Lífið

Brjálaðir bankaræningjar

Jesse Eisenberg leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni 30 Minutes or Less. Það er fyrsta myndin hans eftir Zuckerberg-ævintýrið.
Jesse Eisenberg leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni 30 Minutes or Less. Það er fyrsta myndin hans eftir Zuckerberg-ævintýrið.
Jesse Eisenberg leikur aðalhlutverkið í gamanhasarmyndinni 30 Minutes or Less sem frumsýnd verður um helgina. Eisenberg sló auðvitað fyrst í gegn í kvikmyndinni Zombieland og fylgdi þeirri velgengni eftir með hinni frábæru The Social Network.

Að þessu sinni er vinanetið ógnvænlega víðsfjarri því Eisenberg leikur pitsusendilinn Nick, sem er við það að deyja úr leiðindum í smábæ. Á því verður hins vegar breyting þegar honum er rænt af tveimur skuggalegum náungum sem eiga sér þann draum heitastan að verða stórglæpamenn. Þeir festa á Nick stóra sprengju og skipa honum að ræna banka, annars verði hann sprengdur í loft upp.

Nick leitar á náðir fyrrverandi vinar síns, kennarans Chet, og saman takast þeir á við þetta eldfima vandamál sem upp er komið.

30 Minutes or Less er fyrsta mynd Eisenbergs eftir að Face-book-myndin var sýnd og verður forvitnilegt að sjá hvernig þessum unga leikara gengur að hrista af sér Zuckerberg-stimpilinn. Myndin hefur reyndar ekki fengið neina sérstaka dóma, er meðal annars með 48 á metacritic en 6,8 á imdb.com.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.