Áfengislaus tónleikaröð Arnars 31. ágúst 2011 12:00 Tónleikaröð Arnars Eggerts Thoroddsen á þriðjudagskvöldum verður áfengislaus. Kaffi, kökur & rokk & ról nefnist ný tónleikaröð sem hefst í Vonar-húsi SÁÁ þriðjudaginn 6. september. Fram koma Benni Hemm Hemm og Prins Póló. Benedikt Hermann Hermannsson er fluttur til Íslands eftir þriggja ára búsetu í Skotlandi og hlakkar mikið til að koma fram. „Hún lítur vel út þessi tónleikaröð og það er alltaf gaman að spila fyrir edrú fólk. Það verður afslappaðri stemning sem er alltaf mjög skemmtilegt,“ segir Benni, sem er að fara aftur í gang með hljómsveitina sína. Hún ætlar að spila mánaðarlega á Faktorý og verða næstu tónleikar þar 21. september. Blaðamaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen er dagskrárstjóri tónleikaraðarinnar Hann fór í gang með verkefnið eftir að hafa fengið símtal frá Gunnari Smára Egilssyni, formanni SÁÁ. „Gunnar Smári hringdi í mig í sumar og bað mig um að sjá um þessa röð fyrir SÁÁ. Ég gerði það með glöðu geði enda á ég þessum samtökum líf mitt að þakka,“ segir Arnar Eggert, sem hefur verið edrú í eitt og hálft ár. Tónleikaröðin, sem verður á þriðjudögum, verður haldin stundvíslega frá 20 til 22 og kaffi og kökur verða á boðstólum. Að sjálfsögðu verður áfengi hvergi nærri. „Það sem við erum að reyna með þessu er að búa til tónleikaröð sem snýst um tónleika, eins barnalega og það hljómar,“ segir Arnar Eggert. „Þetta á að vera eitthvað fyrir sælkerann, að hann geti komið í upphafi viku, og notið tónlistarinnar án þess að eyða fimm til sex tímum af dýrmætum helgartíma í það.“ Á meðal annarra flytjenda sem hafa boðað komu sína eru Mugison, Jónas Sig, Agent Fresco, Lára, Skálmöld og Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar. - fb Lífið Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
Kaffi, kökur & rokk & ról nefnist ný tónleikaröð sem hefst í Vonar-húsi SÁÁ þriðjudaginn 6. september. Fram koma Benni Hemm Hemm og Prins Póló. Benedikt Hermann Hermannsson er fluttur til Íslands eftir þriggja ára búsetu í Skotlandi og hlakkar mikið til að koma fram. „Hún lítur vel út þessi tónleikaröð og það er alltaf gaman að spila fyrir edrú fólk. Það verður afslappaðri stemning sem er alltaf mjög skemmtilegt,“ segir Benni, sem er að fara aftur í gang með hljómsveitina sína. Hún ætlar að spila mánaðarlega á Faktorý og verða næstu tónleikar þar 21. september. Blaðamaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen er dagskrárstjóri tónleikaraðarinnar Hann fór í gang með verkefnið eftir að hafa fengið símtal frá Gunnari Smára Egilssyni, formanni SÁÁ. „Gunnar Smári hringdi í mig í sumar og bað mig um að sjá um þessa röð fyrir SÁÁ. Ég gerði það með glöðu geði enda á ég þessum samtökum líf mitt að þakka,“ segir Arnar Eggert, sem hefur verið edrú í eitt og hálft ár. Tónleikaröðin, sem verður á þriðjudögum, verður haldin stundvíslega frá 20 til 22 og kaffi og kökur verða á boðstólum. Að sjálfsögðu verður áfengi hvergi nærri. „Það sem við erum að reyna með þessu er að búa til tónleikaröð sem snýst um tónleika, eins barnalega og það hljómar,“ segir Arnar Eggert. „Þetta á að vera eitthvað fyrir sælkerann, að hann geti komið í upphafi viku, og notið tónlistarinnar án þess að eyða fimm til sex tímum af dýrmætum helgartíma í það.“ Á meðal annarra flytjenda sem hafa boðað komu sína eru Mugison, Jónas Sig, Agent Fresco, Lára, Skálmöld og Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar. - fb
Lífið Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira