Lífið

Of erfitt fyrir Janet Jackson að taka þátt

of erfitt Janet Jackson segir það of erfitt að koma fram á tónleikunum.
of erfitt Janet Jackson segir það of erfitt að koma fram á tónleikunum.
réttarhöld að hefjast Réttarhöld yfir Conrad Murray hefjast í október.
Janet Jackson, systir poppkóngsins sáluga Michaels Jackson, ætlar ekki að koma fram á minningartónleikum um hann á Þúsaldar-leikvanginum í Cardiff í Wales 8. október.

Ástæðan er sú að skömmu áður, eða 27. september, hefjast réttarhöld yfir lækni Jacksons, Dr. Conrad Murray.

„Vegna réttarhaldanna hentar tímasetning tónleikanna mér ekki. Þetta yrði of erfitt fyrir mig,“ sagði Janet. Búist er við að Murray lýsi í réttarhöldunum yfir sakleysi sínu vegna ákæru um að hann hafi gefið popparanum banvænan lyfjaskammt.

Beyoncé Knowles hefur á hinn bóginn samþykkt að taka þátt á tónleikunum. Hún ætlar að syngja lag hljómsveitarinnar Jackson 5 í gegnum gervihnött. Aðrir sem koma fram eru Christina Aguilera, Cee Lo Green, JLS og Craig David.

Bræður Jacksons, Jermaine og Randy, eru óánægðir með tónleikana og segja tímasetninguna engan veginn við hæfi vegna réttarhaldanna yfir Murray.

„Þrátt fyrir að við styðjum það að bróðir okkar sé heiðraður getum við ómögulega tekið þátt í viðburði sem gerist á sama tíma og réttarhöld vegna dauða Michaels verða haldin,“ sögðu þeir í yfirlýsingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.