Loks kominn með bílpróf eftir áratugs þrautagöngu 13. september 2011 08:00 Mynd úr safni. „Ég var búinn að fresta þessu nógu lengi,“ segir Ágúst Bent, rappari og leikstjóri grínþáttanna Steindinn okkar. Bent fékk loksins bílprófið á föstudaginn í síðustu viku, 28 ára gamall. Prófið fékk hann ekki þrautalaust, en bílprófssaga hans teygir sig yfir síðasta áratug eða svo. „Ég hef alltaf haft temmilega lítinn áhuga á þessu, en það var aldrei planið að vera ekki með bílpróf. Þetta var bara eitt af þessu sem frestaðist,“ segir Bent, sem byrjaði að læra á bíl þegar hann var 17 ára gamall. „Svo flosnaði ég upp úr því í kjölfarið á smá óhappi. Ég lenti í árekstri þegar ég var að stelast til að keyra án bílprófs.“ Þegar Bent var 24 ára gamall gerði hann aðra tilraun til að taka prófið, en það gekk ekki upp. „Ég fór í gegnum allt kerfið og féll á verklega prófinu. Þá var ég svo fúll að ég reyndi ekki aftur,“ segir hann. „Í sumar byrjaði ég svo aftur og féll reyndar aftur á verklega prófinu, en ákvað að leyfa mér ekki að verða jafn fúll og síðast. Ég fór því, reyndi enn einu sinni og náði.“ Bent gengur að eigin sögn vel að fóta sig í umferðinni og þakkar því meðal annars að vera með sjálfskiptan bíl að láni frá móður sinni. „Það hjálpar helling,“ segir hann. „Mér finnst mjög gaman að keyra. Ég keyri reyndar hægt, en ég held að ég keyri ekki svo hægt að ég eyðileggi umferðina fyrir öllum hinum. Ég verð betri með hverjum deginum — það er gaman að keyra um og hlusta á músík.“ Vinir Bents fagna bílprófinu eflaust mest þar sem þeir geta loksins innheimt áratug af skutli hingað og þangað. „Þú getur ekki ímyndað þér hvað ég skulda mörgum far, enda búinn að vera að skutla mönnum í vinnuna síðustu daga,“ segir Bent. En eru bílakaup á döfinni? „Ég er búinn að vera að skoða og kaupi örugglega bíl fljótlega. Ég veit náttúrulega ekkert um bíla, þannig að ég þarf að finna einhvern sem veit eitthvað um bíla svo ég verði ekki höstlaður.“ atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Fleiri fréttir „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Sjá meira
„Ég var búinn að fresta þessu nógu lengi,“ segir Ágúst Bent, rappari og leikstjóri grínþáttanna Steindinn okkar. Bent fékk loksins bílprófið á föstudaginn í síðustu viku, 28 ára gamall. Prófið fékk hann ekki þrautalaust, en bílprófssaga hans teygir sig yfir síðasta áratug eða svo. „Ég hef alltaf haft temmilega lítinn áhuga á þessu, en það var aldrei planið að vera ekki með bílpróf. Þetta var bara eitt af þessu sem frestaðist,“ segir Bent, sem byrjaði að læra á bíl þegar hann var 17 ára gamall. „Svo flosnaði ég upp úr því í kjölfarið á smá óhappi. Ég lenti í árekstri þegar ég var að stelast til að keyra án bílprófs.“ Þegar Bent var 24 ára gamall gerði hann aðra tilraun til að taka prófið, en það gekk ekki upp. „Ég fór í gegnum allt kerfið og féll á verklega prófinu. Þá var ég svo fúll að ég reyndi ekki aftur,“ segir hann. „Í sumar byrjaði ég svo aftur og féll reyndar aftur á verklega prófinu, en ákvað að leyfa mér ekki að verða jafn fúll og síðast. Ég fór því, reyndi enn einu sinni og náði.“ Bent gengur að eigin sögn vel að fóta sig í umferðinni og þakkar því meðal annars að vera með sjálfskiptan bíl að láni frá móður sinni. „Það hjálpar helling,“ segir hann. „Mér finnst mjög gaman að keyra. Ég keyri reyndar hægt, en ég held að ég keyri ekki svo hægt að ég eyðileggi umferðina fyrir öllum hinum. Ég verð betri með hverjum deginum — það er gaman að keyra um og hlusta á músík.“ Vinir Bents fagna bílprófinu eflaust mest þar sem þeir geta loksins innheimt áratug af skutli hingað og þangað. „Þú getur ekki ímyndað þér hvað ég skulda mörgum far, enda búinn að vera að skutla mönnum í vinnuna síðustu daga,“ segir Bent. En eru bílakaup á döfinni? „Ég er búinn að vera að skoða og kaupi örugglega bíl fljótlega. Ég veit náttúrulega ekkert um bíla, þannig að ég þarf að finna einhvern sem veit eitthvað um bíla svo ég verði ekki höstlaður.“ atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Fleiri fréttir „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Sjá meira