Tómlæti er ekki í boði Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 5. ágúst 2011 07:30 Frá því á föstudaginn langa 22. júlí hef ég fylgst af vaxandi aðdáun með því hvernig Norðmenn hafa brugðist við ólýsanlegum hörmungum af reisn, yfirvegun og mannkærleika. Á Íslandi getur engum dulist að hryðjuverkin í Noregi færa illskuna sem þrífst í sálum fjöldamorðingja á borð við Anders Behring-Breivik óþægilega nálægt okkur. En samstaða Norðmanna gegn ofbeldi og illsku er til eftirbreytni og hún hefur vakið athygli um allan heim. Hún gefur okkur von. Von um að hryllilegum hryðjuverkum sé hægt að svara með öðru en blóðhefnd. Allir hafa val um viðbrögð við voðaverkum sem þessum. Norsk stjórnvöld völdu erfiðari leiðina; þá að taka ekki upp orðræðu haturs og hefnda; en standa heldur vörð um lýðræðið, frelsið og fjölbreytni samfélagsins. Þessi leið býður ekki upp á barnalegt andvaraleysi um öflin sem þrífast í samfélögum okkar, eins og einhver kynni að halda. Andúð á útlendingum, jafnvel botnlaust hatur, og hræðslan við það óþekkta þrífst alls staðar. Líka á Íslandi. Það er óþægileg staðreynd sem hvorki má mæta með tómlæti eða afneitun. Hér hafa allir hlutverki að gegna; almennir borgarar, skólar, kjörnir fulltrúar, fjölmiðlar, trúfélög – í raun allir sem vilja standa vörð um lýðræðið, frelsið og fjölbreytnina. Verkefni okkar allra er að skapa ekki jarðveginn fyrir hatrið og illskuna í opinberri umræðu. Það gerum við m.a. með því að skapa alvöru fjölmenningarsamfélag þar sem fólk nýtur verðleika sinna en geldur ekki fyrir uppruna sinn. Við gerum það með því að kenna börnum okkar að ofbeldi leysir engan vanda, heldur skapar nýjan og verri vanda. Við getum notað hina skelfilegu atburði í Noregi til þess að horfast í augu við sjálf okkur og samfélagið sem við byggjum. Við þessar aðstæður spyrja börn af visku sinni spurninganna sem máli skipta. Hver eru svörin við eldhúsborð landsmanna? Stöndum við keik í hinni barnalegu fullvissu okkar að Ísland sé öðruvísi – betra? – en nágrannalöndin? Varla. Og tómlæti er ekki í boði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Frá því á föstudaginn langa 22. júlí hef ég fylgst af vaxandi aðdáun með því hvernig Norðmenn hafa brugðist við ólýsanlegum hörmungum af reisn, yfirvegun og mannkærleika. Á Íslandi getur engum dulist að hryðjuverkin í Noregi færa illskuna sem þrífst í sálum fjöldamorðingja á borð við Anders Behring-Breivik óþægilega nálægt okkur. En samstaða Norðmanna gegn ofbeldi og illsku er til eftirbreytni og hún hefur vakið athygli um allan heim. Hún gefur okkur von. Von um að hryllilegum hryðjuverkum sé hægt að svara með öðru en blóðhefnd. Allir hafa val um viðbrögð við voðaverkum sem þessum. Norsk stjórnvöld völdu erfiðari leiðina; þá að taka ekki upp orðræðu haturs og hefnda; en standa heldur vörð um lýðræðið, frelsið og fjölbreytni samfélagsins. Þessi leið býður ekki upp á barnalegt andvaraleysi um öflin sem þrífast í samfélögum okkar, eins og einhver kynni að halda. Andúð á útlendingum, jafnvel botnlaust hatur, og hræðslan við það óþekkta þrífst alls staðar. Líka á Íslandi. Það er óþægileg staðreynd sem hvorki má mæta með tómlæti eða afneitun. Hér hafa allir hlutverki að gegna; almennir borgarar, skólar, kjörnir fulltrúar, fjölmiðlar, trúfélög – í raun allir sem vilja standa vörð um lýðræðið, frelsið og fjölbreytnina. Verkefni okkar allra er að skapa ekki jarðveginn fyrir hatrið og illskuna í opinberri umræðu. Það gerum við m.a. með því að skapa alvöru fjölmenningarsamfélag þar sem fólk nýtur verðleika sinna en geldur ekki fyrir uppruna sinn. Við gerum það með því að kenna börnum okkar að ofbeldi leysir engan vanda, heldur skapar nýjan og verri vanda. Við getum notað hina skelfilegu atburði í Noregi til þess að horfast í augu við sjálf okkur og samfélagið sem við byggjum. Við þessar aðstæður spyrja börn af visku sinni spurninganna sem máli skipta. Hver eru svörin við eldhúsborð landsmanna? Stöndum við keik í hinni barnalegu fullvissu okkar að Ísland sé öðruvísi – betra? – en nágrannalöndin? Varla. Og tómlæti er ekki í boði.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun