Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike, Bjarni Þórður Bjarnason og Tómas Már Sigurðsson skrifa 31. október 2025 08:03 Indriði Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, hefur undanfarin misseri ritað pistla í fjölmiðla þar sem hann vegur að HS Orku og eigendum félagsins. Höfundur fjallar um lántöku félagsins sem hann telur lið í skattasniðgöngu og viðskiptafléttum þess. Eigendur HS Orku eru vændir um félagaflækjur og óheiðarleika og vegið er að öllum þeim sem eru í fyrirsvari félagsins. Ekki verður lengur setið þegjandi undir þessum málflutningi. Hann gefur raunar kjörið tækifæri til að vekja athygli á þeirri miklu innviðauppbyggingu sem HS Orka hefur ráðist í síðustu misseri og ár. Lán til framkvæmda við stækkun Svartsengis Gert er tortryggilegt lán sem hluthafar veittu fyrirtækinu árið 2022 og því haldið fram að þörf HS Orku á láni sé óljós. Slík fullyrðing kemur á óvart því eðilegt er að fjárhagslega sterk fyrirtæki með hátt eiginfjárhlutfall geti útvegað sér lán til frekari vaxtar og fjárfestinga. Hið rétta er að til að fjármagna yfirstandandi stækkun og endurbætur orkuversins í Svartsengi, sem hófust vorið 2022, ákváðu fulltrúar eigenda að leggja til fé svo unnt yrði að kosta verkið að fullu og ljúka framkvæmdum á tilsettum tíma. Heildarkostnaður er áætlaður um 12,5 milljarðar króna og er verkið á áætlun, bæði kostnaðarlega og tímalega, þrátt fyrir miklar áskoranir af náttúrunnar hendi á byggingartíma. Stefnt er að gangsetningu nýja hluta orkuversins fyrir lok þessa árs. Hluthafalánið var framlag eigenda á móti framkvæmdaláni viðskiptabanka HS Orku, sem gerðu kröfu um aðkomu eigenda að fjármögnuninni. Lánið var um 40% af heildarkostnaði verkefnisins og var metið á markaðskjörum sambærilegra lána af óháðum alþjóðlegum sérfræðingum og þess gætt að það uppfyllti skilyrði laga og reglna í hvívetna. Endurfjármögnun í skugga jarðhræringa Á síðari hluta árs 2023 var hafist handa við endurfjármögnun félagsins á sama tíma og framkvæmdum í Svartsengi var fram haldið. Það sýndi tiltrú lánveitenda á félaginu og framtíðaráformum þess þegar tókst að endurfjármagna félagið um mitt ár 2024 hjá innlendum og erlendum aðilum gegn áframhaldandi framlagi eigenda. Í skugga jarðhræringa á Reykjanesi var það því gleðiefni þegar endurfjármögnun HS Orku, sem er samfélagslega mikilvægur innviður á Suðurnesjum, var í höfn. Tugmilljarða fjárfesting á fáum árum Frá vormánuðum 2019 hefur HS Orka verið í helmingseigu Jarðvarma, sem er eign fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, og breska sjóðsstýringafélagsins Ancala, sem sérhæfir sig í innviðafjárfestingum víða um heim. Í stjórn HS Orku sitja einstaklingar með víðtæka reynslu og fagþekkingu af rekstri orku- og innviðafyrirtækja, jafnt hér heima sem erlendis. Frá því að núverandi eigendur tóku við og fram á þennan dag hefur HS Orka varið milljörðum íslenskra króna til innviðauppbyggingar hér á landi, einkum á Suðurnesjum. Reykjanesvirkjun var stækkuð og verið er að stækka og endurbæta orkuverið í Svartsengi. Einnig tók HS Orka nýja vatnsaflsvirkjun að Brú í Biskupstungum í notkun árið 2020. Samtals er um að ræða 38 milljarða króna í beinni fjárfestingu í íslenskum orkuinnviðum á síðustu fimm árum. Raunar væri það efniviður í aðra grein að bera saman fjárfestingar HS Orku við fjárfestingar annarra fyrirtækja á sama tímabili, ekki einungis innan orkugeirans. Þjóðhagslega mikilvæg verkefni í undirbúningi Í framhaldi af þeim miklu fjárfestingum sem taldar eru hér upp undirbýr HS Orka stór og þjóðhagslega mikilvæg verkefni á Vestfjörðum og á Reykjanesskaganum. Þessi verkefni verða lóð á vogarskálar orkuöryggis á Íslandi og auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og heitu vatni til höfuðborgarsvæðisins, gangi áætlanir eftir. Ekkert annað orkufyrirtæki á Íslandi hefur fjárfest hlutfallslega meira en HS Orka í uppbyggingu orkuvinnsluinnviða hér á landi á síðustu árum. Stjórn fyrirtækisins og hluthafar hafa stutt dyggilega við fyrirtækið í uppbyggingarfasa síðustu ára og sama má segja varðandi metnaðarfull framtíðaráform þess um áframhaldandi uppbyggingu á Íslandi. Ef þau áform raungerast fela þau í sér tugmilljarða króna fjárfestingar á vegum HS Orku á næstu árum til viðbótar þeim sem nefndar hafa verið hér. Það munar um minna. Adrian Pike, formaður stjórnar HS Orku Bjarni Þórður Bjarnason, varaformaður stjórnar Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Sjá meira
Indriði Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, hefur undanfarin misseri ritað pistla í fjölmiðla þar sem hann vegur að HS Orku og eigendum félagsins. Höfundur fjallar um lántöku félagsins sem hann telur lið í skattasniðgöngu og viðskiptafléttum þess. Eigendur HS Orku eru vændir um félagaflækjur og óheiðarleika og vegið er að öllum þeim sem eru í fyrirsvari félagsins. Ekki verður lengur setið þegjandi undir þessum málflutningi. Hann gefur raunar kjörið tækifæri til að vekja athygli á þeirri miklu innviðauppbyggingu sem HS Orka hefur ráðist í síðustu misseri og ár. Lán til framkvæmda við stækkun Svartsengis Gert er tortryggilegt lán sem hluthafar veittu fyrirtækinu árið 2022 og því haldið fram að þörf HS Orku á láni sé óljós. Slík fullyrðing kemur á óvart því eðilegt er að fjárhagslega sterk fyrirtæki með hátt eiginfjárhlutfall geti útvegað sér lán til frekari vaxtar og fjárfestinga. Hið rétta er að til að fjármagna yfirstandandi stækkun og endurbætur orkuversins í Svartsengi, sem hófust vorið 2022, ákváðu fulltrúar eigenda að leggja til fé svo unnt yrði að kosta verkið að fullu og ljúka framkvæmdum á tilsettum tíma. Heildarkostnaður er áætlaður um 12,5 milljarðar króna og er verkið á áætlun, bæði kostnaðarlega og tímalega, þrátt fyrir miklar áskoranir af náttúrunnar hendi á byggingartíma. Stefnt er að gangsetningu nýja hluta orkuversins fyrir lok þessa árs. Hluthafalánið var framlag eigenda á móti framkvæmdaláni viðskiptabanka HS Orku, sem gerðu kröfu um aðkomu eigenda að fjármögnuninni. Lánið var um 40% af heildarkostnaði verkefnisins og var metið á markaðskjörum sambærilegra lána af óháðum alþjóðlegum sérfræðingum og þess gætt að það uppfyllti skilyrði laga og reglna í hvívetna. Endurfjármögnun í skugga jarðhræringa Á síðari hluta árs 2023 var hafist handa við endurfjármögnun félagsins á sama tíma og framkvæmdum í Svartsengi var fram haldið. Það sýndi tiltrú lánveitenda á félaginu og framtíðaráformum þess þegar tókst að endurfjármagna félagið um mitt ár 2024 hjá innlendum og erlendum aðilum gegn áframhaldandi framlagi eigenda. Í skugga jarðhræringa á Reykjanesi var það því gleðiefni þegar endurfjármögnun HS Orku, sem er samfélagslega mikilvægur innviður á Suðurnesjum, var í höfn. Tugmilljarða fjárfesting á fáum árum Frá vormánuðum 2019 hefur HS Orka verið í helmingseigu Jarðvarma, sem er eign fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, og breska sjóðsstýringafélagsins Ancala, sem sérhæfir sig í innviðafjárfestingum víða um heim. Í stjórn HS Orku sitja einstaklingar með víðtæka reynslu og fagþekkingu af rekstri orku- og innviðafyrirtækja, jafnt hér heima sem erlendis. Frá því að núverandi eigendur tóku við og fram á þennan dag hefur HS Orka varið milljörðum íslenskra króna til innviðauppbyggingar hér á landi, einkum á Suðurnesjum. Reykjanesvirkjun var stækkuð og verið er að stækka og endurbæta orkuverið í Svartsengi. Einnig tók HS Orka nýja vatnsaflsvirkjun að Brú í Biskupstungum í notkun árið 2020. Samtals er um að ræða 38 milljarða króna í beinni fjárfestingu í íslenskum orkuinnviðum á síðustu fimm árum. Raunar væri það efniviður í aðra grein að bera saman fjárfestingar HS Orku við fjárfestingar annarra fyrirtækja á sama tímabili, ekki einungis innan orkugeirans. Þjóðhagslega mikilvæg verkefni í undirbúningi Í framhaldi af þeim miklu fjárfestingum sem taldar eru hér upp undirbýr HS Orka stór og þjóðhagslega mikilvæg verkefni á Vestfjörðum og á Reykjanesskaganum. Þessi verkefni verða lóð á vogarskálar orkuöryggis á Íslandi og auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og heitu vatni til höfuðborgarsvæðisins, gangi áætlanir eftir. Ekkert annað orkufyrirtæki á Íslandi hefur fjárfest hlutfallslega meira en HS Orka í uppbyggingu orkuvinnsluinnviða hér á landi á síðustu árum. Stjórn fyrirtækisins og hluthafar hafa stutt dyggilega við fyrirtækið í uppbyggingarfasa síðustu ára og sama má segja varðandi metnaðarfull framtíðaráform þess um áframhaldandi uppbyggingu á Íslandi. Ef þau áform raungerast fela þau í sér tugmilljarða króna fjárfestingar á vegum HS Orku á næstu árum til viðbótar þeim sem nefndar hafa verið hér. Það munar um minna. Adrian Pike, formaður stjórnar HS Orku Bjarni Þórður Bjarnason, varaformaður stjórnar Tómas Már Sigurðsson, forstjóri
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun