Gætu konur á Íslandi lagt mér lið? Auður Guðjónsdóttir skrifar 18. ágúst 2011 09:00 Á þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í nóvember nk. verður tekin til lokaafgreiðslu tillaga um mænuskaða, sem lögð var fram af Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2010. Í stórum dráttum er efni tillögunnar að Norðurlandaráð setji á stofn starfshóp lækna og vísindamanna sem hafi það hlutverk að skoða norrænar og aðrar rannsóknir og meðferðir á mænuskaða og gera tillögur um úrbætur. Tillagan lætur ekki mikið yfir sér en hljóti hún samþykki og verði henni komið í framkvæmd mun verða lagður grunnur að hnitmiðaðri leit að lækningu á mænuskaða. Ástæða þess að Íslandsdeildin lagði tillöguna fram er sú að mjög erfiðlega gengur að þróa lækningameðferð við mænuskaða í samanburði við ýmis önnur vísindasvið. Um 1.000 einstaklingar hljóta árlega skaða á mænu vegna slysa á Norðurlöndum og er aðalmeðferð þess fólks endurhæfing til sjálfsbjargar í hjólastól. Mænuskaði er eitt erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Hann skilur eftir sig innri og ytri lömun s.s. á skrokki og útlimum, lungum, þvagblöðru, ristli og kynfærum með tilheyrandi lífstíðarvandamálum. Hjólastóllinn er minnsta málið. Hjálp til læknavísindanna er hjálp til alls mannkynsEins og ýmsum er kunnugt þá lenti ein dætra minna í bílslysi og lamaðist. Síðan þá hef ég fylgst afar vel með því hvað gert er á alþjóðlegu vísindasviði mænuskaðans. Þess vegna er það trú mín að sú grunnþekking sem þarf til að breyta meðferð á mænuskaða í átt til lækningar, gæti nú þegar verið til staðar. Mikið vannýtt hugvit og mikil vannýtt vísindaþekking er þarna úti. Vitið og þekkingin liggur um víða veröld og því þarf að safna saman á einn stað svo mögulegt verði að skoða heildarmyndina af þess til bæru fólki. Einmitt það, að skoða heildarmyndina og að velta fyrir sér hvort mögulegt sé að móta lækningastefnu fyrir mænuskaða sem byggir á þeirri þekkingu sem nú þegar er til staðar, er hugsað sem hlutverk norræna starfshópsins, komist hann á legg. Slík skoðun myndi ekki einungis leiða til framfara í meðferð við mænuskaða heldur einnig í öllu taugakerfinu. Undanfarin ár hefur Mænuskaðastofnun Íslands safnað upplýsingum um hvers konar tilraunameðferðir eru gerðar á fólki sem hlotið hefur mænuskaða, hvar og af hverjum. Þær upplýsingar munu verða lagðar fram gangi allt eftir. Samtakamáttur kvenna á ÍslandiEins og dæmin sanna hafa konur á Íslandi löngum nýtt samtakamátt sinn til góðra verka. Þess vegna leyfi ég mér nú að leita til ykkar konur og bið ykkur að fylgja mér í lokaleiðangur minn við að reyna að hreyfa við heiminum fyrir mænuskaðann. Ég er orðin vegamóð og þarfnast allrar hjálpar sem mögulegt er svo takast megi að gera veröldinni þann greiða sem hún þarf svo sárlega á að halda. Því bið ég ykkur að setja nöfn ykkar og kennitölur á undirskriftalista á heimasíðunni http://is.isci.is og hvetja aðrar konur 16 ára og eldri til hins sama. Samtakamáttinn á að nota til að vekja athygli norrænna fjölmiðla, almennings og ráðamanna á Norðurlöndum á mænuskaðatillögunni og á nauðsyn þess að hún verði samþykkt og henni komið í framkvæmd. Allt er þetta í samræmi við samþykkt ríkisstjórnar Íslands sem samþykkti á vordögum að Ísland skyldi ýta úr vör alþjóðlegri vitundarvakningu á mænuskaða. Í öllum löndum heims býr fólk sem hlotið hefur skaða á mænu og lamast. Í dag búa á Íslandi 123.712 konur 16 ára og eldri. Með nöfnum okkar og samtakamætti getum við lagt lið milljónum manna um allan heim, um alla framtíð, mannkyni til heilla og skrifað í leiðinni nafn lands okkar og þjóðar á spjöld sögunnar af góðum verkum. audur@isci.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Á þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í nóvember nk. verður tekin til lokaafgreiðslu tillaga um mænuskaða, sem lögð var fram af Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2010. Í stórum dráttum er efni tillögunnar að Norðurlandaráð setji á stofn starfshóp lækna og vísindamanna sem hafi það hlutverk að skoða norrænar og aðrar rannsóknir og meðferðir á mænuskaða og gera tillögur um úrbætur. Tillagan lætur ekki mikið yfir sér en hljóti hún samþykki og verði henni komið í framkvæmd mun verða lagður grunnur að hnitmiðaðri leit að lækningu á mænuskaða. Ástæða þess að Íslandsdeildin lagði tillöguna fram er sú að mjög erfiðlega gengur að þróa lækningameðferð við mænuskaða í samanburði við ýmis önnur vísindasvið. Um 1.000 einstaklingar hljóta árlega skaða á mænu vegna slysa á Norðurlöndum og er aðalmeðferð þess fólks endurhæfing til sjálfsbjargar í hjólastól. Mænuskaði er eitt erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Hann skilur eftir sig innri og ytri lömun s.s. á skrokki og útlimum, lungum, þvagblöðru, ristli og kynfærum með tilheyrandi lífstíðarvandamálum. Hjólastóllinn er minnsta málið. Hjálp til læknavísindanna er hjálp til alls mannkynsEins og ýmsum er kunnugt þá lenti ein dætra minna í bílslysi og lamaðist. Síðan þá hef ég fylgst afar vel með því hvað gert er á alþjóðlegu vísindasviði mænuskaðans. Þess vegna er það trú mín að sú grunnþekking sem þarf til að breyta meðferð á mænuskaða í átt til lækningar, gæti nú þegar verið til staðar. Mikið vannýtt hugvit og mikil vannýtt vísindaþekking er þarna úti. Vitið og þekkingin liggur um víða veröld og því þarf að safna saman á einn stað svo mögulegt verði að skoða heildarmyndina af þess til bæru fólki. Einmitt það, að skoða heildarmyndina og að velta fyrir sér hvort mögulegt sé að móta lækningastefnu fyrir mænuskaða sem byggir á þeirri þekkingu sem nú þegar er til staðar, er hugsað sem hlutverk norræna starfshópsins, komist hann á legg. Slík skoðun myndi ekki einungis leiða til framfara í meðferð við mænuskaða heldur einnig í öllu taugakerfinu. Undanfarin ár hefur Mænuskaðastofnun Íslands safnað upplýsingum um hvers konar tilraunameðferðir eru gerðar á fólki sem hlotið hefur mænuskaða, hvar og af hverjum. Þær upplýsingar munu verða lagðar fram gangi allt eftir. Samtakamáttur kvenna á ÍslandiEins og dæmin sanna hafa konur á Íslandi löngum nýtt samtakamátt sinn til góðra verka. Þess vegna leyfi ég mér nú að leita til ykkar konur og bið ykkur að fylgja mér í lokaleiðangur minn við að reyna að hreyfa við heiminum fyrir mænuskaðann. Ég er orðin vegamóð og þarfnast allrar hjálpar sem mögulegt er svo takast megi að gera veröldinni þann greiða sem hún þarf svo sárlega á að halda. Því bið ég ykkur að setja nöfn ykkar og kennitölur á undirskriftalista á heimasíðunni http://is.isci.is og hvetja aðrar konur 16 ára og eldri til hins sama. Samtakamáttinn á að nota til að vekja athygli norrænna fjölmiðla, almennings og ráðamanna á Norðurlöndum á mænuskaðatillögunni og á nauðsyn þess að hún verði samþykkt og henni komið í framkvæmd. Allt er þetta í samræmi við samþykkt ríkisstjórnar Íslands sem samþykkti á vordögum að Ísland skyldi ýta úr vör alþjóðlegri vitundarvakningu á mænuskaða. Í öllum löndum heims býr fólk sem hlotið hefur skaða á mænu og lamast. Í dag búa á Íslandi 123.712 konur 16 ára og eldri. Með nöfnum okkar og samtakamætti getum við lagt lið milljónum manna um allan heim, um alla framtíð, mannkyni til heilla og skrifað í leiðinni nafn lands okkar og þjóðar á spjöld sögunnar af góðum verkum. audur@isci.is
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun