Lífið

Prins póló í pílagrímsferð

Svavar Pétur og félagar í Prins Póló eru á leiðinni í tónleikaferð til Póllands.
fréttablaðið/valli
Svavar Pétur og félagar í Prins Póló eru á leiðinni í tónleikaferð til Póllands. fréttablaðið/valli
Prins Póló er á leiðinni í tónleikaferð til Póllands í næstu viku, heimalands súkkulaðikexins vinsæla sem hljómsveitin er nefnd eftir.

„Ég hafði samband við Ásbjörn Ólafsson sem flytur inn Prins Póló. Mig langar svo að heimsækja verksmiðjuna og komast að því hvar hún er. Ég er ekki enn þá búinn að fá svar við þeim pósti,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson, forsprakki Prins Póló. „Mig langar að taka eins og eina mynd í verksmiðjunni. Hún gæti kannski sómt sér vel í ramma og svo myndi ég kannski gefa forstjóranum kórónu,“ segir hann.

Hljómsveitin spilar á einum tónleikum í Berlín áður en förinni er heitið til Póllands þar sem sex tónleikar eru á dagskránni. „Umboðsmaðurinn minn spurði: „Ef þú ættir að fara að meika það. Hvar myndirðu meika það?“ Ég sagði bara: „Póllandi“,“ segir Svavar Pétur, spurður út í tilurð útrásarinnar.

Spurður hvort pólskir Prins Póló-aðdáendur muni ekki hópast á tónleikana segir hann: „Ég held að það hljóti að vekja einhverja forvitni að skoða þetta íslenska Prins Póló. Við í Prins Póló erum mjög forvitin um pólska menningu. Við erum rosalega spennt að koma út og kynnast þessu landi.“- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.