Dauðinn var daglegt brauð 13. september 2011 13:00 "Ég held að það fólk skiptist ekki sjálfkrafa í góðmenni og illvirkja; manneskjan er flóknari en svo. Ég hef ekki áhuga á svarthvítum persónum, heldur gráu svæðunum.“ Fréttablaðið/Pjetur Salvadorinn Horacio Castellanos Moya er einn umdeildasti rithöfundur Rómönsku Ameríku í seinni tíð. Hann býður töfraraunsæinu birginn og dregur upp óvægna mynd af þyrnum stráðri sögu álfunnar. Salvadorski rithöfundurinn Horacio Castellanos Moya var gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík í vikunni sem leið og á dögunum kom bók hans, Fásinna, út í íslenskri þýðingu Hermanns Stefánssonar hjá Bjarti. Grimmd og harðneskja skipa einatt stóran sess í bókum Moya. Hann kveðst hafa fengið nóg af töfraraunsæinu sem Rómanska Ameríka er oftar en ekki kennd við og vill fjalla um álfuna eins og hún er í raun og veru. Bók hans, El Asco (Ógleði), vakti miklar deilur í El Salvador þegar hún kom út 1997, og fékk Moya líflátshótanir sem urðu til þess að hann flúði land. Að vinna úr áföllumFásinna er stutt en erfið lesning; segir frá manni sem hefur fengið það verkefni að prófarkalesa ellefu hundruð síðna skýrslu um þjóðarmorð á frumbyggjum í ónefndu ríki í Mið-Ameríku, og er við þann starfaýmist drukkinn eða heltekinn kynórum, kolómögulegur, taugaveiklaður og veiklundaður. „Ég fékk hugmyndina að þessari bók fyrir um fimmtán árum," segir Moya um Fásinnu, sem kom út á frummálinu 2004. „Kaþólska kirkjan hafði þá látið vinna ítarlega skýrslu um grimmdarverk í Gvatemala í borgarstríðinu frá 1960 til 1996. Þegar ég las þá skýrslu hjó ég eftir ýmsum setningum úr vitnisburði fórnarlamba sem heilluðu mig. Ég hripaði margar þeirra niður í minnisbók, sem lá síðan óbætt hjá garði næstu árin." Það var ekki fyrr en sex árum síðar sem Moya fór að vinna úr minnispunktunum, þegar hann var á leið til Gvatemala, þar sem hann hafði fengið starf við blaðamennsku. „Ég var kvíðinn við að fara þangað, því Gvatemala er enn hættulegt land, ekki síst ef maður skrifar fyrir blað í stjórnarandstöðu. Ég fór því að leita mér að einhverju öðru verkefni til að dreifa huganum og rakst þá á þessa gömlu minnispunkta. Ég hugsaði mér að hér væri komið ágætt verkefni og byrjaði því að skrifa og varð fljótt svo heltekinn af því að ég skrifaði fyrri hlutann í svo til einum rykk, en tók mér svo um árs hlé áður en ég skrifaði seinni hlutann Það var ekki fyrr en eftir á sem ég áttaði mig á að þetta var í raun leið til að komast hjá því að hugsa um það sem beið mín í Gvatemala. Ég var í sjálfu sér að gera það sama og aðalsöguhetjan, sem er alltaf að reyna að komast hjá því að hugsa um það sem hann á að vera að gera - en er um leið fyllilega meðvitaður um það." Moya segir bókina fjalla um hvernig fólk tekst á við áföll eða grimmdarverk. „Það fer í stað ákveðið sálrænt ferli þar sem manneskjan reynir að verja sig fyrir áfallinu með einum eða öðrum hætti. Aðalpersónan í þessari bók er sífelldri leit að einhverri truflun frá því sem hún er að gera og því felst innri togstreitan." Blóði drifin sagaMoya segir uppvöxtur sinn í El Salvador helsta ástæðan fyrir því að hann dauði og grimmd verða honum sífelld yrkisefni. „Það voru hryllilegir hlutir í gangi þegar ég var ungur maður. Ég flúði fyrst land 1979 og fór til Kanada. Síðar sneri ég aftur en fór aftur 1997 og þá alfarinn. Þetta hafði varanleg áhrif á mig sem rithöfund og ég skrifa mikið um hversu auðvelt það getur verið að drepa fólk." Moya segist þó ekki leitast við að taka eindregna siðferðislega afstöðu í bókum sínum eða predika, til þess geti menn skrifað blaðagreinar eða skýrslur. „Ég er frekar að reyna að losa mig við eitthvað sem er innra með mér. Ég held að það fólk skiptist ekki sjálfkrafa í góðmenni og illvirkja; manneskjan er flóknari en svo. Ég hef ekki áhuga á svarthvítum persónum, heldur gráu svæðunum. Ég skrifaði til dæmis bók þar sem aðalpersónan var lögreglumaður og í sjálfu sér reglulegt illmenni en í stað þess sýna hann sem einfalt skrímsli reyndi ég að bregða ljósi á mannlega þáttinn. Þetta vekur ekki alltaf hrifningu, mörgum fannst ég vera að sýna velþóknun á persónunni, sem var alls ekki reyndin. Ég var einfaldlega að sýna hann sem manneskju. Ég vil frekar reyna að lýsa samfélaginu með öllum sínum flækjum og togstreitu en eftir ströngum skilgreiningum um gott og vont." Maður án föðurlandsMoya býr sem stendur í Iowa í Bandaríkjunum og hefur verið á flakki undanfarin ár. Tvisvar hefur hann fengið inni hjá samtökunum City of Asylum, sem skjóta skjólshúsi yfir ofsótta rithöfunda, í fyrra skiptið í Frankfurt og það síðarnefnda Pittsburgh. Hann lítur á sig sem mann án föðurlands en finnst það ekki mikil fórn að færa. „Ég á vissulega vini í El Salvador sem ég sakna en ég hitti þá stundum. Stjórnmálaástandið þar í landi hefur róast og mér er orðið óhætt að fara þangað endrum og eins en mér líður alltaf dálítið utangarðs þar. Það tengist eflaust því að ég var fjögurra ára gamall þegar ég flutti þangað frá Hondúras; ég er flökkukind sem finnst ég hvergi eiga heima nema þar sem ég er þá stundina." Samt skrifar hann nær eingöngu um „heimaslóðirnar. „Já, það er merkilegur fjandi," segir hann og hlær. „Ég bjó um skeið í Tókýó og hugsaði með mér: „Af hverju ertu að skrifa um atburði í Mið-Ameríku, í staðinn fyrir Japan? En þarna er minnið að verki, það ræður oftar en ekki för." Fyrir rithöfund eins og Horacio Castellanos Moya eru skriftir beinlínis hættuleg iðja. Spurður hvort háskinn sé honum ofarlega í huga þegar hann skrifar segir hann svo ekki vera. „Svona var bara hvunndagurinn þegar ég ólst upp," segir hann. „Það hefur í sjálfu sér ekkert breyst, glæpir hafa tekið við af stríðinu og dánartíðnin er enn svipuð í El Salvador og Gvatemala og hún var á dögum borgarastríðsins. Fyrir rithöfund þýðir ekkert að leiða of mikið hugann að þessu, annars fær maður ritteppu." bergsteinnfrettabladid@.is Lífið Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Salvadorinn Horacio Castellanos Moya er einn umdeildasti rithöfundur Rómönsku Ameríku í seinni tíð. Hann býður töfraraunsæinu birginn og dregur upp óvægna mynd af þyrnum stráðri sögu álfunnar. Salvadorski rithöfundurinn Horacio Castellanos Moya var gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík í vikunni sem leið og á dögunum kom bók hans, Fásinna, út í íslenskri þýðingu Hermanns Stefánssonar hjá Bjarti. Grimmd og harðneskja skipa einatt stóran sess í bókum Moya. Hann kveðst hafa fengið nóg af töfraraunsæinu sem Rómanska Ameríka er oftar en ekki kennd við og vill fjalla um álfuna eins og hún er í raun og veru. Bók hans, El Asco (Ógleði), vakti miklar deilur í El Salvador þegar hún kom út 1997, og fékk Moya líflátshótanir sem urðu til þess að hann flúði land. Að vinna úr áföllumFásinna er stutt en erfið lesning; segir frá manni sem hefur fengið það verkefni að prófarkalesa ellefu hundruð síðna skýrslu um þjóðarmorð á frumbyggjum í ónefndu ríki í Mið-Ameríku, og er við þann starfaýmist drukkinn eða heltekinn kynórum, kolómögulegur, taugaveiklaður og veiklundaður. „Ég fékk hugmyndina að þessari bók fyrir um fimmtán árum," segir Moya um Fásinnu, sem kom út á frummálinu 2004. „Kaþólska kirkjan hafði þá látið vinna ítarlega skýrslu um grimmdarverk í Gvatemala í borgarstríðinu frá 1960 til 1996. Þegar ég las þá skýrslu hjó ég eftir ýmsum setningum úr vitnisburði fórnarlamba sem heilluðu mig. Ég hripaði margar þeirra niður í minnisbók, sem lá síðan óbætt hjá garði næstu árin." Það var ekki fyrr en sex árum síðar sem Moya fór að vinna úr minnispunktunum, þegar hann var á leið til Gvatemala, þar sem hann hafði fengið starf við blaðamennsku. „Ég var kvíðinn við að fara þangað, því Gvatemala er enn hættulegt land, ekki síst ef maður skrifar fyrir blað í stjórnarandstöðu. Ég fór því að leita mér að einhverju öðru verkefni til að dreifa huganum og rakst þá á þessa gömlu minnispunkta. Ég hugsaði mér að hér væri komið ágætt verkefni og byrjaði því að skrifa og varð fljótt svo heltekinn af því að ég skrifaði fyrri hlutann í svo til einum rykk, en tók mér svo um árs hlé áður en ég skrifaði seinni hlutann Það var ekki fyrr en eftir á sem ég áttaði mig á að þetta var í raun leið til að komast hjá því að hugsa um það sem beið mín í Gvatemala. Ég var í sjálfu sér að gera það sama og aðalsöguhetjan, sem er alltaf að reyna að komast hjá því að hugsa um það sem hann á að vera að gera - en er um leið fyllilega meðvitaður um það." Moya segir bókina fjalla um hvernig fólk tekst á við áföll eða grimmdarverk. „Það fer í stað ákveðið sálrænt ferli þar sem manneskjan reynir að verja sig fyrir áfallinu með einum eða öðrum hætti. Aðalpersónan í þessari bók er sífelldri leit að einhverri truflun frá því sem hún er að gera og því felst innri togstreitan." Blóði drifin sagaMoya segir uppvöxtur sinn í El Salvador helsta ástæðan fyrir því að hann dauði og grimmd verða honum sífelld yrkisefni. „Það voru hryllilegir hlutir í gangi þegar ég var ungur maður. Ég flúði fyrst land 1979 og fór til Kanada. Síðar sneri ég aftur en fór aftur 1997 og þá alfarinn. Þetta hafði varanleg áhrif á mig sem rithöfund og ég skrifa mikið um hversu auðvelt það getur verið að drepa fólk." Moya segist þó ekki leitast við að taka eindregna siðferðislega afstöðu í bókum sínum eða predika, til þess geti menn skrifað blaðagreinar eða skýrslur. „Ég er frekar að reyna að losa mig við eitthvað sem er innra með mér. Ég held að það fólk skiptist ekki sjálfkrafa í góðmenni og illvirkja; manneskjan er flóknari en svo. Ég hef ekki áhuga á svarthvítum persónum, heldur gráu svæðunum. Ég skrifaði til dæmis bók þar sem aðalpersónan var lögreglumaður og í sjálfu sér reglulegt illmenni en í stað þess sýna hann sem einfalt skrímsli reyndi ég að bregða ljósi á mannlega þáttinn. Þetta vekur ekki alltaf hrifningu, mörgum fannst ég vera að sýna velþóknun á persónunni, sem var alls ekki reyndin. Ég var einfaldlega að sýna hann sem manneskju. Ég vil frekar reyna að lýsa samfélaginu með öllum sínum flækjum og togstreitu en eftir ströngum skilgreiningum um gott og vont." Maður án föðurlandsMoya býr sem stendur í Iowa í Bandaríkjunum og hefur verið á flakki undanfarin ár. Tvisvar hefur hann fengið inni hjá samtökunum City of Asylum, sem skjóta skjólshúsi yfir ofsótta rithöfunda, í fyrra skiptið í Frankfurt og það síðarnefnda Pittsburgh. Hann lítur á sig sem mann án föðurlands en finnst það ekki mikil fórn að færa. „Ég á vissulega vini í El Salvador sem ég sakna en ég hitti þá stundum. Stjórnmálaástandið þar í landi hefur róast og mér er orðið óhætt að fara þangað endrum og eins en mér líður alltaf dálítið utangarðs þar. Það tengist eflaust því að ég var fjögurra ára gamall þegar ég flutti þangað frá Hondúras; ég er flökkukind sem finnst ég hvergi eiga heima nema þar sem ég er þá stundina." Samt skrifar hann nær eingöngu um „heimaslóðirnar. „Já, það er merkilegur fjandi," segir hann og hlær. „Ég bjó um skeið í Tókýó og hugsaði með mér: „Af hverju ertu að skrifa um atburði í Mið-Ameríku, í staðinn fyrir Japan? En þarna er minnið að verki, það ræður oftar en ekki för." Fyrir rithöfund eins og Horacio Castellanos Moya eru skriftir beinlínis hættuleg iðja. Spurður hvort háskinn sé honum ofarlega í huga þegar hann skrifar segir hann svo ekki vera. „Svona var bara hvunndagurinn þegar ég ólst upp," segir hann. „Það hefur í sjálfu sér ekkert breyst, glæpir hafa tekið við af stríðinu og dánartíðnin er enn svipuð í El Salvador og Gvatemala og hún var á dögum borgarastríðsins. Fyrir rithöfund þýðir ekkert að leiða of mikið hugann að þessu, annars fær maður ritteppu." bergsteinnfrettabladid@.is
Lífið Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira