Svekktur að spila ekki á Íslandi 3. september 2011 10:00 Árni Hjörvar Árnason og félagar í The Vaccines eru komnir í tæplega tveggja mánaða hlé frá tónleikahaldi.fréttablaðið/valli Árni Hjörvar Árnason er svekktur yfir því að spila ekki á Airwaves með The Vaccines. Hljómsveitin getur kennt sjálfri sér um veikindi söngvarans. „Þetta er mjög svekkjandi. Ég var farinn að hlakka mikið til að koma,“ segir Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari bresku rokksveitarinnar The Vaccines. Eins og Fréttablaðið greindi frá hefur hljómsveitin hætt við að spila á Iceland Airwaves-hátíðinni í október vegna hálsaðgerðar sem söngvarinn Justin Young þarf að gangast undir. „Ég átti að vera í Bandaríkjunum núna. Þetta eru alveg fjörutíu tónleikar sem við erum að aflýsa,“ segir Árni Hjörvar, sem er staddur í London. „Við ætlum að nota tækifærið og reyna að semja fyrir næstu plötu fyrst við erum bara fastir heima.“ Bassaleikarinn býst einnig við því að kíkja í heimsókn til Íslands í pásunni og reiknar með því að mæta á Airwaves-hátíðina þrátt fyrir að vera ekki að spila sjálfur. Árni Hjörvar er aðdáandi enska fótboltaliðsins Tottenham og reiknar með því að fara eitthvað á völlinn líka, enda er heimavöllur liðsins í London. The Vaccines hefur verið á stífu tónleikaferðalagi á þessu ári og spilað á fjölmörgum tónlistarhátíðum í sumar við góðar undirtektir. „Við spiluðum á Reading- og Leeds-hátíðunum og það gekk rosalega vel. Það var hápunkturinn á sumrinu,“ segir hann. „Það má segja að við höfum verið uppteknasta bandið í bransanum. Við erum búnir að spila á örugglega 150 tónleikum á árinu.“ Álagið hefur tekið sinn toll því aðgerðin sem söngvarinn Young þarf að gangast undir er sú þriðja á þessu ári. „Við getum sjálfum okkur um kennt. Við gáfum honum ekki tíma til að slappa af. Um leið og hann var farinn að geta talað eftir síðustu aðgerð vorum við farnir að spila sex sinnum í viku. Núna ætlum við að gefa honum tíma til að jafna sig.“ Tónleikaferðalag The Vaccines hefst á nýjan leik í París 26. október og eftir það hitar hljómsveitin upp fyrir Arctic Monkeys á Bretlandseyjum. Á næsta ári hafa tónleikar verið bókaðir bæði í Japan og Suður-Ameríku. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira
Árni Hjörvar Árnason er svekktur yfir því að spila ekki á Airwaves með The Vaccines. Hljómsveitin getur kennt sjálfri sér um veikindi söngvarans. „Þetta er mjög svekkjandi. Ég var farinn að hlakka mikið til að koma,“ segir Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari bresku rokksveitarinnar The Vaccines. Eins og Fréttablaðið greindi frá hefur hljómsveitin hætt við að spila á Iceland Airwaves-hátíðinni í október vegna hálsaðgerðar sem söngvarinn Justin Young þarf að gangast undir. „Ég átti að vera í Bandaríkjunum núna. Þetta eru alveg fjörutíu tónleikar sem við erum að aflýsa,“ segir Árni Hjörvar, sem er staddur í London. „Við ætlum að nota tækifærið og reyna að semja fyrir næstu plötu fyrst við erum bara fastir heima.“ Bassaleikarinn býst einnig við því að kíkja í heimsókn til Íslands í pásunni og reiknar með því að mæta á Airwaves-hátíðina þrátt fyrir að vera ekki að spila sjálfur. Árni Hjörvar er aðdáandi enska fótboltaliðsins Tottenham og reiknar með því að fara eitthvað á völlinn líka, enda er heimavöllur liðsins í London. The Vaccines hefur verið á stífu tónleikaferðalagi á þessu ári og spilað á fjölmörgum tónlistarhátíðum í sumar við góðar undirtektir. „Við spiluðum á Reading- og Leeds-hátíðunum og það gekk rosalega vel. Það var hápunkturinn á sumrinu,“ segir hann. „Það má segja að við höfum verið uppteknasta bandið í bransanum. Við erum búnir að spila á örugglega 150 tónleikum á árinu.“ Álagið hefur tekið sinn toll því aðgerðin sem söngvarinn Young þarf að gangast undir er sú þriðja á þessu ári. „Við getum sjálfum okkur um kennt. Við gáfum honum ekki tíma til að slappa af. Um leið og hann var farinn að geta talað eftir síðustu aðgerð vorum við farnir að spila sex sinnum í viku. Núna ætlum við að gefa honum tíma til að jafna sig.“ Tónleikaferðalag The Vaccines hefst á nýjan leik í París 26. október og eftir það hitar hljómsveitin upp fyrir Arctic Monkeys á Bretlandseyjum. Á næsta ári hafa tónleikar verið bókaðir bæði í Japan og Suður-Ameríku. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira