Lífið

Forbes velur áhrifamestu konurnar

Oprah Winfrey hefur töluverð áhrif á heiminn þrátt fyrir að vera horfin af skjánum í bili.
Oprah Winfrey hefur töluverð áhrif á heiminn þrátt fyrir að vera horfin af skjánum í bili.
11. sætiðLady Gaga er áhrifamesta konan innan skemmtanabransans ef marka má tímaritið Forbes.
Tímaritið Forbes hefur tekið saman lista yfir 100 áhrifamestu konurnar í heiminum. Á listanum er að finna bæði nöfn úr stjórnmálum og skemmtanabransanum.

Michelle Obama, Lady Gaga og Oprah Winfrey eiga það sameiginlegt að vera allar í topp 20 sætunum yfir áhrifamestu konur heims sem bandaríska tímaritið Forbes tók saman.

Í fyrsta sæti listans er Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og fast á hæla hennar kemur Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Forsetafrúin Michelle Obama er einnig í einu af fyrstu tíu sætunum.

Tónlistarkonan Lady Gaga smellir sér í 11. sæti listans og með 12 milljónir fylgjenda á Twitter og 36 milljónir aðdáenda á Facebook er Lady Gaga því áhrifamesta konan innan skemmtanabransans.

Oprah Winfrey er í 14. sæti listans en hún nýtur ennþá töluverðra vinsælda þrátt fyrir að vera horfin af skjánum í bili. Beyoncé vermir 16. sætið og í 60. sæti situr eina ofurfyrirsæta listans, Gisele Bündchen.

8. sætið Forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, vekur athygli hvert sem hún fer.
1. sætiðAngela Merkel, kanslari Þýskalands, er áhrifamesta konan í heimnum.
2. sætiðHillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nálægt toppnum.Nordicphotos/getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×