Höndla nefndir stórasannleik? Bolli Héðinsson skrifar 17. ágúst 2011 05:00 Þegar umræðum um fiskveiðistjórnunarfrumvörpin lauk á Alþingi í vor lá ljóst fyrir að sumarið yrði notað af LÍÚ til að hræra í ístöðulitlum þingmönnum til að fá þá til fylgis við sig. Af og til hafa síðan borist fréttir um neikvæð áhrif breyttrar fiskveiðistjórnunar á afkomu sjávarútvegsins og stöðu viðskiptabankanna en þær hafa oftar en ekki verið hreinar getsakir án haldbærrar röksemdafærslu. Skýrsla, unnin af nokkrum sérfræðingum, hefur síðan verið talin einhvers konar stóridómur um málið en er í reynd ekki annað en gagnleg samantekt unnin út frá takmörkuðum forsendum. Þannig er t.a.m. um fjárhagsleg áhrif á rekstur fyrirtækja, sem skýrslan metur. Hún byggir á gamalkunnri aðferðafræði þar sem ályktanir eru dregnar út frá meðaltölum. Reynslan hefur kennt okkur að það er afar varasöm leið til að byggja á framtíðarskipan mikilvægustu atvinnugreinar þjóðarinnar. Endurvakið VerðlagsráðVið þekkjum þessi „vísindi“ frá tímum Verðlagsráðs sjávarútvegsins, þegar sömu aðferð var beitt við ákvörðun fiskverðs. En það er sama leið og fylgjendur svokallaðrar samningaleiðar boða nú við ákvörðun veiðigjalds. Þá sátu meintir „hagsmunaaðilar“ á fundum og freistuðu þess að semja sín á milli um fiskverð, út frá meðaltalsafkomu sjávarútvegsins, sem á endanum var svo ákvarðað af oddamanni. Daginn eftir var svo gengi krónunnar fellt og sami leikurinn hófst að nýju þar sem tekist var á um það sem hét þá „rekstrargrundvöllur sjávarútvegsins“. Fram að þessu hafa fáir tregað örlög Verðlagsráðs sjávarútvegsins en nú er gælt við að endurvekja það í breyttri mynd til að ákvarða auðlindagjald samkvæmt samningaleið. Samkvæmt samningaleið þurfa einstök fyrirtæki að greiða í auðlindagjald það sem „samist“ hefur um milli ríkisvaldsins og LÍÚ á grundvelli ámóta hæpinna vísinda og „rekstrargrundvöllur sjávarútvegsins“ var ákvarðaður á tímum Verðlagsráðs sjávarútvegsins áður. Aftur á móti er útilokað að hin svokallaða tilboðsleið leggi nokkurn tíma of þungar byrðar á sjávarútvegsfyrirtækin í landinu þar sem hvert fyrirtæki gerir aðeins tilboð í kvóta sem það hefur fjárhagslega burði til að greiða. Hæfi einstakra útgerða til að standa í rekstri er mismunandi eins og fyrirtækin eru mörg og því væri það skref aftur á bak fyrir rekstur þeirra ef hverfa á aftur til fyrri tíma þegar rekstrargrundvöllur fyrirtækjanna var ákvarðaður á grundvelli miðstýrðra ákvarðana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þegar umræðum um fiskveiðistjórnunarfrumvörpin lauk á Alþingi í vor lá ljóst fyrir að sumarið yrði notað af LÍÚ til að hræra í ístöðulitlum þingmönnum til að fá þá til fylgis við sig. Af og til hafa síðan borist fréttir um neikvæð áhrif breyttrar fiskveiðistjórnunar á afkomu sjávarútvegsins og stöðu viðskiptabankanna en þær hafa oftar en ekki verið hreinar getsakir án haldbærrar röksemdafærslu. Skýrsla, unnin af nokkrum sérfræðingum, hefur síðan verið talin einhvers konar stóridómur um málið en er í reynd ekki annað en gagnleg samantekt unnin út frá takmörkuðum forsendum. Þannig er t.a.m. um fjárhagsleg áhrif á rekstur fyrirtækja, sem skýrslan metur. Hún byggir á gamalkunnri aðferðafræði þar sem ályktanir eru dregnar út frá meðaltölum. Reynslan hefur kennt okkur að það er afar varasöm leið til að byggja á framtíðarskipan mikilvægustu atvinnugreinar þjóðarinnar. Endurvakið VerðlagsráðVið þekkjum þessi „vísindi“ frá tímum Verðlagsráðs sjávarútvegsins, þegar sömu aðferð var beitt við ákvörðun fiskverðs. En það er sama leið og fylgjendur svokallaðrar samningaleiðar boða nú við ákvörðun veiðigjalds. Þá sátu meintir „hagsmunaaðilar“ á fundum og freistuðu þess að semja sín á milli um fiskverð, út frá meðaltalsafkomu sjávarútvegsins, sem á endanum var svo ákvarðað af oddamanni. Daginn eftir var svo gengi krónunnar fellt og sami leikurinn hófst að nýju þar sem tekist var á um það sem hét þá „rekstrargrundvöllur sjávarútvegsins“. Fram að þessu hafa fáir tregað örlög Verðlagsráðs sjávarútvegsins en nú er gælt við að endurvekja það í breyttri mynd til að ákvarða auðlindagjald samkvæmt samningaleið. Samkvæmt samningaleið þurfa einstök fyrirtæki að greiða í auðlindagjald það sem „samist“ hefur um milli ríkisvaldsins og LÍÚ á grundvelli ámóta hæpinna vísinda og „rekstrargrundvöllur sjávarútvegsins“ var ákvarðaður á tímum Verðlagsráðs sjávarútvegsins áður. Aftur á móti er útilokað að hin svokallaða tilboðsleið leggi nokkurn tíma of þungar byrðar á sjávarútvegsfyrirtækin í landinu þar sem hvert fyrirtæki gerir aðeins tilboð í kvóta sem það hefur fjárhagslega burði til að greiða. Hæfi einstakra útgerða til að standa í rekstri er mismunandi eins og fyrirtækin eru mörg og því væri það skref aftur á bak fyrir rekstur þeirra ef hverfa á aftur til fyrri tíma þegar rekstrargrundvöllur fyrirtækjanna var ákvarðaður á grundvelli miðstýrðra ákvarðana.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun