Lífið

Sló met á Twitter

setti met Allt ætlaði um koll að keyra á Twitter þegar Beyoncé tilkynnti um óléttu sína.
setti met Allt ætlaði um koll að keyra á Twitter þegar Beyoncé tilkynnti um óléttu sína.
Tilkynning söngkonunnar Beyoncé um að hún væri ófrísk á MTV-verðlaunahátíðinni á sunnudag varð til þess að met á síðunni Twitt-er var slegið.

Hvorki meira né minna en 8.868 tíst á sekúndu voru send á milli notenda síðunnar eftir að Beyoncé sýndi bumbuna að söng loknum. Fyrra metið var sett í júlí eftir að japanska kvennalandsliðið vann Bandaríkin í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu, eða 7.196 tíst.

Beyoncé, sem er 29 ára, á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum til þriggja ára, rapparanum Jay-Z. Bæði eru þau afar vinsæl og því ætti tístfjöldinn ekki að koma svo mikið á óvart.

Á meðal annarra vinsælla viðburða á Twitter að undanförnu er tap Brasilíu fyrir Paraguay í Suður-Ameríkukeppninni í fótbolta, fögnuður nýs árs í Tókýó og þegar tilkynnt var um dauða Osama Bin Laden.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×