Tollar standa í vegi fyrir kjötinnflutningi 31. ágúst 2011 04:00 Kjötskorturinn í sumar virðist hafa verið einna mestur þegar kemur að nautakjöti. Hvers konar tollar takmarka innflutning á kjöti? Fréttir af kjötskorti í verslunum hafa reglulega birst í fjölmiðlum í sumar. Í gær sagði Fréttablaðið svo frá veitingastöðum sem hafa þurft að taka rétti af matseðlum sínum vegna lítillar innlendrar framleiðslu og hárra tolla á innfluttu kjöti. Nokkuð háir tollar eru lagðir á flestar landbúnaðarafurðir á Íslandi. Tollar valda því að verð á markaði hækkar sem er slæmt fyrir neytendur en gagnast framleiðendum. Ábati framleiðenda er þó minni en tap neytenda. Í tilfelli kjöts og kjötvara bera þær tvenns konar tolla. Er þar um að ræða verðtoll sem er ákveðin prósenta af verði vörunnar og magntoll sem er föst upphæð sem leggst á hverja innflutta einingu. Á kjöti og kjötvörum er verðtollurinn 18 prósent á vörur frá Evrópusambandinu (ESB) en 30 prósent á vörur frá öðrum svæðum. Magntollurinn er hins vegar ólíkur eftir vörum. Hæstur er hann á nautalundir frá landi utan ESB eða 1.462 krónur á kílóið. Til samanburðar leggst 510 króna magntollur á kíló af hökkuðu nautakjöti, 382 króna tollur á kílóið af lambalæri og 499 króna tollur á kíló af beinlausu, sneiddu kjúklingakjöti. Auk verð- og magntolls leggst síðan vægt úrvinnslugjald á innfluttar vörur. Þá leggst vitaskuld virðisaukaskattur á innfluttar matvörur rétt eins og innlendar. Með hinum almennu tollum á kjötvörur er þó ekki öll sagan sögð. Ísland gerðist árið 1995 aðili að GATT-samningnum svokallaða á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). GATT-samningurinn skuldbatt Ísland til að hleypa litlu magni búvara inn á innlendan markað með lægri tollum en almennt tíðkast. Markmiðið með þessum tollkvótum var að auka samkeppni á markaði með búvörur og stuðla þannig að lægra verði fyrir neytendur. Það markmið hefur hins vegar trauðla náðst. Fyrir það fyrsta hafa kvótar sem leyft hafa slíkan innflutning verið boðnir út til hæstbjóðanda sem gerir það að verkum að sá sparnaður sem af lágu tollunum hlýst rennur að stærstu leyti til hins opinbera. Í öðru lagi var fyrirkomulagi þessara „lægri“ tolla breytt árið 2009. Lengst af voru þetta magntollar þar sem föst krónutala var lögð á hvert kíló. Árið 2009 breytti hins vegar Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra fyrirkomulagi og eru þetta nú verðtollar. Við breytinguna hækkuðu tollarnir. Raunar svo mikið að í mörgum tilfellum er dýrara að flytja inn vörur á undanþágunni en vörur sem lagðir eru á almennir tollar. Umboðsmaður Alþingis hefur að vísu gert athugasemd við heimild ráðherra til þessa gjörnings. Starfshópur fjögurra ráðuneyta skoðar nú hvernig bregðast skuli við áliti embættisins. Utan GATT-undanþágunnar hefur í sumar verið opnað fyrir innflutning á nautakjöti á lækkuðum tollum. Rennur heimild til þess út 30. september en hefur verið í gildi frá 10. júní. Þessi heimild hefur þó verið gagnrýnd fyrir að gilda einungis í skamman tíma á þeim forsendum að ansi tímafrekt sé að fá leyfi fyrir innflutning og að uppfylla þau skilyrði sem um innflutning gilda. magnusl@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Hvers konar tollar takmarka innflutning á kjöti? Fréttir af kjötskorti í verslunum hafa reglulega birst í fjölmiðlum í sumar. Í gær sagði Fréttablaðið svo frá veitingastöðum sem hafa þurft að taka rétti af matseðlum sínum vegna lítillar innlendrar framleiðslu og hárra tolla á innfluttu kjöti. Nokkuð háir tollar eru lagðir á flestar landbúnaðarafurðir á Íslandi. Tollar valda því að verð á markaði hækkar sem er slæmt fyrir neytendur en gagnast framleiðendum. Ábati framleiðenda er þó minni en tap neytenda. Í tilfelli kjöts og kjötvara bera þær tvenns konar tolla. Er þar um að ræða verðtoll sem er ákveðin prósenta af verði vörunnar og magntoll sem er föst upphæð sem leggst á hverja innflutta einingu. Á kjöti og kjötvörum er verðtollurinn 18 prósent á vörur frá Evrópusambandinu (ESB) en 30 prósent á vörur frá öðrum svæðum. Magntollurinn er hins vegar ólíkur eftir vörum. Hæstur er hann á nautalundir frá landi utan ESB eða 1.462 krónur á kílóið. Til samanburðar leggst 510 króna magntollur á kíló af hökkuðu nautakjöti, 382 króna tollur á kílóið af lambalæri og 499 króna tollur á kíló af beinlausu, sneiddu kjúklingakjöti. Auk verð- og magntolls leggst síðan vægt úrvinnslugjald á innfluttar vörur. Þá leggst vitaskuld virðisaukaskattur á innfluttar matvörur rétt eins og innlendar. Með hinum almennu tollum á kjötvörur er þó ekki öll sagan sögð. Ísland gerðist árið 1995 aðili að GATT-samningnum svokallaða á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). GATT-samningurinn skuldbatt Ísland til að hleypa litlu magni búvara inn á innlendan markað með lægri tollum en almennt tíðkast. Markmiðið með þessum tollkvótum var að auka samkeppni á markaði með búvörur og stuðla þannig að lægra verði fyrir neytendur. Það markmið hefur hins vegar trauðla náðst. Fyrir það fyrsta hafa kvótar sem leyft hafa slíkan innflutning verið boðnir út til hæstbjóðanda sem gerir það að verkum að sá sparnaður sem af lágu tollunum hlýst rennur að stærstu leyti til hins opinbera. Í öðru lagi var fyrirkomulagi þessara „lægri“ tolla breytt árið 2009. Lengst af voru þetta magntollar þar sem föst krónutala var lögð á hvert kíló. Árið 2009 breytti hins vegar Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra fyrirkomulagi og eru þetta nú verðtollar. Við breytinguna hækkuðu tollarnir. Raunar svo mikið að í mörgum tilfellum er dýrara að flytja inn vörur á undanþágunni en vörur sem lagðir eru á almennir tollar. Umboðsmaður Alþingis hefur að vísu gert athugasemd við heimild ráðherra til þessa gjörnings. Starfshópur fjögurra ráðuneyta skoðar nú hvernig bregðast skuli við áliti embættisins. Utan GATT-undanþágunnar hefur í sumar verið opnað fyrir innflutning á nautakjöti á lækkuðum tollum. Rennur heimild til þess út 30. september en hefur verið í gildi frá 10. júní. Þessi heimild hefur þó verið gagnrýnd fyrir að gilda einungis í skamman tíma á þeim forsendum að ansi tímafrekt sé að fá leyfi fyrir innflutning og að uppfylla þau skilyrði sem um innflutning gilda. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira