Enginn skortur á stuðningi hjá fyrirliða Stjörnunnar 2. september 2011 16:00 Samheldin systkini Frá vinstri séð: Urður (19) sem heldur á Sigurði Tuma (8) og Gunnhildur (23) situr fyrir miðju með Elfi Fríðu (3). Ilmur (15) heldur á Sæmundi Tóka (6) og loks situr Þórunn á gólfinu fyrir framan. Á myndina vantar elsta bróðurinn, Tind.Fréttablaðið/Stefán „Það geta oft verið mikil læti en maður tekur ekki eftir því. Það er kannski einna helst þegar fólk kemur í heimsókn að einhver hefur orð á þessu,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hinn 23 ára gamli fyrirliði Íslandsmeistaraliðs Stjörnunnar í knattspyrnu. Stjarnan, með Gunnhildi í broddi fylkingar, rauf loks áralanga einokun og áskrift Vals að Íslandsmeistaratitlinum í kvennaknattspyrnu þegar liðið lagði Aftureldingu á þriðjudaginn. Og það er kannski engin tilviljun að Gunnhildur skuli bera fyrirliðabandið því heima fyrir þarf hún að kljást við nánast heilt fótboltalið af systkinum. Þau eru allt í allt átta; einn eldri bróðir, fjórar yngri systur og tveir litlir bræður. „Það hefur aldrei vantað barnapíur á heimilið og við höfum yfirleitt hjálpast að. Við höfum samt alltaf verið mjög sjálfstæð og getað bjargað okkur sjálf.“ Og fjölskyldan í Garðabænum er eins ólík og meðlimirnir eru margir, knattspyrnugenið hefur til að mynda ekki ratað í alla. „Urður, sem er nítján, hefur aldrei haft neinn áhuga á íþróttum en bæði Ilmur, fimmtán ára, og Þórunn, fjórtán ára, æfa. Yngri bræður mínir, Sæmundur og Sigurður Tumi, eru hins vegar ekkert fyrir fótbolta, þeir elska að lesa og læra. Þeir eru samt stoltir af stóru systur sinni.“ Það vantaði hins vegar ekkert upp á mætinguna á þriðjudaginn þegar öll fjölskyldan mætti til að hvetja lið Stjörnunnar áfram og Gunnhildur viðurkennir að það hafi verið frábær stund. „Ég hef æft síðan ég var átta ára og það var frábært að upplifa það að Stjarnan skyldi vera orðin eitt af bestu liðum landsins.“ Gunnhildur, sem á kærastann Ólaf Arnar, efast hins vegar um að hún eigi sjálf eftir að eignast jafn mörg börn og foreldrar sínir. „Nei, ég held að besta forvörnin gegn því að eignast mörg börn sé að eiga mörg systkini,“ segir hún og hlær. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira
„Það geta oft verið mikil læti en maður tekur ekki eftir því. Það er kannski einna helst þegar fólk kemur í heimsókn að einhver hefur orð á þessu,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hinn 23 ára gamli fyrirliði Íslandsmeistaraliðs Stjörnunnar í knattspyrnu. Stjarnan, með Gunnhildi í broddi fylkingar, rauf loks áralanga einokun og áskrift Vals að Íslandsmeistaratitlinum í kvennaknattspyrnu þegar liðið lagði Aftureldingu á þriðjudaginn. Og það er kannski engin tilviljun að Gunnhildur skuli bera fyrirliðabandið því heima fyrir þarf hún að kljást við nánast heilt fótboltalið af systkinum. Þau eru allt í allt átta; einn eldri bróðir, fjórar yngri systur og tveir litlir bræður. „Það hefur aldrei vantað barnapíur á heimilið og við höfum yfirleitt hjálpast að. Við höfum samt alltaf verið mjög sjálfstæð og getað bjargað okkur sjálf.“ Og fjölskyldan í Garðabænum er eins ólík og meðlimirnir eru margir, knattspyrnugenið hefur til að mynda ekki ratað í alla. „Urður, sem er nítján, hefur aldrei haft neinn áhuga á íþróttum en bæði Ilmur, fimmtán ára, og Þórunn, fjórtán ára, æfa. Yngri bræður mínir, Sæmundur og Sigurður Tumi, eru hins vegar ekkert fyrir fótbolta, þeir elska að lesa og læra. Þeir eru samt stoltir af stóru systur sinni.“ Það vantaði hins vegar ekkert upp á mætinguna á þriðjudaginn þegar öll fjölskyldan mætti til að hvetja lið Stjörnunnar áfram og Gunnhildur viðurkennir að það hafi verið frábær stund. „Ég hef æft síðan ég var átta ára og það var frábært að upplifa það að Stjarnan skyldi vera orðin eitt af bestu liðum landsins.“ Gunnhildur, sem á kærastann Ólaf Arnar, efast hins vegar um að hún eigi sjálf eftir að eignast jafn mörg börn og foreldrar sínir. „Nei, ég held að besta forvörnin gegn því að eignast mörg börn sé að eiga mörg systkini,“ segir hún og hlær. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira