Verður aldrei FM-afinn 29. ágúst 2011 09:00 Er ekki að fara Svali hefur verið að í tuttugu ár sem útvarpsmaður, þar af nítján ár á FM 957. Hann segir ekkert fararsnið vera á sér þótt hann ætli ekki að enda sem FM-afinn. Svali var eitt ár á Rás 2 þar sem málfarsráðunautur RÚV fylgdist grannt með því hvort hann notaði nokkuð orðið „hæ“ og „bæ“. Hér er Svali með þeim Jóni Gústafssyni, Lísu Pálsdóttur, Fjalari Sigurðssyni og Hermanni Gunnarssyni.Fréttablaðið/Anton „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegur tími. Og ég sé ekki fram á að hætta þessu á næstunni,“ segir útvarpsmaðurinn Sigvaldi Kaldalóns, betur þekktur sem Svali á FM 957. Í gær fagnaði Svali merkum tímamótum í sínu lífi því þá voru liðin tuttugu ár frá því að hann fór að vinna fyrir sér sem útvarpsmaður þrátt fyrir að hafa orðið aðeins 37 ára í apríl á þessu ári. Af þessum tuttugu árum hefur hann verið nítján ár á FM 957. „Ég byrjaði mjög ungur að vinna við útvarp en besti dagurinn í útvarpsmennskunni var án nokkurs vafa þegar ég fékk símtalið frá þáverandi eiganda FM og hann tilkynnti mér að ég hefði fengið starfið.“ Um það leyti sem Svali var að hefja störf á öldum ljósvakans var starfsumhverfi útvarpsstöðva mjög erfitt og Svali eyddi því einu ári á Rás 2. „Það var mjög lærdómsríkur tími. Ég fékk meðal annars að stjórna landafræði-spurningaþætti og var undir smásjánni hjá málfarsráðunaut RÚV. Ég mátti til að mynda ekki segja „hæ“ og „bæ“ heldur varð að segja „halló“ og „bless“,“ rifjar Svali upp. Svali gerir sér fyllilega grein fyrir því að hann sé ekki að verða neitt yngri. Og þrátt fyrir að það væri ekki neitt fararsnið á honum núna þá reiknaði hann ekki með vera tuttugu ár í viðbót og enda sem FM-afinn. „En ég verð pottþétt í fjölmiðlum áfram. Maður hefur auðvitað stundum velt því fyrir sér að hætta og gera eitthvað annað en þegar maður hefur verið smitaður af fjölmiðlabakteríunni þá er mjög erfitt að standa upp og segja skilið við þetta starf.“ FM 957 hefur alltaf notið mikilla vinsælda hjá ungu kynslóðinni og hefur lagt sig fram við að spila vinsælustu tónlistina hverju sinni. En útvarpsstöðin hefur síður en svo verið allra og Svali segir hana hafa orðið fyrir mjög miklum fordómum. „Sum gagnrýnin hefur alveg átt rétt á sér en annað ekki. Við höfum bara alltaf haft gaman af því að vera til og lifa fyrir daginn í dag.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira
„Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegur tími. Og ég sé ekki fram á að hætta þessu á næstunni,“ segir útvarpsmaðurinn Sigvaldi Kaldalóns, betur þekktur sem Svali á FM 957. Í gær fagnaði Svali merkum tímamótum í sínu lífi því þá voru liðin tuttugu ár frá því að hann fór að vinna fyrir sér sem útvarpsmaður þrátt fyrir að hafa orðið aðeins 37 ára í apríl á þessu ári. Af þessum tuttugu árum hefur hann verið nítján ár á FM 957. „Ég byrjaði mjög ungur að vinna við útvarp en besti dagurinn í útvarpsmennskunni var án nokkurs vafa þegar ég fékk símtalið frá þáverandi eiganda FM og hann tilkynnti mér að ég hefði fengið starfið.“ Um það leyti sem Svali var að hefja störf á öldum ljósvakans var starfsumhverfi útvarpsstöðva mjög erfitt og Svali eyddi því einu ári á Rás 2. „Það var mjög lærdómsríkur tími. Ég fékk meðal annars að stjórna landafræði-spurningaþætti og var undir smásjánni hjá málfarsráðunaut RÚV. Ég mátti til að mynda ekki segja „hæ“ og „bæ“ heldur varð að segja „halló“ og „bless“,“ rifjar Svali upp. Svali gerir sér fyllilega grein fyrir því að hann sé ekki að verða neitt yngri. Og þrátt fyrir að það væri ekki neitt fararsnið á honum núna þá reiknaði hann ekki með vera tuttugu ár í viðbót og enda sem FM-afinn. „En ég verð pottþétt í fjölmiðlum áfram. Maður hefur auðvitað stundum velt því fyrir sér að hætta og gera eitthvað annað en þegar maður hefur verið smitaður af fjölmiðlabakteríunni þá er mjög erfitt að standa upp og segja skilið við þetta starf.“ FM 957 hefur alltaf notið mikilla vinsælda hjá ungu kynslóðinni og hefur lagt sig fram við að spila vinsælustu tónlistina hverju sinni. En útvarpsstöðin hefur síður en svo verið allra og Svali segir hana hafa orðið fyrir mjög miklum fordómum. „Sum gagnrýnin hefur alveg átt rétt á sér en annað ekki. Við höfum bara alltaf haft gaman af því að vera til og lifa fyrir daginn í dag.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira