Litríkt og sportlegt í New York 15. september 2011 11:00 Oscar De La Renta Tískuvikan í New York fer fram þessa dagana og beinast augu tískuunnenda að borginni þar sem straumar og stefnur vors og sumars 2012 eru kynntar. Sportlegra áhrifa gætti víða á tískuvikunni í New York og kom til dæmis tískudrottningin og kryddpían fyrrverandi, Victoria Beckham, á óvart með sportlega línu í einföldum stíl. Marc Jacobs tók í sama streng og sýndi sportlega jakka og strigaskó með hæl, eitthvað sem á eftir að sjást mikið næsta sumar. Sumarlína Alexanders Wang var í íþróttalegum stíl að vanda þar sem hann kynnti netaefnið til leiks á ný og þótti óvenju litaglaður í þetta sinn. Litadýrðin verður enn ríkjandi næsta sumar sem og gullitað, silfur og brons í buxum, kjólum og peysum. Flestir hönnuðir voru líka sammála um að víðar buxnaskálmar og hnésíð pils og buxur verði tískubylgja sumarsins 2012. Smellið á myndina hér til hliðar til að fletta myndasafninu. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Tískuvikan í New York fer fram þessa dagana og beinast augu tískuunnenda að borginni þar sem straumar og stefnur vors og sumars 2012 eru kynntar. Sportlegra áhrifa gætti víða á tískuvikunni í New York og kom til dæmis tískudrottningin og kryddpían fyrrverandi, Victoria Beckham, á óvart með sportlega línu í einföldum stíl. Marc Jacobs tók í sama streng og sýndi sportlega jakka og strigaskó með hæl, eitthvað sem á eftir að sjást mikið næsta sumar. Sumarlína Alexanders Wang var í íþróttalegum stíl að vanda þar sem hann kynnti netaefnið til leiks á ný og þótti óvenju litaglaður í þetta sinn. Litadýrðin verður enn ríkjandi næsta sumar sem og gullitað, silfur og brons í buxum, kjólum og peysum. Flestir hönnuðir voru líka sammála um að víðar buxnaskálmar og hnésíð pils og buxur verði tískubylgja sumarsins 2012. Smellið á myndina hér til hliðar til að fletta myndasafninu. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira