Höfundur Ísfólksins hjólar í Ríkissjónvarpið 27. ágúst 2011 11:00 Margit Sandemo rithöfundur er ósátt við nafnið á nýjum sjónvarpsþætti Ragnhildar Steinunnar sem nefnist Ísfólkið. Hún vill að RÚV breyti nafninu og Páll Magnússon útvarpsstjóri segir málið vera í skoðun. „Margit Sandemo og fjölskylda hennar fengu veður af þessari nafngift og hafa óskað eftir því að RÚV breyti þessu. Enda á hún þetta nafn," segir Sigrún Halldórsdóttir, bókaútgefandi í Kaupmannahöfn. Hún gefur út bækur norska höfundarins Margit Sandemo, en þeirra á meðal eru hinar vinsælu Ísfólksbækur sem selst hafa í milljónum eintaka. Norska skáldið er hins vegar ekki sátt við nafnið á nýjum þætti Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur, sem heitir einmitt Ísfólkið, og vill að RÚV breyti þessu hið snarasta. Sigrún segir að hún hafi þegar leitað til Félags íslenskra bókaútgefanda með þetta mál og hún ætlar að fara með það alla leið ef þörf krefur. „Ég er einfaldlega skuldbundin til þess. Það er hluti af okkar samningi við hana að við verndum hennar hugverk fyrir svona stuldi," segir Sigrún, sem hyggst í framhaldinu sækja um einkaleyfi á nafninu Ísfólkið.„Svona hlutir þekkjast ekki í Danmörku en þetta er í annað sinn sem ég stend í svona stappi á Íslandi," bætir Sigrún við og rifjar upp að fyrir tveimur árum hafi verið gerðar upptækar bækur eftir Sandemo sem prentaðar voru í leyfisleysi á lélega prentvél og seldar í Kolaportinu. „Fólk verður að fá að eiga sín hugverk í friði og Ísfólkið er nafn sem flestir tengja við Sandemo." Í Ísfólkinu hittir Ragnhildur Steinunn unga íslenska eldhuga sem hafa skarað fram úr, hver á sínu sviði. Meðal gesta eru Gunnar Nelson bardagakappi og leikararnir Anita Briem og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Þættirnir hefja göngu sína á fimmtudagskvöld. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir málið vera í skoðun innan veggja RÚV. „Við erum að kanna þetta, annars vegar hver lögformlega hliðin á málinu er og hins vegar hvert sanngirnissjónarmiðið er. Menn hljóta að þurfa að velta því fyrir sér hvort bækurnar hljóti tjón af því að sjónvarpsþáttur nefnist þessu nafni. Við viljum ekki brjóta nein lög heldur ætlum einfaldlega að leggja mat á hversu gild þessi sjónarmið eru og síðan tökum við í framhaldinu afstöðu til þess hvort ástæða sé til að breyta nafninu," segir Páll. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
„Margit Sandemo og fjölskylda hennar fengu veður af þessari nafngift og hafa óskað eftir því að RÚV breyti þessu. Enda á hún þetta nafn," segir Sigrún Halldórsdóttir, bókaútgefandi í Kaupmannahöfn. Hún gefur út bækur norska höfundarins Margit Sandemo, en þeirra á meðal eru hinar vinsælu Ísfólksbækur sem selst hafa í milljónum eintaka. Norska skáldið er hins vegar ekki sátt við nafnið á nýjum þætti Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur, sem heitir einmitt Ísfólkið, og vill að RÚV breyti þessu hið snarasta. Sigrún segir að hún hafi þegar leitað til Félags íslenskra bókaútgefanda með þetta mál og hún ætlar að fara með það alla leið ef þörf krefur. „Ég er einfaldlega skuldbundin til þess. Það er hluti af okkar samningi við hana að við verndum hennar hugverk fyrir svona stuldi," segir Sigrún, sem hyggst í framhaldinu sækja um einkaleyfi á nafninu Ísfólkið.„Svona hlutir þekkjast ekki í Danmörku en þetta er í annað sinn sem ég stend í svona stappi á Íslandi," bætir Sigrún við og rifjar upp að fyrir tveimur árum hafi verið gerðar upptækar bækur eftir Sandemo sem prentaðar voru í leyfisleysi á lélega prentvél og seldar í Kolaportinu. „Fólk verður að fá að eiga sín hugverk í friði og Ísfólkið er nafn sem flestir tengja við Sandemo." Í Ísfólkinu hittir Ragnhildur Steinunn unga íslenska eldhuga sem hafa skarað fram úr, hver á sínu sviði. Meðal gesta eru Gunnar Nelson bardagakappi og leikararnir Anita Briem og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Þættirnir hefja göngu sína á fimmtudagskvöld. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir málið vera í skoðun innan veggja RÚV. „Við erum að kanna þetta, annars vegar hver lögformlega hliðin á málinu er og hins vegar hvert sanngirnissjónarmiðið er. Menn hljóta að þurfa að velta því fyrir sér hvort bækurnar hljóti tjón af því að sjónvarpsþáttur nefnist þessu nafni. Við viljum ekki brjóta nein lög heldur ætlum einfaldlega að leggja mat á hversu gild þessi sjónarmið eru og síðan tökum við í framhaldinu afstöðu til þess hvort ástæða sé til að breyta nafninu," segir Páll. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira