Landsbankaleiðin var skynsamleg leið 8. september 2011 06:00 Nú þegar fyrir liggur að Landsbankinn á væntanlega fyrir kröfunum vegna Icesave-málsins er mikilvægt að hafa það í huga hvernig það kom til að eignir Landsbankans eru teknar upp í Icesave. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar hafði gert samning við Hollendinga um að Icesave-kröfurnar yrðu greiddar beint af ríkissjóði á 10 árum með 6,7 % vöxtum. Þessi samningur var gerður án þess að Bretar hefðu fallist á að taka Ísland af lista yfir hryðjuverkasamtök. Ríkisstjórnin reyndi jafnframt að fá Breta til að taka eignir Landsbankans upp í Icesave kröfurnar. Því höfnuðu Bretar. Þannig stóðu mál þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók við í ársbyrjun 2009. Hún gerði samning sem byggðist á þessu: a. Að Bretar tækju Ísland tafarlaust af hryðjuverkalistanum. b. Að kröfurnar yrðu endurgreiddar með eignum Landsbankans. c. Að Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta stæði ábyrgur gagnvart Bretum og Hollendingum. d. Að upphæðirnar yrðu greiddar á 15 árum, og að ekkert yrði greitt nema vextirnir á 7 ára tímabili og að íslenska hagkerfinu yrði þannig komið í skjól. e. Að vextir yrðu 5,5 % eða mikið lægri en skuldatryggingarálagið á Ísland á þeim tíma gerði ráð fyrir. Þessum samningi var svo eins og alltaf var gert ráð fyrir breytt nokkuð í meðförum Alþingis, það er umgjörð samningsins breyttist, en Alþingi samþykkti hann í lok ársins 2009. Nýr samningur var svo gerður. Þeim samningi var hafnað eins og fyrri samningnum. Þegar þessir samningar eru bornir saman kemur í ljós að þeir eru svipaðir að núvirði. Í öðrum var gert ráð fyrir að borga ekkert fyrr en eftir sjö ár nema það sem kæmi út úr þrotabúi Landsbankans og að vextir væru 5,7 %. Í hinum átti að byrja að borga strax en með lægri vöxtum. Jafnframt áttu Bretar og Hollendingar að fá aukinn hlut í aukinni endurheimtu úr búi Landsbankans ef endurheimtur yrðu umfram 86%. Það er Þórólfur Matthíasson prófessor sem hefur metið báða samningana svipaða að núvirði. En þjóðin hafnaði báðum samningunum og þar stöndum við. Reyndar hafnaði meirihluti þjóðarinnar því að borga – en samt verður borgað. En það ánægjulega er að eignir Landsbankans eru að skila sér og það sýnir að sú ákvörðun að tengja saman þrotabú Landsbankans og samningsniðurstöðuna var skynsamleg leið. Forseti Íslands reynir nú sem jafnan fyrr að þakka sér allt sem vel er gert hér á landi. Það kemur ekki á óvart; hann þakkaði sér fyrir útrásina fram að hruni. En það verða menn samt – einnig hann – að hafa í huga að Icesave málinu er því miður ekki alveg lokið. Sá dráttur sem hann stuðlaði að hefur skaðað þjóðina. Ríkisstjórnin hefur unnið að því að lágmarka skaðann. Vonandi verður hann ekki meiri en bjartsýnustu menn spá. En við verðum enn að búa okkur undir það besta og það versta líka eins og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður hefur bent á. En hvað sem því líður: Landsbankaleiðin sem var knúin fram með samningunum vorið 2009 var skynsamleg. Forsetinn mætti gjarnan velta því fyrir sér hvort það er skynsamlegt að velja jafnan stríð fremur en sátt þegar ófriðarblikur eru á lofti með þjóðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Nú þegar fyrir liggur að Landsbankinn á væntanlega fyrir kröfunum vegna Icesave-málsins er mikilvægt að hafa það í huga hvernig það kom til að eignir Landsbankans eru teknar upp í Icesave. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar hafði gert samning við Hollendinga um að Icesave-kröfurnar yrðu greiddar beint af ríkissjóði á 10 árum með 6,7 % vöxtum. Þessi samningur var gerður án þess að Bretar hefðu fallist á að taka Ísland af lista yfir hryðjuverkasamtök. Ríkisstjórnin reyndi jafnframt að fá Breta til að taka eignir Landsbankans upp í Icesave kröfurnar. Því höfnuðu Bretar. Þannig stóðu mál þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók við í ársbyrjun 2009. Hún gerði samning sem byggðist á þessu: a. Að Bretar tækju Ísland tafarlaust af hryðjuverkalistanum. b. Að kröfurnar yrðu endurgreiddar með eignum Landsbankans. c. Að Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta stæði ábyrgur gagnvart Bretum og Hollendingum. d. Að upphæðirnar yrðu greiddar á 15 árum, og að ekkert yrði greitt nema vextirnir á 7 ára tímabili og að íslenska hagkerfinu yrði þannig komið í skjól. e. Að vextir yrðu 5,5 % eða mikið lægri en skuldatryggingarálagið á Ísland á þeim tíma gerði ráð fyrir. Þessum samningi var svo eins og alltaf var gert ráð fyrir breytt nokkuð í meðförum Alþingis, það er umgjörð samningsins breyttist, en Alþingi samþykkti hann í lok ársins 2009. Nýr samningur var svo gerður. Þeim samningi var hafnað eins og fyrri samningnum. Þegar þessir samningar eru bornir saman kemur í ljós að þeir eru svipaðir að núvirði. Í öðrum var gert ráð fyrir að borga ekkert fyrr en eftir sjö ár nema það sem kæmi út úr þrotabúi Landsbankans og að vextir væru 5,7 %. Í hinum átti að byrja að borga strax en með lægri vöxtum. Jafnframt áttu Bretar og Hollendingar að fá aukinn hlut í aukinni endurheimtu úr búi Landsbankans ef endurheimtur yrðu umfram 86%. Það er Þórólfur Matthíasson prófessor sem hefur metið báða samningana svipaða að núvirði. En þjóðin hafnaði báðum samningunum og þar stöndum við. Reyndar hafnaði meirihluti þjóðarinnar því að borga – en samt verður borgað. En það ánægjulega er að eignir Landsbankans eru að skila sér og það sýnir að sú ákvörðun að tengja saman þrotabú Landsbankans og samningsniðurstöðuna var skynsamleg leið. Forseti Íslands reynir nú sem jafnan fyrr að þakka sér allt sem vel er gert hér á landi. Það kemur ekki á óvart; hann þakkaði sér fyrir útrásina fram að hruni. En það verða menn samt – einnig hann – að hafa í huga að Icesave málinu er því miður ekki alveg lokið. Sá dráttur sem hann stuðlaði að hefur skaðað þjóðina. Ríkisstjórnin hefur unnið að því að lágmarka skaðann. Vonandi verður hann ekki meiri en bjartsýnustu menn spá. En við verðum enn að búa okkur undir það besta og það versta líka eins og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður hefur bent á. En hvað sem því líður: Landsbankaleiðin sem var knúin fram með samningunum vorið 2009 var skynsamleg. Forsetinn mætti gjarnan velta því fyrir sér hvort það er skynsamlegt að velja jafnan stríð fremur en sátt þegar ófriðarblikur eru á lofti með þjóðinni.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar