Kennarar á strandveiðar og sjómenn í kennslu? Páll Steingrímsson skrifar 27. ágúst 2011 06:00 Þú ert kannski kennari yfir vetrartímann og þig langar að fara á strandveiðar á sumrin. Það er auðvitað þess virði að það sé hægt. Menn geta farið á grásleppu á vorin og strandveiðar yfir sumarið. Þetta er viðbót við atvinnuflóruna. Þetta er engin rómantík, það sjá allir í hendi sér.“ Þessi ummæli Ólínu Þorvarðardóttur alþingismanns í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrr í sumar hafa setið í mér allt frá því ég heyrði þau fyrst. Snerist réttlætið í strandveiðunum þá eftir allt saman um þetta? Að færa opinberum starfsmönnum og öðrum launauppbót í sumarleyfinu á kostnað þeirra sem hafa lifibrauð sitt af störfum við sjávarútveg allan ársins hring? Með strandveiðum afhentu svokallaðir fulltrúar réttlætisins á Alþingi fólki úr öllum mögulegum starfsstéttum 8.600 tonn af verðmætustu fisktegundum okkar án endurgjalds. Á sama tíma var úthald fjölmargra fiskiskipa stytt vegna samdráttar í aflaheimildum vegna strandveiðanna. Þannig var togarinn Björgúlfur frá Dalvík, þar sem ég starfaði einu sinni, aðeins gerður út í átta daga í maí, níu daga í júní og tólf í júlí. Þetta er nú atvinnusköpun í lagi! Störfin og tekjurnar teknar af einum hópi til þess eins að færa öðrum. Í réttlæti Ólínu hlýtur eitt yfir alla að ganga. Í röðum sjómanna eru einstaklingar sem hafa lokið kennaramenntun eða hafa réttindi sem leiðbeinendur. Þegar illa viðrar til sjósóknar í vetur gætu þeir bankað upp á í skólum landsins og falast eftir ígripavinnu við kennslu og að sjálfsögðu með tilheyrandi launalækkun hjá öðrum kennurum. Þeir gætu líka sagt börnunum reynslusögur úr starfinu og lýst því hversu gaman það er að vera á sjó í góðu veðri. Væri það ekki gráupplögð leið til þess að auka við atvinnuflóruna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þú ert kannski kennari yfir vetrartímann og þig langar að fara á strandveiðar á sumrin. Það er auðvitað þess virði að það sé hægt. Menn geta farið á grásleppu á vorin og strandveiðar yfir sumarið. Þetta er viðbót við atvinnuflóruna. Þetta er engin rómantík, það sjá allir í hendi sér.“ Þessi ummæli Ólínu Þorvarðardóttur alþingismanns í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrr í sumar hafa setið í mér allt frá því ég heyrði þau fyrst. Snerist réttlætið í strandveiðunum þá eftir allt saman um þetta? Að færa opinberum starfsmönnum og öðrum launauppbót í sumarleyfinu á kostnað þeirra sem hafa lifibrauð sitt af störfum við sjávarútveg allan ársins hring? Með strandveiðum afhentu svokallaðir fulltrúar réttlætisins á Alþingi fólki úr öllum mögulegum starfsstéttum 8.600 tonn af verðmætustu fisktegundum okkar án endurgjalds. Á sama tíma var úthald fjölmargra fiskiskipa stytt vegna samdráttar í aflaheimildum vegna strandveiðanna. Þannig var togarinn Björgúlfur frá Dalvík, þar sem ég starfaði einu sinni, aðeins gerður út í átta daga í maí, níu daga í júní og tólf í júlí. Þetta er nú atvinnusköpun í lagi! Störfin og tekjurnar teknar af einum hópi til þess eins að færa öðrum. Í réttlæti Ólínu hlýtur eitt yfir alla að ganga. Í röðum sjómanna eru einstaklingar sem hafa lokið kennaramenntun eða hafa réttindi sem leiðbeinendur. Þegar illa viðrar til sjósóknar í vetur gætu þeir bankað upp á í skólum landsins og falast eftir ígripavinnu við kennslu og að sjálfsögðu með tilheyrandi launalækkun hjá öðrum kennurum. Þeir gætu líka sagt börnunum reynslusögur úr starfinu og lýst því hversu gaman það er að vera á sjó í góðu veðri. Væri það ekki gráupplögð leið til þess að auka við atvinnuflóruna?
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar