Friðrik V hættur á Kexinu 31. ágúst 2011 14:00 Pétur Hafliði Marteinsson segir engin leiðindi vera á bak við brotthvarf Friðriks V af Kexinu en hann er hættur að kokka á veitingastað gistiheimilisins. Hér eru þeir Pétur og Kristinn Vilbergsson ásamt Friðriki V þegar Kexið opnaði.Fréttablaðið/Valli „Það er engin dramatík í kringum þetta, við ætluðum alltaf að hafa þetta samstarf svona,“ segir Pétur Hafliði Marteinsson, einn eigenda veitinga- og gistihússins KEX. Matreiðslumaðurinn Friðrik Valur Karlsson, eða Friðrik V, er hættur að elda í eldhúsi staðarins. Pétur segir matreiðslumanninn munu verða þeim innan handar við gerð matseðla. „Hann er algjör snillingur í að tala um mat og þessi ákvörðun var sameiginleg.“ Pétur segir að þeir ætli sér að ná enn betri tökum á svokölluðum kráarmat og að Friðrik verði þeim innan handar í þeirri nálgun. Matreiðslumaðurinn Tóti, sem áður var kokkur á Hótel Rangá og Einari Ben., hefur nú tekið við keflinu af Friðriki en Pétur tekur fram að ekki verði mikilla breytinga að vænta þrátt fyrir brotthvarf Friðriks. Fréttablaðið reyndi að ná í Friðrik í gær en án árangurs. KEX Hostel hefur farið ákaflega vel af stað, gistiheimilið hefur verið þétt setið og þá hefur barinn slegið í gegn. „Þetta hefur gengið mjög vel og við hefðum bara ekki viljað hafa þetta betra,“ segir Pétur en athygli hefur vakið að stjörnurnar sem sinntu barþjónahlutverkinu fyrr á þessu ári eru flestar flognar á braut. „Rúnar Freyr var náttúrlega bara æskuvinur minn, við bjuggum í sömu blokkinni í Breiðholtinu og hann er núna byrjaður að æfa aftur fyrir eitthvert hlutverk. Björn Ingi Hilmarsson er síðan farinn aftur til Svíþjóðar þar sem hann býr. Við erum því bara búnir að ráða fólk í þeirra stað.“- fgg Lífið Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
„Það er engin dramatík í kringum þetta, við ætluðum alltaf að hafa þetta samstarf svona,“ segir Pétur Hafliði Marteinsson, einn eigenda veitinga- og gistihússins KEX. Matreiðslumaðurinn Friðrik Valur Karlsson, eða Friðrik V, er hættur að elda í eldhúsi staðarins. Pétur segir matreiðslumanninn munu verða þeim innan handar við gerð matseðla. „Hann er algjör snillingur í að tala um mat og þessi ákvörðun var sameiginleg.“ Pétur segir að þeir ætli sér að ná enn betri tökum á svokölluðum kráarmat og að Friðrik verði þeim innan handar í þeirri nálgun. Matreiðslumaðurinn Tóti, sem áður var kokkur á Hótel Rangá og Einari Ben., hefur nú tekið við keflinu af Friðriki en Pétur tekur fram að ekki verði mikilla breytinga að vænta þrátt fyrir brotthvarf Friðriks. Fréttablaðið reyndi að ná í Friðrik í gær en án árangurs. KEX Hostel hefur farið ákaflega vel af stað, gistiheimilið hefur verið þétt setið og þá hefur barinn slegið í gegn. „Þetta hefur gengið mjög vel og við hefðum bara ekki viljað hafa þetta betra,“ segir Pétur en athygli hefur vakið að stjörnurnar sem sinntu barþjónahlutverkinu fyrr á þessu ári eru flestar flognar á braut. „Rúnar Freyr var náttúrlega bara æskuvinur minn, við bjuggum í sömu blokkinni í Breiðholtinu og hann er núna byrjaður að æfa aftur fyrir eitthvert hlutverk. Björn Ingi Hilmarsson er síðan farinn aftur til Svíþjóðar þar sem hann býr. Við erum því bara búnir að ráða fólk í þeirra stað.“- fgg
Lífið Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira