Lærir tískuljósmyndun í London 15. september 2011 16:00 Íris Björk Reynisdóttir. Fréttablaðið/VALLI Ljósmyndun hefur átt hug Írisar Bjarkar Reynisdóttur undanfarin fjögur ár. Hún flytur búferlum til London á laugardaginn og hefur nám í ljósmyndun og stíliseringu við London College of Fashion. Ljósmyndaáhuginn kviknaði þegar Íris var skiptinemi í Brasilíu. Þá greip hana mikil löngun til þess að taka myndir enda margt nýtt og framandi sem bar fyrir augu. „Ég keypti mér almennilega myndavél hálfu ári eftir heimkomu. Á sama tíma hóf ég að vinna fyrir ljósmyndanefnd Verzlunarskóla Íslands og tók myndir fyrir nemendafélag skólans í tvö ár." Eftir útskrift vorið 2010 hefur hún verið iðin við ljósmyndun, samhliða því að kenna í Danslistarskóla JSB og læra förðun. Hún kveðst hafa lagt stund á förðun til að auka möguleika sína á inngöngu í skólann. Á sama tíma neitar hún því ekki að gott sé að hafa förðunarnámið í farteskinu sem ljósmyndari. Íris segist vera að þróa með sér sinn eigin stíl og að hún reyni alltaf að prófa eitthvað nýtt með hverri myndatöku. „Mig langar að starfa á sviði tísku og valdi skólann af þeim sökum. Hann býður upp á nám til BA-gráðu í tískuljósmyndun, ólíkt mörgum skólum sem bjóða einungis upp á meistaragráðu í faginu." Námsbraut Írisar er blanda af ljósmyndun og stíliseringu. Fyrsta árið leggur hún stund á bæði fögin en eftir það hyggst hún sérhæfa sig í ljósmyndun. „Ég hef ekki beint reynslu af stíliseringu en hef skýra skoðun á því sem ég vil gera í myndatökum," segir Íris sem var einmitt á leið að mynda og stílisera myndatöku fyrir nýja línu Oroblu-sokkabuxnanna. „Ég hef ekki alltaf haft áhuga á tísku. Hann kviknaði fyrir nokkrum árum og hefur vaxið samhliða ljósmyndaáhuganum. Ég get ekki sagt að ég hafi verið svalasti krakkinn í grunnskóla." Íris heldur úti vefsíðunni iris-bjork.blogspot.com og má fylgjast með ævintýrum hennar þar. hallfridur@frettabladid.is Lífið Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Ljósmyndun hefur átt hug Írisar Bjarkar Reynisdóttur undanfarin fjögur ár. Hún flytur búferlum til London á laugardaginn og hefur nám í ljósmyndun og stíliseringu við London College of Fashion. Ljósmyndaáhuginn kviknaði þegar Íris var skiptinemi í Brasilíu. Þá greip hana mikil löngun til þess að taka myndir enda margt nýtt og framandi sem bar fyrir augu. „Ég keypti mér almennilega myndavél hálfu ári eftir heimkomu. Á sama tíma hóf ég að vinna fyrir ljósmyndanefnd Verzlunarskóla Íslands og tók myndir fyrir nemendafélag skólans í tvö ár." Eftir útskrift vorið 2010 hefur hún verið iðin við ljósmyndun, samhliða því að kenna í Danslistarskóla JSB og læra förðun. Hún kveðst hafa lagt stund á förðun til að auka möguleika sína á inngöngu í skólann. Á sama tíma neitar hún því ekki að gott sé að hafa förðunarnámið í farteskinu sem ljósmyndari. Íris segist vera að þróa með sér sinn eigin stíl og að hún reyni alltaf að prófa eitthvað nýtt með hverri myndatöku. „Mig langar að starfa á sviði tísku og valdi skólann af þeim sökum. Hann býður upp á nám til BA-gráðu í tískuljósmyndun, ólíkt mörgum skólum sem bjóða einungis upp á meistaragráðu í faginu." Námsbraut Írisar er blanda af ljósmyndun og stíliseringu. Fyrsta árið leggur hún stund á bæði fögin en eftir það hyggst hún sérhæfa sig í ljósmyndun. „Ég hef ekki beint reynslu af stíliseringu en hef skýra skoðun á því sem ég vil gera í myndatökum," segir Íris sem var einmitt á leið að mynda og stílisera myndatöku fyrir nýja línu Oroblu-sokkabuxnanna. „Ég hef ekki alltaf haft áhuga á tísku. Hann kviknaði fyrir nokkrum árum og hefur vaxið samhliða ljósmyndaáhuganum. Ég get ekki sagt að ég hafi verið svalasti krakkinn í grunnskóla." Íris heldur úti vefsíðunni iris-bjork.blogspot.com og má fylgjast með ævintýrum hennar þar. hallfridur@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira