Vanhugsaður útflutningsskattur 15. ágúst 2011 06:00 Lilja Mósesdóttir alþingismaður hefur lagt til að lagður verði 10 prósenta skattur á allar útflutningstekjur sökum veikrar stöðu íslensku krónunnar undanfarin misseri. Telur Lilja eðlilegt að ætla að krónan muni styrkjast um 10 prósent þegar fram í sækir og því séu útflutningsfyrirtæki að fá 10 prósenta „meðgjöf“ við núverandi gengi. Áætlar Lilja að þessi skattur muni skila ríkissjóði árlega 80 milljörðum króna. Það sem Lilja gleymir hins vegar er að allar útflutningsgreinar hafa einnig umtalsverð útgjöld í erlendri mynt. Útflutningsfyrirtæki flytja inn ýmiss konar aðföng, fjárfesta í vélum og búnaði, auk þess sem ýmsir innlendir útgjaldaliðir eru ýmist greiddir í eða tengdir erlendri mynt. Þetta á jafnt við um allar útflutningsgreinar, hvort sem horft er til stóriðju, sjávarútvegs eða ferðaþjónustu. Þá er kostnaðarverð vara hér á landi mjög háð gengi og hefur því hækkað verulega með fallandi gengi. Síðast en ekki síst fjármagna flest útflutningsfyrirtæki sig í erlendri mynt eftir föngum til að draga úr rekstraráhættu. Hreinar gjaldeyristekjur útflutningsgreina eru því allt aðrar og lægri en sem nemur útflutningsverðmæti þeirrar vöru eða þjónustu sem þau selja úr landi. Lilja heldur því fram að útflutningsskattur raski ekki rekstrargrundvelli útflutningsfyrirtækja né samkeppnishæfni þeirra. Sú fullyrðing stenst enga skoðun. Ef litið er til áliðnaðar námu útflutningstekjur iðnaðarins 225 milljörðum á síðasta ári. Árleg skattbyrði samkvæmt hugmyndum Lilju yrði því liðlega 22 milljarðar. Hreinar gjaldeyristekjur áliðnaðar, námu hins vegar 100 milljörðum króna á síðasta ári. Þar af greiddi iðnaðurinn um 80 milljarða króna í innlendan rekstrarkostnað þ.m.t. til raforkukaupa. Þá er ótalinn fjármagnskostnaður og afskriftir. Útflutningsskattur Lilju myndi því þurrka út rekstrarhagnað greinarinnar og gott betur. Svipað væri á komið með flestum öðrum útflutningsgreinum. 80 milljarða skattheimta á útflutningsgreinar myndi þó ekki aðeins kippa rekstrargrundvelli undan þorra þessara fyrirtækja. Slík skattheimta myndi koma í veg fyrir frekari fjárfestingu og vöxt í útflutningsgreinum, sem er það sem íslenska hagkerfið þarf einna helst á að halda nú. Frekari skattheimta er ekki lausnarorðið í fjárhagsvanda ríkissjóðs nú heldur verðum við að taka höndum saman og auka útflutning og örva þar með hagkerfið. Hugmyndir af þessu tagi stuðla ekki að því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Lilja Mósesdóttir alþingismaður hefur lagt til að lagður verði 10 prósenta skattur á allar útflutningstekjur sökum veikrar stöðu íslensku krónunnar undanfarin misseri. Telur Lilja eðlilegt að ætla að krónan muni styrkjast um 10 prósent þegar fram í sækir og því séu útflutningsfyrirtæki að fá 10 prósenta „meðgjöf“ við núverandi gengi. Áætlar Lilja að þessi skattur muni skila ríkissjóði árlega 80 milljörðum króna. Það sem Lilja gleymir hins vegar er að allar útflutningsgreinar hafa einnig umtalsverð útgjöld í erlendri mynt. Útflutningsfyrirtæki flytja inn ýmiss konar aðföng, fjárfesta í vélum og búnaði, auk þess sem ýmsir innlendir útgjaldaliðir eru ýmist greiddir í eða tengdir erlendri mynt. Þetta á jafnt við um allar útflutningsgreinar, hvort sem horft er til stóriðju, sjávarútvegs eða ferðaþjónustu. Þá er kostnaðarverð vara hér á landi mjög háð gengi og hefur því hækkað verulega með fallandi gengi. Síðast en ekki síst fjármagna flest útflutningsfyrirtæki sig í erlendri mynt eftir föngum til að draga úr rekstraráhættu. Hreinar gjaldeyristekjur útflutningsgreina eru því allt aðrar og lægri en sem nemur útflutningsverðmæti þeirrar vöru eða þjónustu sem þau selja úr landi. Lilja heldur því fram að útflutningsskattur raski ekki rekstrargrundvelli útflutningsfyrirtækja né samkeppnishæfni þeirra. Sú fullyrðing stenst enga skoðun. Ef litið er til áliðnaðar námu útflutningstekjur iðnaðarins 225 milljörðum á síðasta ári. Árleg skattbyrði samkvæmt hugmyndum Lilju yrði því liðlega 22 milljarðar. Hreinar gjaldeyristekjur áliðnaðar, námu hins vegar 100 milljörðum króna á síðasta ári. Þar af greiddi iðnaðurinn um 80 milljarða króna í innlendan rekstrarkostnað þ.m.t. til raforkukaupa. Þá er ótalinn fjármagnskostnaður og afskriftir. Útflutningsskattur Lilju myndi því þurrka út rekstrarhagnað greinarinnar og gott betur. Svipað væri á komið með flestum öðrum útflutningsgreinum. 80 milljarða skattheimta á útflutningsgreinar myndi þó ekki aðeins kippa rekstrargrundvelli undan þorra þessara fyrirtækja. Slík skattheimta myndi koma í veg fyrir frekari fjárfestingu og vöxt í útflutningsgreinum, sem er það sem íslenska hagkerfið þarf einna helst á að halda nú. Frekari skattheimta er ekki lausnarorðið í fjárhagsvanda ríkissjóðs nú heldur verðum við að taka höndum saman og auka útflutning og örva þar með hagkerfið. Hugmyndir af þessu tagi stuðla ekki að því.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar