Hvers vegna er ríkisstjórnin á móti framleiðslu kvikmynda? Björn B. Björnsson skrifar 31. ágúst 2011 06:00 Það klúður sem málefni Kvikmyndaskólans eru komin í einkenna alla aðkomu núverandi ríkisstjórnar að málefnum kvikmyndagerðar á Íslandi – en eru aðeins toppurinn á ísjakanum. Ríkisstjórnin skar niður samningsbundin framlög til kvikmyndasjóða um rúm 35% í fjárlögum síðasta árs. Sá niðurskurður var margfalt meiri en til annarra listgreina – og hann stendur enn í fjárlögum þessa árs. Engin skýring hefur fengist á svo miklum niðurskurði í þessari einu grein. Í kjölfar þessa létu kvikmyndaframleiðendur vinna skýrslu um öll fjármál greinarinnar þar sem fram kemur svart á hvítu að „sparnaður“ ríkisins af þessum niðurskurði er alls enginn. Þvert á móti tapar ríkið á þessum niðurskurði, 300 störf tapast og það dregur úr umsvifum og jákvæðum hliðaráhrifum kvikmyndagerðar t.d. á ferðaþjónustuna (Sjá producers.is). Skýrslan sýnir að 2,6 milljarða framlag ríkisins til kvikmyndasjóða á fjögurra ára tímabili laðaði að sér innlent og erlent fjármagn svo hér var framleitt kvikmyndaefni fyrir 12 milljarða króna. Einungis launatengd gjöld af þessari starfsemi skiluðu ríkinu 2,5 milljörðum króna, svo hvert mannsbarn getur séð að fjárfesting ríkisins í kvikmyndasjóðum er skynsamleg. Þegar skýrslunni var dreift á Alþingi las hana einn maður; Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Hann sá auðvitað að í þessu er ekkert vit og flutti þegar tillögu um að horfið væri af þessari vitlausu braut. Tillagan hefur ekki enn hlotið afgreiðslu. Spurningunni hvers vegna núverandi ríkisstjórn er í nöp við kvikmyndagerð er erfitt að svara. Það er ekki að sjá nein skynsamleg rök fyrir þessum niðurskurði. Einn félagi minn telur að ástæðan sé sú að Georg Bjarnfreðarson var í Næturvaktinni látinn vera félagi í Vinstri grænum og það hafi farið í taugarnar á einhverjum þar á bæ. Kannski er það rétt en varla er vit í að láta slíkan pirring verða til þess að eyðileggja atvinnuveg sem hefur gríðarlega framtíðarmöguleika. Kvikmyndaframleiðsla skapar störf sem unga fólkið okkar hefur mikinn áhuga á. Störf við að framleiða íslenskar menningarafurðir, íslenskar sögur sagðar á tungumáli kvikmyndarinnar; tungumáli sem nær til fólks um alla veröldina. Markaður heimsins fyrir kvikmyndaafurðir er óseðjandi og á þann markað eigum við fullt erindi. Ef rétt er að málum staðið, til dæmis með góðri menntun í faginu, getur kvikmyndaiðnaðurinn veitt þúsundum manna atvinnu og aflað verulegra gjaldeyristekna. Er nema von að spurt sé? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Það klúður sem málefni Kvikmyndaskólans eru komin í einkenna alla aðkomu núverandi ríkisstjórnar að málefnum kvikmyndagerðar á Íslandi – en eru aðeins toppurinn á ísjakanum. Ríkisstjórnin skar niður samningsbundin framlög til kvikmyndasjóða um rúm 35% í fjárlögum síðasta árs. Sá niðurskurður var margfalt meiri en til annarra listgreina – og hann stendur enn í fjárlögum þessa árs. Engin skýring hefur fengist á svo miklum niðurskurði í þessari einu grein. Í kjölfar þessa létu kvikmyndaframleiðendur vinna skýrslu um öll fjármál greinarinnar þar sem fram kemur svart á hvítu að „sparnaður“ ríkisins af þessum niðurskurði er alls enginn. Þvert á móti tapar ríkið á þessum niðurskurði, 300 störf tapast og það dregur úr umsvifum og jákvæðum hliðaráhrifum kvikmyndagerðar t.d. á ferðaþjónustuna (Sjá producers.is). Skýrslan sýnir að 2,6 milljarða framlag ríkisins til kvikmyndasjóða á fjögurra ára tímabili laðaði að sér innlent og erlent fjármagn svo hér var framleitt kvikmyndaefni fyrir 12 milljarða króna. Einungis launatengd gjöld af þessari starfsemi skiluðu ríkinu 2,5 milljörðum króna, svo hvert mannsbarn getur séð að fjárfesting ríkisins í kvikmyndasjóðum er skynsamleg. Þegar skýrslunni var dreift á Alþingi las hana einn maður; Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Hann sá auðvitað að í þessu er ekkert vit og flutti þegar tillögu um að horfið væri af þessari vitlausu braut. Tillagan hefur ekki enn hlotið afgreiðslu. Spurningunni hvers vegna núverandi ríkisstjórn er í nöp við kvikmyndagerð er erfitt að svara. Það er ekki að sjá nein skynsamleg rök fyrir þessum niðurskurði. Einn félagi minn telur að ástæðan sé sú að Georg Bjarnfreðarson var í Næturvaktinni látinn vera félagi í Vinstri grænum og það hafi farið í taugarnar á einhverjum þar á bæ. Kannski er það rétt en varla er vit í að láta slíkan pirring verða til þess að eyðileggja atvinnuveg sem hefur gríðarlega framtíðarmöguleika. Kvikmyndaframleiðsla skapar störf sem unga fólkið okkar hefur mikinn áhuga á. Störf við að framleiða íslenskar menningarafurðir, íslenskar sögur sagðar á tungumáli kvikmyndarinnar; tungumáli sem nær til fólks um alla veröldina. Markaður heimsins fyrir kvikmyndaafurðir er óseðjandi og á þann markað eigum við fullt erindi. Ef rétt er að málum staðið, til dæmis með góðri menntun í faginu, getur kvikmyndaiðnaðurinn veitt þúsundum manna atvinnu og aflað verulegra gjaldeyristekna. Er nema von að spurt sé?
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun