Lífið

Smile lítur dagsins ljós

Smile frá Brian Wilson og félögum í The Beach Boys er loksins að koma út.
Smile frá Brian Wilson og félögum í The Beach Boys er loksins að koma út.
Hinar „týndu“ Smile-upptökur The Beach Boys frá árunum 1966-67 líta loksins dagsins ljós 31. október.

Brian Wilson, Al Jardine og Mike Love tóku allir þátt í útgáfunni. Þar er að finna: „Samansafn af því sem átti á endanum að verða fullunnin Smile-plata, tekið af upprunalegum segulböndum The Beach Boys“, eins og segir í tilkynningu frá hljómsveitinni. Í viðhafnarútgáfu plötunnar eru fimm geisladiskar, tvær vínylplötur, tvær sjötommur og sextíu blaðsíðna bók.

Margir samverkandi þættir urðu til þess að Smile kom aldrei út og varð í kjölfarið frægasta óútgefna plata sögunnar. Geðheilsa lagahöfundarins Brians Wilson var ekki góð og hjálpaði þar ekki óhófleg eiturlyfjaneysla hans. Einnig voru hinir meðlimir sveitarinnar ósáttir við nýju lögin og töldu ómögulegt að flytja þau á tónleikum. Nokkur laganna litu þó dagsins ljós á plötunni Smiley Smile, þar á meðal hið vinsæla Good Vibrations. Wilson tók upp eigin útgáfu af Smile árið 2003 og kom mörgum á óvart með því að flytja hana í heild sinni á tónleikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×