Prófessor fellur á prófinu - engar útflutningsbætur og ekkert haugakjöt Haraldur Benediktsson skrifar 28. júlí 2011 08:00 Þórólfur Matthíasson prófessor og deildarforseti hagfræði-deildar Háskóla Íslands, ritar grein í Fréttablaðið 22. júlí sl. sem hann nefnir „Einkasala bænda á kjöti skaðar neytendur“. Þar tíundar hann ýmsar gamalkunnar rangfærslur um landbúnað, svo nauðsynlegt er að skýra örlítið aðstæður sauðfjárbænda. Sauðfjárbændur selja sláturfé á fyrirfram ákveðnu og föstu verði sem sláturhúsin bjóða, hvort sem kjötið er selt innanlands eða erlendis. Allar verðbreytingar sem verða á kjötmarkaði innanlands eða erlendis fram að næstu sláturtíð, eða í heilt ár, skila sér því ekki til bænda, hvorki til hækkunar eða lækkunar. Viðmiðunarverðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda er því kröfugerð til sláturhúsa og er ætíð sett fram einu sinni á ári og gildir til næstu sláturtíðar eða 12 mánuði. Sláturhúsin bjóða síðan hvert og eitt eigin verðskrá og á grundvelli þeirra velur bóndi sitt viðskiptasláturhús. Meðalverð kjötsins sem bændur fengu árið 2010 var rúmar 420 krónur fyrir kíló af lambakjöti og tæpar 120 krónur á kíló fyrir annað kindakjöt. Bændur fá ekkert greitt fyrir gærur, innmat eða sviðahausa en greiða ekki fyrir flutning sláturfjárins í staðinn. Sauðfjárbændur telja sig hafa sett fram málefnalega og sanngjarna kröfu um afurðaverðshækkun til sláturhúsa. Það er ekki síst vegna þess að vel hefur gengið á erlendum mörkuðum og matvöruverð þar hækkar mikið bæði á kjöti, gærum og öðrum hliðarafurðum. Deildarforsetinn telur að verðhækkanir erlendis megi rekja til gengis krónunnar. Staðreyndin er sú að hækkunin á íslensku lambakjöti erlendis frá 2008 er 135%. Þar af er 50% raunhækkun í erlendri mynt, en afgangurinn er tilkominn vegna gengisáhrifa. Erlendar verðhækkanir eru bein afleiðing af breyttum aðstæðum í matvælaframleiðslu sem rekja má til minna framboðs á lambakjöti á heimsvísu, vegna hækkana á hráefnum og minni matvælaframleiðslu. Þessar breytingar eru mjög alvarlegar og mikið umhugsunarefni fyrir allar þjóðir. Rétt er að ítreka að viðmiðunarverðskrá sauðfjárbænda er ekki bindandi fyrir afurðastöðvar og bændur hafa ekki fengið greitt í samræmi við hana undanfarin ár. Markaðurinn ræður verðinu á öllum stigum frá framleiðendum til neytenda. Bændur ráða ekki smásöluverði og það rennur ekki nema að hluta til þeirra. Verslun-in tekur sinn hlut, kjötvinnsla, sláturhús og ríkið fá einnig sinn hluta verðsins. Bóndinn fær, eins og áður segir, aðeins 420 krónur fyrir kílóið eða að jafnaði tæpan helming útsöluverðsins. Viðmiðunarverðskrá fyrir nautakjöt er ekki sett fram eins og prófessorinn heldur fram í grein sinni. Verðlagning nautakjöts fer eftir sömu lögmálum og verðlagning á öllu kjöti, framboði og eftirspurn. Raunveruleikinn er einfaldlega sá að lambakjöt á í harðri samkeppni við annað innlent og erlent kjöt á neytendamarkaði og við önnur samkeppnishæf matvæli sem íslenskum neytendum bjóðast. Deildarforsetinn gefur í skyn að kjöt hafi verið urðað í stórum stíl til að spilla ekki fyrir verðlagningu á neytendamarkaði. Sannleikurinn er hins vegar sá að í eitt skipti, árið 1987, voru 170 tonn af tveggja ára gömlu annars flokks kjöti (aðallega hrútakjöti) urðuð. Þetta var gert í eitt skipti fyrir nærri aldarfjórðungi. Varðandi útflutningsbætur sem prófessorinn nefnir þá voru þær aflagðar árið 1992 og er Ísland eitt fárra ríkja í heiminum þar sem slíkt hefur gerst. Það væri óskandi að deildarforsetinn byggði mál sitt á nýrri og réttari upplýsingum og staðreyndum. Prófessorinn klykkir svo út með því að leggja til að bannað verði að flytja út landbúnaðarafurðir eða ellegar tekin upp há útflutningsgjöld. Honum er að sjálfsögðu frjálst að hvetja til hvaða aðgerða sem er. Slíkt kæmi e.t.v. til greina ef fæðuöryggi Íslendinga væri ógnað. Meðan svo er ekki, þá ætti hagfræðiprófessorinn að reikna út hagkvæmni þess fyrir íslenska þjóðarbúið að hafna þriggja milljarða króna gjaldeyristekjum af kjötútflutningi og hversu mörgum sú ráðstöfun myndi bæta á atvinnuleysisskrá sem er löng fyrir. Slík ráðstöfun gengur í berhögg við þær framfarir sem orðið hafa á rekstrarumhverfi sauðfjárbænda á undanförnum árum eftir að framleiðslan var gefin frjáls. Frelsi bænda til frjálsar markaðssetningar hefur aukist verulega. Það má nefna að bændur og neytendur ákveða í ríkara mæli að eiga bein viðskipti sín á milli. Sala „beint frá býli“ hefur marfaldast og sífellt fleiri neytendur nýta sér þessa beinu viðskiptahætti milli framleiðanda og neytanda. Skoðanir manna eru misjafnar og það ber að virða ólík sjónarmið. Aftur á móti geta ummæli sem sannarlega eru byggð á vanþekkingu ekki talist uppbyggileg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Benediktsson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson prófessor og deildarforseti hagfræði-deildar Háskóla Íslands, ritar grein í Fréttablaðið 22. júlí sl. sem hann nefnir „Einkasala bænda á kjöti skaðar neytendur“. Þar tíundar hann ýmsar gamalkunnar rangfærslur um landbúnað, svo nauðsynlegt er að skýra örlítið aðstæður sauðfjárbænda. Sauðfjárbændur selja sláturfé á fyrirfram ákveðnu og föstu verði sem sláturhúsin bjóða, hvort sem kjötið er selt innanlands eða erlendis. Allar verðbreytingar sem verða á kjötmarkaði innanlands eða erlendis fram að næstu sláturtíð, eða í heilt ár, skila sér því ekki til bænda, hvorki til hækkunar eða lækkunar. Viðmiðunarverðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda er því kröfugerð til sláturhúsa og er ætíð sett fram einu sinni á ári og gildir til næstu sláturtíðar eða 12 mánuði. Sláturhúsin bjóða síðan hvert og eitt eigin verðskrá og á grundvelli þeirra velur bóndi sitt viðskiptasláturhús. Meðalverð kjötsins sem bændur fengu árið 2010 var rúmar 420 krónur fyrir kíló af lambakjöti og tæpar 120 krónur á kíló fyrir annað kindakjöt. Bændur fá ekkert greitt fyrir gærur, innmat eða sviðahausa en greiða ekki fyrir flutning sláturfjárins í staðinn. Sauðfjárbændur telja sig hafa sett fram málefnalega og sanngjarna kröfu um afurðaverðshækkun til sláturhúsa. Það er ekki síst vegna þess að vel hefur gengið á erlendum mörkuðum og matvöruverð þar hækkar mikið bæði á kjöti, gærum og öðrum hliðarafurðum. Deildarforsetinn telur að verðhækkanir erlendis megi rekja til gengis krónunnar. Staðreyndin er sú að hækkunin á íslensku lambakjöti erlendis frá 2008 er 135%. Þar af er 50% raunhækkun í erlendri mynt, en afgangurinn er tilkominn vegna gengisáhrifa. Erlendar verðhækkanir eru bein afleiðing af breyttum aðstæðum í matvælaframleiðslu sem rekja má til minna framboðs á lambakjöti á heimsvísu, vegna hækkana á hráefnum og minni matvælaframleiðslu. Þessar breytingar eru mjög alvarlegar og mikið umhugsunarefni fyrir allar þjóðir. Rétt er að ítreka að viðmiðunarverðskrá sauðfjárbænda er ekki bindandi fyrir afurðastöðvar og bændur hafa ekki fengið greitt í samræmi við hana undanfarin ár. Markaðurinn ræður verðinu á öllum stigum frá framleiðendum til neytenda. Bændur ráða ekki smásöluverði og það rennur ekki nema að hluta til þeirra. Verslun-in tekur sinn hlut, kjötvinnsla, sláturhús og ríkið fá einnig sinn hluta verðsins. Bóndinn fær, eins og áður segir, aðeins 420 krónur fyrir kílóið eða að jafnaði tæpan helming útsöluverðsins. Viðmiðunarverðskrá fyrir nautakjöt er ekki sett fram eins og prófessorinn heldur fram í grein sinni. Verðlagning nautakjöts fer eftir sömu lögmálum og verðlagning á öllu kjöti, framboði og eftirspurn. Raunveruleikinn er einfaldlega sá að lambakjöt á í harðri samkeppni við annað innlent og erlent kjöt á neytendamarkaði og við önnur samkeppnishæf matvæli sem íslenskum neytendum bjóðast. Deildarforsetinn gefur í skyn að kjöt hafi verið urðað í stórum stíl til að spilla ekki fyrir verðlagningu á neytendamarkaði. Sannleikurinn er hins vegar sá að í eitt skipti, árið 1987, voru 170 tonn af tveggja ára gömlu annars flokks kjöti (aðallega hrútakjöti) urðuð. Þetta var gert í eitt skipti fyrir nærri aldarfjórðungi. Varðandi útflutningsbætur sem prófessorinn nefnir þá voru þær aflagðar árið 1992 og er Ísland eitt fárra ríkja í heiminum þar sem slíkt hefur gerst. Það væri óskandi að deildarforsetinn byggði mál sitt á nýrri og réttari upplýsingum og staðreyndum. Prófessorinn klykkir svo út með því að leggja til að bannað verði að flytja út landbúnaðarafurðir eða ellegar tekin upp há útflutningsgjöld. Honum er að sjálfsögðu frjálst að hvetja til hvaða aðgerða sem er. Slíkt kæmi e.t.v. til greina ef fæðuöryggi Íslendinga væri ógnað. Meðan svo er ekki, þá ætti hagfræðiprófessorinn að reikna út hagkvæmni þess fyrir íslenska þjóðarbúið að hafna þriggja milljarða króna gjaldeyristekjum af kjötútflutningi og hversu mörgum sú ráðstöfun myndi bæta á atvinnuleysisskrá sem er löng fyrir. Slík ráðstöfun gengur í berhögg við þær framfarir sem orðið hafa á rekstrarumhverfi sauðfjárbænda á undanförnum árum eftir að framleiðslan var gefin frjáls. Frelsi bænda til frjálsar markaðssetningar hefur aukist verulega. Það má nefna að bændur og neytendur ákveða í ríkara mæli að eiga bein viðskipti sín á milli. Sala „beint frá býli“ hefur marfaldast og sífellt fleiri neytendur nýta sér þessa beinu viðskiptahætti milli framleiðanda og neytanda. Skoðanir manna eru misjafnar og það ber að virða ólík sjónarmið. Aftur á móti geta ummæli sem sannarlega eru byggð á vanþekkingu ekki talist uppbyggileg.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun