Ásgeir bíður spenntur eftir Jim Carrey 2. september 2011 16:00 hlýlegra um að litast Ásgeir Kolbeinsson á skemmti- og veitingastaðnum Austur eftir endurbæturnar sem hafa staðið yfir að undanförnu.fréttablaðið/vilhelm „Vissulega kostaði þetta heilmikið en þetta er góð fjárfesting þar sem við erum með góðan stað í höndunum,“ segir Ásgeir Kolbeinsson, eigandi skemmti- og veitingastaðarins Austur. Haldið verður upp á tveggja ára afmæli staðarins í kvöld kl. 21 og velunnurum og fastagestum boðið. Miklar endurbætur hafa staðið yfir á framsvæði Austur og að sögn Ásgeirs verður mun hlýlegra um að litast en áður. „Þetta verður bæði skemmtilegra til setu fyrir veitingahúsagesti á kvöldin og jafnframt yfir daginn. Við ætlum að hafa opið núna yfir daginn og bjóða upp á kaffi og létt bakkelsi.“ Kynntur verður nýr kvöldmatseðill þar sem allir vinsælustu réttirnir verða áfram til staðar en bætt verður við léttari réttum. „Konur eru oft til í léttari rétti. Við erum að koma til móts við þær og bæta við meira spennandi konuréttum.“ Þegar Ásgeir keypti Austur á 150 milljónir króna hvíldi leynd yfir því hver eða hverjir hefðu aðstoðað hann við kaupin. Nýlega var því haldið fram að Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, hefði stutt við bakið á honum og Ásgeir staðfestir það. „Hann kom að þessu í kringum kaupin á staðnum og aðstoðaði mig með það. Við erum búnir að þekkjast lengi og hann er öflugur fjármálamaður.“ Spurður um Jim Carrey, sem ætlaði að koma hingað til lands í sumar og skemmta sér á Austur, segir Ásgeir að enn standi til að gamanleikarinn komi til landsins. „Það var búið að leggja upp dagsetningu fyrir hann og búið að skipuleggja heilmikið af hlutum á landinu. Eins og gengur með þessar stjörnur var sagt allt í einu: „Ég þarf að fresta“, og það var ekki gefin frekari skýring á því. En það er samt sami áhugi hjá honum að koma. Það virðist vera ansi „spontant“ þetta lið og þetta getur gerst með stuttum fyrirvara.“ Hann segir að vissulega hafi verið svekkjandi þegar Hollywood-stjarnan hætti við komuna. „Sérstaklega ef hann ætlar að draga þetta til vetrarins. Það er kannski ekki alveg besti tíminn til að koma.“- fb Lífið Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
„Vissulega kostaði þetta heilmikið en þetta er góð fjárfesting þar sem við erum með góðan stað í höndunum,“ segir Ásgeir Kolbeinsson, eigandi skemmti- og veitingastaðarins Austur. Haldið verður upp á tveggja ára afmæli staðarins í kvöld kl. 21 og velunnurum og fastagestum boðið. Miklar endurbætur hafa staðið yfir á framsvæði Austur og að sögn Ásgeirs verður mun hlýlegra um að litast en áður. „Þetta verður bæði skemmtilegra til setu fyrir veitingahúsagesti á kvöldin og jafnframt yfir daginn. Við ætlum að hafa opið núna yfir daginn og bjóða upp á kaffi og létt bakkelsi.“ Kynntur verður nýr kvöldmatseðill þar sem allir vinsælustu réttirnir verða áfram til staðar en bætt verður við léttari réttum. „Konur eru oft til í léttari rétti. Við erum að koma til móts við þær og bæta við meira spennandi konuréttum.“ Þegar Ásgeir keypti Austur á 150 milljónir króna hvíldi leynd yfir því hver eða hverjir hefðu aðstoðað hann við kaupin. Nýlega var því haldið fram að Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, hefði stutt við bakið á honum og Ásgeir staðfestir það. „Hann kom að þessu í kringum kaupin á staðnum og aðstoðaði mig með það. Við erum búnir að þekkjast lengi og hann er öflugur fjármálamaður.“ Spurður um Jim Carrey, sem ætlaði að koma hingað til lands í sumar og skemmta sér á Austur, segir Ásgeir að enn standi til að gamanleikarinn komi til landsins. „Það var búið að leggja upp dagsetningu fyrir hann og búið að skipuleggja heilmikið af hlutum á landinu. Eins og gengur með þessar stjörnur var sagt allt í einu: „Ég þarf að fresta“, og það var ekki gefin frekari skýring á því. En það er samt sami áhugi hjá honum að koma. Það virðist vera ansi „spontant“ þetta lið og þetta getur gerst með stuttum fyrirvara.“ Hann segir að vissulega hafi verið svekkjandi þegar Hollywood-stjarnan hætti við komuna. „Sérstaklega ef hann ætlar að draga þetta til vetrarins. Það er kannski ekki alveg besti tíminn til að koma.“- fb
Lífið Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira