Þrjár plötur og tveir söngleikir á árinu 31. ágúst 2011 07:00 Eyþór Ingi hefur unnið við þrjár nýjar plötur að undanförnu. Tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson hefur unnið að gerð þriggja ólíkra hljómplatna að undanförnu og hefur því haft í nógu að snúast. Aðspurður segir hann það ekkert trufla sig að vera með marga bolta á lofti í einu. „Ég held að þetta sé skemmtilegra svona. Það eru minni líkur á að maður staðni í einhverju formi. Ég hef ekki áhuga á því,“ segir Eyþór Ingi, sem sló í gegn í þáttunum Bandið hans Bubba. Hann sendi nýlega frá sér lagið „Þá kem ég heim“ sem er fáanlegt á Tónlist.is. Það verður að finna á fyrstu sólóplötu hans sem kemur að öllum líkindum út fyrir jólin. Hinar plöturnar tvær eru frumburður proggsveitarinnar Eldbergs, sem er nýkominn út, og nýjasta plata Todmobile þar sem Eyþór Ingi er orðinn fullgildur meðlimur. „Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt ævintýri,“ segir hann um tímann með Todmobile. Auk vinnunnar við plöturnar þrjár hefur hann tekið þátt í tveimur söngleikjum á árinu. Fyrst í Rocky Horror og síðan í Hárinu sem verður sýnt áfram í Hörpunni í september. „Ég reyni að lifa á því að gera alltaf eitthvað nýtt, alveg sama hvað það er. Mér þykir vænt um öll verkefnin sem ég tek að mér en þetta sameinast allt í einu hjarta sem er þetta sólóalbúm sem er á leiðinni,“ segir hann. Nýjustu fregnir af Eyþóri Inga og verkefnum hans má sjá á síðunni Facebook.com/eythoringimusic. -fb Lífið Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson hefur unnið að gerð þriggja ólíkra hljómplatna að undanförnu og hefur því haft í nógu að snúast. Aðspurður segir hann það ekkert trufla sig að vera með marga bolta á lofti í einu. „Ég held að þetta sé skemmtilegra svona. Það eru minni líkur á að maður staðni í einhverju formi. Ég hef ekki áhuga á því,“ segir Eyþór Ingi, sem sló í gegn í þáttunum Bandið hans Bubba. Hann sendi nýlega frá sér lagið „Þá kem ég heim“ sem er fáanlegt á Tónlist.is. Það verður að finna á fyrstu sólóplötu hans sem kemur að öllum líkindum út fyrir jólin. Hinar plöturnar tvær eru frumburður proggsveitarinnar Eldbergs, sem er nýkominn út, og nýjasta plata Todmobile þar sem Eyþór Ingi er orðinn fullgildur meðlimur. „Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt ævintýri,“ segir hann um tímann með Todmobile. Auk vinnunnar við plöturnar þrjár hefur hann tekið þátt í tveimur söngleikjum á árinu. Fyrst í Rocky Horror og síðan í Hárinu sem verður sýnt áfram í Hörpunni í september. „Ég reyni að lifa á því að gera alltaf eitthvað nýtt, alveg sama hvað það er. Mér þykir vænt um öll verkefnin sem ég tek að mér en þetta sameinast allt í einu hjarta sem er þetta sólóalbúm sem er á leiðinni,“ segir hann. Nýjustu fregnir af Eyþóri Inga og verkefnum hans má sjá á síðunni Facebook.com/eythoringimusic. -fb
Lífið Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira