Mugison flytur á mölina 23. ágúst 2011 10:15 Kominn suður Mugison hefur búið fyrir vestan síðan 2002 ef undanskilið er eitt ár. Hann hyggst setjast á skólabekk til að læra betur á hljóðfærið sem hann smíðaði sjálfur.Fréttablaðið/Stefán Einn dáðasti sonur Vestfjarða, Örn Elías Guðmundsson eða Mugison, er fluttur á mölina og hyggst setjast á skólabekk í haust. Hann ætlar jafnframt að stjórna rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður með harðri hendi gegnum tölvupóst. „Enda býr rokkstjórinn Jón Þór Þorleifsson líka hérna fyrir sunnan og við tveir getum bara sent skeyti vestur og látið aðra um að púla fyrir okkur.“ Mugison ætlar að fara í meistaranámið Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf í Listaháskólanum en það er kennt í samstarfi við fimm aðra tónlistarháskóla í Evrópu. „Upphaflega pælingin var að fara á listamannalaun og fara í hálfgerða einkaþjálfun á hljóðfærið sem ég bjó til. Þannig að ég sótti um en fékk ekki. Og þá var það bara plan B, ég gerði næstum copy/paste á listamannalauna-umsóknina og komst inn í skólann. Sem er náttúrlega áfellisdómur yfir íslenska skólakerfinu,“ segir Mugison og skellir upp úr. Hann ætlar að reyna að komast í gegnum námið án þess að fara á námslán, vill fjármagna námið eftir öðrum leiðum. „En ef næsta plata gengur illa þá mun ég fara á þau, alveg pottþétt,“ en hún kemur út 1. október og verða útgáfutónleikar af því tilefni í Fríkirkjunni. Mugison er ekki búinn að finna íbúð fyrir fjölskylduna en þau hafa fengið inni hjá góðum vini sínum á Grenimel í Vesturbæ Reykjavíkur þangað til. „Ég veit ekki hvar við verðum, skólinn er í miðbænum og mig langar mest af öllu að losa mig við bílinn. Það eina sem maður gerir hérna í Reykjavík er að sitja í bíl og skutla fólki hingað og þangað. Þannig að ætli ég endi ekki sem miðbæjarrotta.“ Örn er hins vegar ekki búinn að selja húsið fyrir vestan en hefur leigt það út í allan vetur. Flutningurinn á mölina mæltist misvel fyrir og Örn viðurkennir að pabbi sinn hafi haft uppi hávær mótmæli. „Tengdamamma bjó við hliðina á okkur og var svona amma „deluxe“ fyrir börnin og hún var heldur ekkert sátt. Mamma mín býr reyndar í bænum og ætlar að taka við þeim titli fyrir börnin þegar pabbinn fer að vera leiðinlegur.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira
Einn dáðasti sonur Vestfjarða, Örn Elías Guðmundsson eða Mugison, er fluttur á mölina og hyggst setjast á skólabekk í haust. Hann ætlar jafnframt að stjórna rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður með harðri hendi gegnum tölvupóst. „Enda býr rokkstjórinn Jón Þór Þorleifsson líka hérna fyrir sunnan og við tveir getum bara sent skeyti vestur og látið aðra um að púla fyrir okkur.“ Mugison ætlar að fara í meistaranámið Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf í Listaháskólanum en það er kennt í samstarfi við fimm aðra tónlistarháskóla í Evrópu. „Upphaflega pælingin var að fara á listamannalaun og fara í hálfgerða einkaþjálfun á hljóðfærið sem ég bjó til. Þannig að ég sótti um en fékk ekki. Og þá var það bara plan B, ég gerði næstum copy/paste á listamannalauna-umsóknina og komst inn í skólann. Sem er náttúrlega áfellisdómur yfir íslenska skólakerfinu,“ segir Mugison og skellir upp úr. Hann ætlar að reyna að komast í gegnum námið án þess að fara á námslán, vill fjármagna námið eftir öðrum leiðum. „En ef næsta plata gengur illa þá mun ég fara á þau, alveg pottþétt,“ en hún kemur út 1. október og verða útgáfutónleikar af því tilefni í Fríkirkjunni. Mugison er ekki búinn að finna íbúð fyrir fjölskylduna en þau hafa fengið inni hjá góðum vini sínum á Grenimel í Vesturbæ Reykjavíkur þangað til. „Ég veit ekki hvar við verðum, skólinn er í miðbænum og mig langar mest af öllu að losa mig við bílinn. Það eina sem maður gerir hérna í Reykjavík er að sitja í bíl og skutla fólki hingað og þangað. Þannig að ætli ég endi ekki sem miðbæjarrotta.“ Örn er hins vegar ekki búinn að selja húsið fyrir vestan en hefur leigt það út í allan vetur. Flutningurinn á mölina mæltist misvel fyrir og Örn viðurkennir að pabbi sinn hafi haft uppi hávær mótmæli. „Tengdamamma bjó við hliðina á okkur og var svona amma „deluxe“ fyrir börnin og hún var heldur ekkert sátt. Mamma mín býr reyndar í bænum og ætlar að taka við þeim titli fyrir börnin þegar pabbinn fer að vera leiðinlegur.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira