Lífið

Frjálsar ástir hafa jákvæð áhrif

Fjölgun Það verður nóg að gera hjá Ernu Hrönn Ólafsdóttur á næsta ári þegar hún bætir sjötta barninu við fjölskylduna.
Fréttablaðið/anton
Fjölgun Það verður nóg að gera hjá Ernu Hrönn Ólafsdóttur á næsta ári þegar hún bætir sjötta barninu við fjölskylduna. Fréttablaðið/anton
„Það hefur greinilega jákvæð áhrif á okkur að vera innan um þessar frjálsu ástir í leikritinu,“ segir Erna Hrönn Ólafsdóttir, söng- og leikkona, en það vill svo skemmtilega til að Erna er þriðji meðlimur leikhópsins í Hárinu sem á von á barni.

Magni Ásgeirsson á von á sínu öðru barni í desem-ber og Eyþór Ingi Gunnlaugsson á von á barni í nóvember. Jóhannes Haukur Jóhannesson eignaðist síðan son fyrir stuttu, svo í raun verða þau fjögur með barnavagna á næsta ári.

„Þetta er skemmileg tilviljun og við höfum örugglega öll smitast af kynorkunni í leikritinu. Spurning hvort við stofnum svona foreldra-Hár-hóp okkar á milli á næsta ári?“

Erna á von á sér á sjálfan Valentínusardaginn, 14. febrúar, en barnið fæðist inn í stóran systkinahóp því fimm börn eru fyrir á heimili Ernu.

„Já, það verður nóg að gera. Ég á tvö börn fyrir og maðurinn minn á þrjú en barnið er okkar fyrsta saman. Það verða því sex börn á heimilinu á næsta ári og væntanlega mikið fjör,“ segir Erna, hvergi bangin við barnaskarann. „Yngsta barnið er sex ára svo það verður bara eitt bleyjubarn. Mitt yngsta er átta ára svo það er orðið frekar langt síðan ég gekk í gegnum meðgöngu síðast en mér líður prýðilega.“

Erna er þessa dagana að koma sér fyrir í útvarpi, þar sem hún kemur inn í þáttinn Fjögur sex á FM957 ásamt Brynjari Má Valdimarssyni. „Það er alveg frábært. Ég hef verið FM957-röddin undanfarið ár og þetta er því ákveðið framhald á því.“- áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.