Spila fyrir 100 þúsund í Kína 3. september 2011 12:00 Hljómsveitin Bloodgroup spilar í fyrsta sinn í Kína í byrjun október. mynd/heiða helgadóttir „Þetta eru nýjar slóðir fyrir okkur. Það er mikil stemning í hópnum,“ segir Ragnar Jónsson, hljómborðsleikari Bloodgroup. Elektrópoppsveitin heldur sína fyrstu tónleika í Kína í byrjun október þegar hún spilar á þremur tónlistarhátíðum í borgunum Peking, Shanghæ og Zhenjiang. Búist er við um eitt hundrað þúsund gestum á alla vega tvær hátíðanna og ætlar Bloodgroup að mæta vel undirbúin til leiks. „Við ákváðum að taka með okkur hljóðmann og ljósamann. Við ætlum að vera með flotta ljósasýningu og reyna að gera þetta svolítið skemmtilegt,“ segir Ragnar. Kínverjarnir borga fyrir allt ferðalag Blood-group, þar á meðal fyrir aukamennina tvo, enda vilja þeir hafa tónleikana flotta, að sögn Ragnars. „Við ákváðum að vera ekkert að spara, það var engin ástæða til þess enda borga þeir allan kostnaðinn.“ Bloodgroup sótti um að spila í Kína í gegnum tónlistarsíðuna Sonicbids.com. „Það var þrjátíu þúsund manna hópur sem sótti um og við unnum þetta bara. Það var helvíti gott.“ Hljómsveitin dvelur í Kína í níu daga, kemur síðan heim og spilar á Akureyri og Egilsstöðum, og flýgur síðan út til Rússlands. Þar spilar hún á tónlistarhátíðinni The Rock Immune Festival. Rússland verður tuttugasta landið sem Ragnar og félagar heimsækja á árinu. „Við erum búin að spila rosalega mikið. Það er ástæðan fyrir því að maður gerir þetta. Það er skemmtilegt að vera á flandri og spila í hinum og þessum löndum.“ Á næsta ári hefur stefnan verið sett á tóneikaferð um Evrópu og hefst hún í Hollandi í janúar. Bloodgroup ætlar einnig að gefa út plötu á næsta ári sem fylgir eftir hinni vinsælu Dry Land sem kom út fyrir tveimur árum. - fb Lífið Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
„Þetta eru nýjar slóðir fyrir okkur. Það er mikil stemning í hópnum,“ segir Ragnar Jónsson, hljómborðsleikari Bloodgroup. Elektrópoppsveitin heldur sína fyrstu tónleika í Kína í byrjun október þegar hún spilar á þremur tónlistarhátíðum í borgunum Peking, Shanghæ og Zhenjiang. Búist er við um eitt hundrað þúsund gestum á alla vega tvær hátíðanna og ætlar Bloodgroup að mæta vel undirbúin til leiks. „Við ákváðum að taka með okkur hljóðmann og ljósamann. Við ætlum að vera með flotta ljósasýningu og reyna að gera þetta svolítið skemmtilegt,“ segir Ragnar. Kínverjarnir borga fyrir allt ferðalag Blood-group, þar á meðal fyrir aukamennina tvo, enda vilja þeir hafa tónleikana flotta, að sögn Ragnars. „Við ákváðum að vera ekkert að spara, það var engin ástæða til þess enda borga þeir allan kostnaðinn.“ Bloodgroup sótti um að spila í Kína í gegnum tónlistarsíðuna Sonicbids.com. „Það var þrjátíu þúsund manna hópur sem sótti um og við unnum þetta bara. Það var helvíti gott.“ Hljómsveitin dvelur í Kína í níu daga, kemur síðan heim og spilar á Akureyri og Egilsstöðum, og flýgur síðan út til Rússlands. Þar spilar hún á tónlistarhátíðinni The Rock Immune Festival. Rússland verður tuttugasta landið sem Ragnar og félagar heimsækja á árinu. „Við erum búin að spila rosalega mikið. Það er ástæðan fyrir því að maður gerir þetta. Það er skemmtilegt að vera á flandri og spila í hinum og þessum löndum.“ Á næsta ári hefur stefnan verið sett á tóneikaferð um Evrópu og hefst hún í Hollandi í janúar. Bloodgroup ætlar einnig að gefa út plötu á næsta ári sem fylgir eftir hinni vinsælu Dry Land sem kom út fyrir tveimur árum. - fb
Lífið Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira