Viðræður um landbúnað Valgerður Bjarnadóttir skrifar 15. september 2011 06:00 Rýniskýrsla Evrópusambandsins um landbúnaðarmál sem barst utanríkisráðuneytinu í síðustu viku hlýtur að hafa komið einhverjum á óvart. Sérstaklega hlýtur hún að hafa komið þeim á óvart sem hafa haldið því fram að enginn skilningur væri innan Evrópusambandsins á því að Ísland er öðru vísi en löndin sunnar í álfunni. Kannski breytir skýrslan samt engu. Þeir sem fremstir eru í flokki andstæðinga þess að Ísland verði hluti af Evrópusambandinu kæra sig kollátta um allar staðreyndir sem varða aðildarviðræður og samninga við Evrópusambandið. Þess vegna er svolítið erfitt við að ræða við það fólk, – það snýr öllu á hvolf sem sagt er. Andstæðingarnir kæra sig kollótta um að framsal fullveldis er miklu meira í EES samningum en við inngöngu í Evrópusambandið. Allar meiriháttar ákvarðanir innan Evrópusambandsins eru teknar í ráðherraráðinu, þar sem ráðherrar aðildarríkjanna eiga sæti. Flestar þeirra ákvarðana snerta okkur beint, en við höfum ekkert um það að segja þegar þær eru teknar. Við erum ekki einu sinni í byggingunni þar sem fundurinn er haldinn, hvað þá í fundarherberginu. Mér er fullkomlega óskiljanlegt hvernig það getur þótt betri kostur en að vera fullgildur meðlimur sem getur beitt sér í samstarfi ríkjanna. – Skilningsleysi mitt breytir því þó ekki að andstæðingarnir halda áfram hrópum um afsal fullveldis. Óskandi væri að andstæðingarnir færu að tala um málefni og hættu sífellt endurteknum upphrópunum sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Varla verður konu þó að ósk sinni í þeim efnum, því sífelldar endurtekningar hafa áhrif. Áhrif þeirra eru ekki bara á skarann sem hlustar heldur einnig á þá sem eru á öndverðum meiði sem þreytast á að svara ósannindunum. Andstæðingarnir gleðjast auðvitað af því þeim finnst steinn hafa verið settur í götu samninganna þar sem ekki er búið að vinna heimavinnuna um landbúnaðarmálin. Sú vinna hlýtur nú að fara af stað því landbúnaðarráðherrann veit að hann verður að fylgja ákvörðun Alþingis. Ráðherrar geta nefnilega ekki rekið prívat pólitík, þeir eiga að framkvæma það sem Alþingi samþykkir. Samningaviðræðurnar halda áfram um aðra þætti en landbúnaðarmál eins og ekkert hafi í skorist, en vissulega seinkar viðræðum um landbúnaðinn. Andstæðingarnir vonuðu að eitthvað yrði í rýniskýrslunni sem benti til þess að ekki næðust samningar um landbúnað sem við gætum unað við. Þeim varð ekki að ósk sinni. Evrópusambandið veit að Ísland er strjálbýlt land, að landbúnaður hér er með allt öðru sniði en í flestum ríkjum þess, að við erum fá og stjórnsýslan lítil – tillit verður tekið til alls þessa. Evrópusambandið veit líka að hér er engin raunveruleg byggðastefna. – Þau þarna suður frá vita sannarlega meira um okkur en sum okkar vita eða vilja vita um þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Rýniskýrsla Evrópusambandsins um landbúnaðarmál sem barst utanríkisráðuneytinu í síðustu viku hlýtur að hafa komið einhverjum á óvart. Sérstaklega hlýtur hún að hafa komið þeim á óvart sem hafa haldið því fram að enginn skilningur væri innan Evrópusambandsins á því að Ísland er öðru vísi en löndin sunnar í álfunni. Kannski breytir skýrslan samt engu. Þeir sem fremstir eru í flokki andstæðinga þess að Ísland verði hluti af Evrópusambandinu kæra sig kollátta um allar staðreyndir sem varða aðildarviðræður og samninga við Evrópusambandið. Þess vegna er svolítið erfitt við að ræða við það fólk, – það snýr öllu á hvolf sem sagt er. Andstæðingarnir kæra sig kollótta um að framsal fullveldis er miklu meira í EES samningum en við inngöngu í Evrópusambandið. Allar meiriháttar ákvarðanir innan Evrópusambandsins eru teknar í ráðherraráðinu, þar sem ráðherrar aðildarríkjanna eiga sæti. Flestar þeirra ákvarðana snerta okkur beint, en við höfum ekkert um það að segja þegar þær eru teknar. Við erum ekki einu sinni í byggingunni þar sem fundurinn er haldinn, hvað þá í fundarherberginu. Mér er fullkomlega óskiljanlegt hvernig það getur þótt betri kostur en að vera fullgildur meðlimur sem getur beitt sér í samstarfi ríkjanna. – Skilningsleysi mitt breytir því þó ekki að andstæðingarnir halda áfram hrópum um afsal fullveldis. Óskandi væri að andstæðingarnir færu að tala um málefni og hættu sífellt endurteknum upphrópunum sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Varla verður konu þó að ósk sinni í þeim efnum, því sífelldar endurtekningar hafa áhrif. Áhrif þeirra eru ekki bara á skarann sem hlustar heldur einnig á þá sem eru á öndverðum meiði sem þreytast á að svara ósannindunum. Andstæðingarnir gleðjast auðvitað af því þeim finnst steinn hafa verið settur í götu samninganna þar sem ekki er búið að vinna heimavinnuna um landbúnaðarmálin. Sú vinna hlýtur nú að fara af stað því landbúnaðarráðherrann veit að hann verður að fylgja ákvörðun Alþingis. Ráðherrar geta nefnilega ekki rekið prívat pólitík, þeir eiga að framkvæma það sem Alþingi samþykkir. Samningaviðræðurnar halda áfram um aðra þætti en landbúnaðarmál eins og ekkert hafi í skorist, en vissulega seinkar viðræðum um landbúnaðinn. Andstæðingarnir vonuðu að eitthvað yrði í rýniskýrslunni sem benti til þess að ekki næðust samningar um landbúnað sem við gætum unað við. Þeim varð ekki að ósk sinni. Evrópusambandið veit að Ísland er strjálbýlt land, að landbúnaður hér er með allt öðru sniði en í flestum ríkjum þess, að við erum fá og stjórnsýslan lítil – tillit verður tekið til alls þessa. Evrópusambandið veit líka að hér er engin raunveruleg byggðastefna. – Þau þarna suður frá vita sannarlega meira um okkur en sum okkar vita eða vilja vita um þau.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun