Kostnaðarsamur leki fyrir þjóðina Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 15. september 2011 06:00 Í Fréttablaðinu mánudaginn 12. september fjallar einn af blaðamönnum blaðsins (innanbúðarmaður úr VG) um fangelsismál. Þar nýtur blaðamaðurinn tengsla sinna við ráðherra fangelsismála og birtir upplýsingar um yfirlýstan kostnað vegna uppbyggingar nýs fangelsi á Hólmsheiði í samanburði við viðbyggingu á Litla-Hrauni. Jafnframt klippir blaðamaðurinn inn í frétt sína stöku setningar einstakra þingmanna (þ.m.t. undirritaðs) úr umræðu um fangelsismál. Þetta gerir blaðamaðurinn án þess að hafa á nokkrum tíma borið þessar upplýsingar undir þingmennina. Upplýsingar þessar eru að sögn fengnar frá sérfræðingum úr ráðuneytinu. Á sama tíma hefur sá sem þetta ritar óskað eftir öllum upplýsingum um kostnað og samanburð einstakra verkefna en ekki fengið. Ráðherra hefur margboðið að senda allar upplýsingar – en engar eru efndirnar. Fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis hefur fyrir hönd allra þingmanna kjördæmisins óskað eftir fundi með ráðherra til að ræða málefnið í þaula – en ekki fengið svar. Það er sláandi að á sama tíma og þingmenn fá ekki upplýsingar til að geta sett sig inn í málið – vegið og metið kosti, galla og kostnað við mismunandi kosti – að þá leka út úr ráðuneytinu einhverjar upplýsingar sem væntanlega fyrir tilviljun virðist passa ráðherra og skoðunum hans einstaklega vel. SpurningarnarEf við skoðum málið í heild þá eru á því nokkrir ólíkir fletir. Mismunandi verkefni sem þarf að leysa úr. Ekki er augljóst að með sömu uppbyggingunni verði leyst úr öllum vandamálunum samtímis. Eitt er t.d. skammtíma gæsluvarðhald. Í mínum huga er skýrt að til lengri tíma er mestur sparnaður fólginn í að slíkt gæsluvarðhald verði á einstökum lögreglustöðvum og það stærsta þar með á Hverfisgötunni í Reykjavík. Það mun alltaf taka tíma og hafa þar með kostnaðarauka í för með sér sé það langt frá lögreglustöð – Hólmsheiði, Litla-Hrauni eða annars staðar. Annað úrlausnarefni er að upplýsa hver sé þörfin fyrir langtíma gæsluvarðhald og öryggisfangelsi. Hversu mörg pláss þarf ásamt kostum þess og göllum að hafa það sér eins og í Noregi t.a.m. eða nýta sameiginlega aðstöðu eins og er fyrir hendi á Litla-Hrauni til dæmis. Þá hefur verið ljóst lengi að endurnýja þarf aðstöðu fyrir kvennafangelsi og jafnframt að fjölga mismunandi úrræðum t.d. vegna langs biðtíma þeirra sem bíða innköllunar vegna fjársekta. Leki eða þarfagreining?Nauðsynlegt er að fá fram ítarlega þarfagreiningu á ólíkum úrræðum og hvaða kostir bjóðast til að leysa mismunandi verkefni/vandamál. Einn hluti þess er kostnaðargreining sem eitthvað er að marka. Það er ekki boðlegt að fara fram með innanbúðarskýrslu úr ráðuneytinu – leka henni í fjölmiðla þar sem einn meginkostnaðarliðurinn er aukinn ferðakostnaður. Þau rök hafa verið marghrakin og margoft verið mótmælt af aðilum sem vita betur. Einnig má benda á að sömu rök mætti nota um kostnaðarauka heilbrigðisstofnana, sjúklinga, vanfærra kvenna og aðstandenda þeirra bara með öfugum formerkjum þ.e.a.s. akstur í hina áttina. Áður en menn taka ákvörðun um að hefja framkvæmdir við nýtt öryggis- og gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir 56 fanga upp á tvo til 2,5 milljarða króna er skynsamlegra að setjast yfir það með opnum huga hvað þarf til. Í því sambandi er rétt að benda á að stofnkostnaður við nýtt 100 herbergja lúxushótel er einn milljarður. Það er löngu tímabært að leysa fjölmörg úrlausnarefni á sviði fangelsismála. Krafan hlýtur hins vegar að vera sú að rétt og löglega sé staðið að ákvarðanatöku og vandað til verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðanir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu mánudaginn 12. september fjallar einn af blaðamönnum blaðsins (innanbúðarmaður úr VG) um fangelsismál. Þar nýtur blaðamaðurinn tengsla sinna við ráðherra fangelsismála og birtir upplýsingar um yfirlýstan kostnað vegna uppbyggingar nýs fangelsi á Hólmsheiði í samanburði við viðbyggingu á Litla-Hrauni. Jafnframt klippir blaðamaðurinn inn í frétt sína stöku setningar einstakra þingmanna (þ.m.t. undirritaðs) úr umræðu um fangelsismál. Þetta gerir blaðamaðurinn án þess að hafa á nokkrum tíma borið þessar upplýsingar undir þingmennina. Upplýsingar þessar eru að sögn fengnar frá sérfræðingum úr ráðuneytinu. Á sama tíma hefur sá sem þetta ritar óskað eftir öllum upplýsingum um kostnað og samanburð einstakra verkefna en ekki fengið. Ráðherra hefur margboðið að senda allar upplýsingar – en engar eru efndirnar. Fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis hefur fyrir hönd allra þingmanna kjördæmisins óskað eftir fundi með ráðherra til að ræða málefnið í þaula – en ekki fengið svar. Það er sláandi að á sama tíma og þingmenn fá ekki upplýsingar til að geta sett sig inn í málið – vegið og metið kosti, galla og kostnað við mismunandi kosti – að þá leka út úr ráðuneytinu einhverjar upplýsingar sem væntanlega fyrir tilviljun virðist passa ráðherra og skoðunum hans einstaklega vel. SpurningarnarEf við skoðum málið í heild þá eru á því nokkrir ólíkir fletir. Mismunandi verkefni sem þarf að leysa úr. Ekki er augljóst að með sömu uppbyggingunni verði leyst úr öllum vandamálunum samtímis. Eitt er t.d. skammtíma gæsluvarðhald. Í mínum huga er skýrt að til lengri tíma er mestur sparnaður fólginn í að slíkt gæsluvarðhald verði á einstökum lögreglustöðvum og það stærsta þar með á Hverfisgötunni í Reykjavík. Það mun alltaf taka tíma og hafa þar með kostnaðarauka í för með sér sé það langt frá lögreglustöð – Hólmsheiði, Litla-Hrauni eða annars staðar. Annað úrlausnarefni er að upplýsa hver sé þörfin fyrir langtíma gæsluvarðhald og öryggisfangelsi. Hversu mörg pláss þarf ásamt kostum þess og göllum að hafa það sér eins og í Noregi t.a.m. eða nýta sameiginlega aðstöðu eins og er fyrir hendi á Litla-Hrauni til dæmis. Þá hefur verið ljóst lengi að endurnýja þarf aðstöðu fyrir kvennafangelsi og jafnframt að fjölga mismunandi úrræðum t.d. vegna langs biðtíma þeirra sem bíða innköllunar vegna fjársekta. Leki eða þarfagreining?Nauðsynlegt er að fá fram ítarlega þarfagreiningu á ólíkum úrræðum og hvaða kostir bjóðast til að leysa mismunandi verkefni/vandamál. Einn hluti þess er kostnaðargreining sem eitthvað er að marka. Það er ekki boðlegt að fara fram með innanbúðarskýrslu úr ráðuneytinu – leka henni í fjölmiðla þar sem einn meginkostnaðarliðurinn er aukinn ferðakostnaður. Þau rök hafa verið marghrakin og margoft verið mótmælt af aðilum sem vita betur. Einnig má benda á að sömu rök mætti nota um kostnaðarauka heilbrigðisstofnana, sjúklinga, vanfærra kvenna og aðstandenda þeirra bara með öfugum formerkjum þ.e.a.s. akstur í hina áttina. Áður en menn taka ákvörðun um að hefja framkvæmdir við nýtt öryggis- og gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir 56 fanga upp á tvo til 2,5 milljarða króna er skynsamlegra að setjast yfir það með opnum huga hvað þarf til. Í því sambandi er rétt að benda á að stofnkostnaður við nýtt 100 herbergja lúxushótel er einn milljarður. Það er löngu tímabært að leysa fjölmörg úrlausnarefni á sviði fangelsismála. Krafan hlýtur hins vegar að vera sú að rétt og löglega sé staðið að ákvarðanatöku og vandað til verka.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar