Lífið

Blóðmjólkaður í Listaverkinu

Annasamur október Baltasar Kormákur fær að hafa fyrir hlutunum í Listaverkinu, en hann getur eingöngu leikið í því í október.Fréttablaðið/Anton
Annasamur október Baltasar Kormákur fær að hafa fyrir hlutunum í Listaverkinu, en hann getur eingöngu leikið í því í október.Fréttablaðið/Anton
„Þetta er nú ástæðan fyrir því að ég hef ekki leikið á sviði í átta ár, ég hef aldrei getað bundið mig á sama stað lengi,“ segir Baltasar Kormákur leikstjóri. Baltasar tilkynnti stjórnendum Þjóðleikhússins að hann gæti eingöngu leikið í leiksýningunni Listaverkinu út október vegna anna á öðrum vígstöðum. Leikstjórinn vildi ekki segja neitt frekar um þau mál að öðru leyti en að mörg spennandi verkefni væru í farvatninu og hann væri að skoða nokkur tilboð.

„Og ég gæti þurft að hverfa til þeirra þannig að ég vildi bara að það kæmi skýrt fram að ég gæti leikið þetta út október. Og svo verður bara staðan tekin þá.“

Listaverkið skartar Baltasar, Ingvari E. Sigurðssyni og Hilmi Snæ Guðnasyni í aðalhlutverkum, en þremenningarnir léku þennan sama leik fyrir fjórtán árum við miklar vinsældir. Þjóðleikhúsið hefur ákveðið að bregðast við þessum tíðindum með því að

„blóðmjólka“ krafta Baltasars og bregður á það ráð að bæta við sýningum.

„Við verðum að leika tvær sýningar á laugardögum, þetta er náttúrlega algjört brjálæði,“ segir Baltasar, en þá hefur einnig verið ákveðið að taka niður hina svokölluðu svuntu sem gerir sviðið stærra. Með því bætast við fimmtíu sæti á besta stað á hverri sýningu og eru þeir miðar þegar komnir í sölu.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×