Kennarar á strandveiðar og sjómenn í kennslu? Páll Steingrímsson skrifar 27. ágúst 2011 06:00 Þú ert kannski kennari yfir vetrartímann og þig langar að fara á strandveiðar á sumrin. Það er auðvitað þess virði að það sé hægt. Menn geta farið á grásleppu á vorin og strandveiðar yfir sumarið. Þetta er viðbót við atvinnuflóruna. Þetta er engin rómantík, það sjá allir í hendi sér.“ Þessi ummæli Ólínu Þorvarðardóttur alþingismanns í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrr í sumar hafa setið í mér allt frá því ég heyrði þau fyrst. Snerist réttlætið í strandveiðunum þá eftir allt saman um þetta? Að færa opinberum starfsmönnum og öðrum launauppbót í sumarleyfinu á kostnað þeirra sem hafa lifibrauð sitt af störfum við sjávarútveg allan ársins hring? Með strandveiðum afhentu svokallaðir fulltrúar réttlætisins á Alþingi fólki úr öllum mögulegum starfsstéttum 8.600 tonn af verðmætustu fisktegundum okkar án endurgjalds. Á sama tíma var úthald fjölmargra fiskiskipa stytt vegna samdráttar í aflaheimildum vegna strandveiðanna. Þannig var togarinn Björgúlfur frá Dalvík, þar sem ég starfaði einu sinni, aðeins gerður út í átta daga í maí, níu daga í júní og tólf í júlí. Þetta er nú atvinnusköpun í lagi! Störfin og tekjurnar teknar af einum hópi til þess eins að færa öðrum. Í réttlæti Ólínu hlýtur eitt yfir alla að ganga. Í röðum sjómanna eru einstaklingar sem hafa lokið kennaramenntun eða hafa réttindi sem leiðbeinendur. Þegar illa viðrar til sjósóknar í vetur gætu þeir bankað upp á í skólum landsins og falast eftir ígripavinnu við kennslu og að sjálfsögðu með tilheyrandi launalækkun hjá öðrum kennurum. Þeir gætu líka sagt börnunum reynslusögur úr starfinu og lýst því hversu gaman það er að vera á sjó í góðu veðri. Væri það ekki gráupplögð leið til þess að auka við atvinnuflóruna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Þú ert kannski kennari yfir vetrartímann og þig langar að fara á strandveiðar á sumrin. Það er auðvitað þess virði að það sé hægt. Menn geta farið á grásleppu á vorin og strandveiðar yfir sumarið. Þetta er viðbót við atvinnuflóruna. Þetta er engin rómantík, það sjá allir í hendi sér.“ Þessi ummæli Ólínu Þorvarðardóttur alþingismanns í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrr í sumar hafa setið í mér allt frá því ég heyrði þau fyrst. Snerist réttlætið í strandveiðunum þá eftir allt saman um þetta? Að færa opinberum starfsmönnum og öðrum launauppbót í sumarleyfinu á kostnað þeirra sem hafa lifibrauð sitt af störfum við sjávarútveg allan ársins hring? Með strandveiðum afhentu svokallaðir fulltrúar réttlætisins á Alþingi fólki úr öllum mögulegum starfsstéttum 8.600 tonn af verðmætustu fisktegundum okkar án endurgjalds. Á sama tíma var úthald fjölmargra fiskiskipa stytt vegna samdráttar í aflaheimildum vegna strandveiðanna. Þannig var togarinn Björgúlfur frá Dalvík, þar sem ég starfaði einu sinni, aðeins gerður út í átta daga í maí, níu daga í júní og tólf í júlí. Þetta er nú atvinnusköpun í lagi! Störfin og tekjurnar teknar af einum hópi til þess eins að færa öðrum. Í réttlæti Ólínu hlýtur eitt yfir alla að ganga. Í röðum sjómanna eru einstaklingar sem hafa lokið kennaramenntun eða hafa réttindi sem leiðbeinendur. Þegar illa viðrar til sjósóknar í vetur gætu þeir bankað upp á í skólum landsins og falast eftir ígripavinnu við kennslu og að sjálfsögðu með tilheyrandi launalækkun hjá öðrum kennurum. Þeir gætu líka sagt börnunum reynslusögur úr starfinu og lýst því hversu gaman það er að vera á sjó í góðu veðri. Væri það ekki gráupplögð leið til þess að auka við atvinnuflóruna?
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar