Borgríki þegar í endurgerðarferli í Hollywood 16. september 2011 11:00 Borgríki til Hollywood Byrjað er að vinna að endurgerð Borgríkis í Hollywood, þrátt fyrir að myndin hafi ekki verið frumsýnd. Kvikmyndin Borgríki eftir Ólaf Jóhannesson verður frumsýnd í október. Byrjað er að huga að endurgerð myndarinnar í Hollywood, en þar hafa menn mikinn áhuga á glæpamyndum frá Norðurlöndunum. „Þetta gefur mér ákveðið sjálfstraust með verkið, að það skilst vel og sé greinilega eitthvað sem markaðurinn hefur áhuga á,“ segir leikstjórinn Ólafur Jóhannesson. Þrátt fyrir að Borgríki, nýjasta kvikmynd Ólafs, verði ekki frumsýnd fyrr en í október er endurgerðarferlið vestanhafs komið í gang. Ólafur hefur skrifað undir samning við umboðsskrifstofuna Principal Entertainment, sem undirbýr endurgerð Borgríkis. Vinnan fer þannig fram að fyrirtækið setur saman pakka með mögulegum leikurum, leikstjóra, framleiðanda og meira að segja lögfræðingi, en pappírsflóðið sem verður til í ferlinu verður jú að standast lög. Ólafur játar að velgengni skandinavískra glæpamynda á borð við Millennium-seríu Stiegs Larsson hafi aukið áhuga Hollywood á kvikmyndagerð á Norðurlöndunum. „Ekki spurning. Skandinavía hefur verið að skila af sér ótrúlega góðum og sterkum myndum mjög lengi. Sérstaklega undanfarið með Stieg Larsson-seríunni,“ segir hann og bendir á endurgerð Davids Fincher á Körlum sem hata konur, eftir Larsson. Þá bætir hann við að Baltasar Kormákur hafi rutt veginn, en hann vinnur sem kunnugt er að endurgerð kvikmyndarinnar Reykjavík Rotterdam í Hollywood. „Þetta er ákveðin viðurkenning fyrir íslenska kvikmyndagerð. Að við í þessu strumpalandi séum að gera fína hluti – það er mikið í gangi í íslenskri kvikmyndagerð. En menn standa ekki vörð um hana. Við erum með ríkisstjórn sem hefur engan áhuga á kvikmyndagerð.“ Endurgerðarferlið felur í sér að frægir leikstjórar eru nú að skoða Borgríki, en Ólafur getur ekki sagt um hverja er að ræða. „Því miður. Það er tvennt sem veldur því að ég get ekkert sagt. Ég er ekki kominn í Hollywood-gírinn, að geta nefnt nöfn. Svo er þetta á viðkvæmu stigi, það má ekkert kvisast út strax.“ atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
Kvikmyndin Borgríki eftir Ólaf Jóhannesson verður frumsýnd í október. Byrjað er að huga að endurgerð myndarinnar í Hollywood, en þar hafa menn mikinn áhuga á glæpamyndum frá Norðurlöndunum. „Þetta gefur mér ákveðið sjálfstraust með verkið, að það skilst vel og sé greinilega eitthvað sem markaðurinn hefur áhuga á,“ segir leikstjórinn Ólafur Jóhannesson. Þrátt fyrir að Borgríki, nýjasta kvikmynd Ólafs, verði ekki frumsýnd fyrr en í október er endurgerðarferlið vestanhafs komið í gang. Ólafur hefur skrifað undir samning við umboðsskrifstofuna Principal Entertainment, sem undirbýr endurgerð Borgríkis. Vinnan fer þannig fram að fyrirtækið setur saman pakka með mögulegum leikurum, leikstjóra, framleiðanda og meira að segja lögfræðingi, en pappírsflóðið sem verður til í ferlinu verður jú að standast lög. Ólafur játar að velgengni skandinavískra glæpamynda á borð við Millennium-seríu Stiegs Larsson hafi aukið áhuga Hollywood á kvikmyndagerð á Norðurlöndunum. „Ekki spurning. Skandinavía hefur verið að skila af sér ótrúlega góðum og sterkum myndum mjög lengi. Sérstaklega undanfarið með Stieg Larsson-seríunni,“ segir hann og bendir á endurgerð Davids Fincher á Körlum sem hata konur, eftir Larsson. Þá bætir hann við að Baltasar Kormákur hafi rutt veginn, en hann vinnur sem kunnugt er að endurgerð kvikmyndarinnar Reykjavík Rotterdam í Hollywood. „Þetta er ákveðin viðurkenning fyrir íslenska kvikmyndagerð. Að við í þessu strumpalandi séum að gera fína hluti – það er mikið í gangi í íslenskri kvikmyndagerð. En menn standa ekki vörð um hana. Við erum með ríkisstjórn sem hefur engan áhuga á kvikmyndagerð.“ Endurgerðarferlið felur í sér að frægir leikstjórar eru nú að skoða Borgríki, en Ólafur getur ekki sagt um hverja er að ræða. „Því miður. Það er tvennt sem veldur því að ég get ekkert sagt. Ég er ekki kominn í Hollywood-gírinn, að geta nefnt nöfn. Svo er þetta á viðkvæmu stigi, það má ekkert kvisast út strax.“ atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira