Lífið

Leggja konum lið

Þorsteinn Bachmann og Gagga Jónsdóttir leggja UN Women lið með því að framleiða innslög sem sýnd eru á eftir þáttunum Women on the Frontline á mánudögum.fréttablaðið/anton
Þorsteinn Bachmann og Gagga Jónsdóttir leggja UN Women lið með því að framleiða innslög sem sýnd eru á eftir þáttunum Women on the Frontline á mánudögum.fréttablaðið/anton
Samtökin UN Women skipuleggja Fiðrildaviku sem fram fer um miðjan september. Markmið átaksins er að hvetja Íslendinga til að standa með „systrum“ sínum í fátækustu löndum heims. Þetta er í annað sinn sem Fiðrildavikan er haldin, en hún fór fyrst fram árið 2008 og söfnuðust þá um hundrað milljónir króna.

Í tilefni átaksins hefur Sjónvarpið hafið sýningar á þáttunum Women on the Frontline sem fjalla um ólíkar birtingarmyndir ofbeldis gegn konum. Eftir þættina, sem sýndir eru á hverjum mánudegi fram að Fiðrildaviku, eru sýnd stutt innslög sem unnin eru af Þorsteini Bachmann leikara og eiginkonu hans, Göggu Jónsdóttur.

„Okkur finnst þessi málstaður mikilvægur og áttum að auki lausa stund, þannig við ákváðum að slá til og leggja málefninu lið. Það er mikilvægt að konur alls staðar njóti frelsis til að njóta þeirra tækifæra sem lífið hefur upp á að bjóða. Ef það er eitt vandamál sem heimurinn ætti að leysa þá er það þetta,“ segir Þorsteinn þegar hann er spurður af hverju hann og Gagga hafi tekið verkefnið að sér.

Allir þeir listamenn sem unnu að innslögunum gáfu vinnu sína og segir Þorsteinn að allir hafi verið reiðubúnir til að leggja málinu lið. Einnig er í bígerð „viral video“ með Steinda Jr. en myndbandið mun flakka um netheima innan skamms.- sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×