjöti og tæpar 120 krónur á kíló fyrir annað kindakjöt. Bændur fá ekkert greitt fyrir gærur, innmat eða sviðahausa en greiða ekki fyrir flutning sláturfjárins í staðinn. Sauðfjárbændur telja sig hafa sett fram málefnalega og sanngjarna kröfu um afurðaverðshækkun til sláturhúsa. Það er ekki síst vegna þess að vel hefur gengið á erlendum mörkuðum og matvöruverð þar hækkar mikið bæði á kjöti, gærum og öðrum hliðarafurðum. Deildarforsetinn telur að verðhækkanir erlendis megi rekja til gengis krónunnar. Staðreyndin er sú að hækkunin á íslensku lambakjöti erlendis frá 2008 er 135%. Þar af er 50% raunhækkun í erlendri mynt, en afgangurinn er tilkominn vegna gengisáhrifa. Erlendar verðhækkanir eru bein afleiðing af breyttum aðstæðum í matvælaframleiðslu sem rekja má til minna framboðs á lambakjöti á heimsvísu, vegna hækkana á hráefnum og minni matvælaframleiðslu. Þessar breytingar eru mjög alvarlegar og mikið umhugsunarefni fyrir allar þjóðir. Rétt er að ítreka að viðmiðunarverðskrá sauðfjárbænda er ekki bindandi fyrir afurðastöðvar og bændur hafa ekki fengið greitt í samræmi við hana undanfarin ár. Markaðurinn ræður verðinu á öllum stigum frá framleiðendum til neytenda. Bændur ráða ekki smásöluverði og það rennur ekki nema að hluta til þeirra. Verslun-in tekur sinn hlut, kjötvinnsla, sláturhús og ríkið fá einnig sinn hluta verðsins. Bóndinn fær, eins og áður segir, aðeins 420 krónur fyrir kílóið eða að jafnaði tæpan helming útsöluverðsins. Viðmiðunarverðskrá fyrir nautakjöt er ekki sett fram eins og prófessorinn heldur fram í grein sinni. Verðlagning nautakjöts fer eftir sömu lögmálum og verðlagning á öllu kjöti, framboði og eftirspurn. Raunveruleikinn er einfaldlega sá að lambakjöt á í harðri samkeppni við annað innlent og erlent kjöt á neytendamarkaði og við önnur samkeppnishæf matvæli sem íslenskum neytendum bjóðast. Deildarforsetinn gefur í skyn að kjöt hafi verið urðað í stórum stíl til að spilla ekki fyrir verðlagningu á neytendamarkaði. Sannleikurinn er hins vegar sá að í eitt skipti, árið 1987, voru 170 tonn af tveggja ára gömlu annars flokks kjöti (aðallega hrútakjöti) urðuð. Þetta var gert í eitt skipti fyrir nærri aldarfjórðungi. Varðandi útflutningsbætur sem prófessorinn nefnir þá voru þær aflagðar árið 1992 og er Ísland eitt fárra ríkja í heiminum þar sem slíkt hefur gerst. Það væri óskandi að deildarforsetinn byggði mál sitt á nýrri og réttari upplýsingum og staðreyndum. Prófessorinn klykkir svo út með því að leggja til að bannað verði að flytja út landbúnaðarafurðir eða ellegar tekin upp há útflutningsgjöld. Honum er að sjálfsögðu frjálst að hvetja til hvaða aðgerða sem er. Slíkt kæmi e.t.v. til greina ef fæðuöryggi Íslendinga væri ógnað. Meðan svo er ekki, þá ætti hagfræðiprófessorinn að reikna út hagkvæmni þess fyrir íslenska þjóðarbúið að hafna þriggja milljarða króna gjaldeyristekjum af kjötútflutningi og hversu mörgum sú ráðstöfun myndi bæta á atvinnuleysisskrá sem er löng fyrir. Slík ráðstöfun gengur í berhögg við þær framfarir sem orðið hafa á rekstrarumhverfi sauðfjárbænda á undanförnum árum eftir að framleiðslan var gefin frjáls. Frelsi bænda til frjálsar markaðssetningar hefur aukist verulega. Það má nefna að bændur og neytendur ákveða í ríkara mæli að eiga bein viðskipti sín á milli. Sala „beint frá býli“ hefur marfaldast og sífellt fleiri neytendur nýta sér þessa beinu viðskiptahætti milli framleiðanda og neytanda. Skoðanir manna eru misjafnar og það ber að virða ólík sjónarmið. Aftur á móti geta ummæli sem sannarlega eru byggð á vanþekkingu ekki talist uppbyggileg.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun