Bókauppskeran Bergsteinn Sigurðsson skrifar 17. september 2011 11:00 Meðbyr er með íslensku bókmenntalífi þessi dægrin. Reykjavík var á dögunum valin ein af bókmenntaborgum Unesco, en það býður upp á mikla möguleika til grasrótarstarfs; fjöldi merkra rithöfunda lagði leið sína á nýafstaðna Bókmenntahátíð í Reykjavík; fram undan er bókamessan í Frankfurt þar sem Ísland verður heiðursgestur; Gyrðir Elíasson tekur við Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í nóvember; að ógleymdu hinu árlega jólabókaflóði, en fyrstu bárur þess falla nú þegar að landi. Allt eru þetta birtingarmyndir gróskumikils bókmenntastarfs þar sem við njótum góðs af störfum rithöfunda á sviði skáldskapar, fræða og annarra bókmenntategunda. Fullyrðingin um bókaþjóðina, sem við grípum til á tyllidögum, kann að vera orðum aukin en ýmislegt rennir stoðum undir hana. Samkvæmt áætlun Félags íslenskra bókaútgefenda koma alls um 1.500 titlar af allra handa bókum út á hverju ári hér á landi. Til samanburðar koma út um milljón titlar á ári í Bandaríkjunum, sem eru um þúsund sinnum fjölmennari en Ísland. Samkvæmt íslenskri menningarvog, skýrslu sem unnin var fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið í fyrra, lesa rúmlega 80 prósent landsmanna sér til ánægju. Ákvörðun stjórnvalda um að lækka virðisaukaskatt á rafbókum úr 25 prósentum niður í sjö prósent sætir allnokkrum tíðindum; Ísland verður þar með fyrsta ríkið í Evrópu (og eitt af örfáum í heiminum) til að færa virðisaukaskatt á rafbókum til jafns við innbundin verk. Margt má þó betur fara. Úrval þýðinga verður til að mynda einsleitara með hverju árinu, þar sem glæpasagan fær sífellt meira vægi á kostnað annarra bókmenntategunda. Það er undir hælinn lagt að þær bækur sem hvað merkilegastar þykja á ári hverju á Norðurlöndum, til dæmis handhafar Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, séu þýddar á íslensku – jafnvel þótt til sé sérstakur sjóður fyrir norrænar þýðingar. Bókmenntalegt samtal Íslands við frændþjóðirnar er langtum minna en á milli þeirra innbyrðis. Eins og fæðuöryggið byggist menningaröryggi okkar að miklu leyti á aðföngum að utan. Ríkið leikur mikilvægt hlutverk í bókmenntalífi okkar, einkum með framlagi í ritlaunasjóði. Aftur á móti skortir fastmótaða bókmenntastefnu með skilgreindum markmiðum. Hvers vegna er til dæmis bókaútgáfa á vegum ríkisins svo sjaldan boðin út? Hví er svo lítil endurnýjun í gerð skólabóka fyrir börn? Í áðurnefndri skýrslu kemur fram að 30 prósent ungmenna á aldrinum 18 til 29 ára lesa ekki bækur sér til ánægju. Þetta er sérlega varhugaverð þróun í ljósi þess að framlög til skólabókasafna hafa verið skorin niður við trog á undanförnum árum. Sporna þarf við þessari hnignun. Bókamessan í Frankfurt markar viss tímamót. Eftir að hafa læðst með veggjum í samfélagi þjóðanna undanfarin þrjú ár stígum við loksins fram keik og í þetta sinn með raunveruleg verðmæti fram að færa. Vonandi nýtist athyglin sem íslenskar rithöfundar njóta í Þýskalandi og víðar nú um mundir þeim vel. Góður skáldskapur á jú erindi við allan heiminn. En þótt við njótum nú góðrar uppskeru skulum við ekki gleyma að hirða um garðinn sem hún sprettur úr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun
Meðbyr er með íslensku bókmenntalífi þessi dægrin. Reykjavík var á dögunum valin ein af bókmenntaborgum Unesco, en það býður upp á mikla möguleika til grasrótarstarfs; fjöldi merkra rithöfunda lagði leið sína á nýafstaðna Bókmenntahátíð í Reykjavík; fram undan er bókamessan í Frankfurt þar sem Ísland verður heiðursgestur; Gyrðir Elíasson tekur við Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í nóvember; að ógleymdu hinu árlega jólabókaflóði, en fyrstu bárur þess falla nú þegar að landi. Allt eru þetta birtingarmyndir gróskumikils bókmenntastarfs þar sem við njótum góðs af störfum rithöfunda á sviði skáldskapar, fræða og annarra bókmenntategunda. Fullyrðingin um bókaþjóðina, sem við grípum til á tyllidögum, kann að vera orðum aukin en ýmislegt rennir stoðum undir hana. Samkvæmt áætlun Félags íslenskra bókaútgefenda koma alls um 1.500 titlar af allra handa bókum út á hverju ári hér á landi. Til samanburðar koma út um milljón titlar á ári í Bandaríkjunum, sem eru um þúsund sinnum fjölmennari en Ísland. Samkvæmt íslenskri menningarvog, skýrslu sem unnin var fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið í fyrra, lesa rúmlega 80 prósent landsmanna sér til ánægju. Ákvörðun stjórnvalda um að lækka virðisaukaskatt á rafbókum úr 25 prósentum niður í sjö prósent sætir allnokkrum tíðindum; Ísland verður þar með fyrsta ríkið í Evrópu (og eitt af örfáum í heiminum) til að færa virðisaukaskatt á rafbókum til jafns við innbundin verk. Margt má þó betur fara. Úrval þýðinga verður til að mynda einsleitara með hverju árinu, þar sem glæpasagan fær sífellt meira vægi á kostnað annarra bókmenntategunda. Það er undir hælinn lagt að þær bækur sem hvað merkilegastar þykja á ári hverju á Norðurlöndum, til dæmis handhafar Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, séu þýddar á íslensku – jafnvel þótt til sé sérstakur sjóður fyrir norrænar þýðingar. Bókmenntalegt samtal Íslands við frændþjóðirnar er langtum minna en á milli þeirra innbyrðis. Eins og fæðuöryggið byggist menningaröryggi okkar að miklu leyti á aðföngum að utan. Ríkið leikur mikilvægt hlutverk í bókmenntalífi okkar, einkum með framlagi í ritlaunasjóði. Aftur á móti skortir fastmótaða bókmenntastefnu með skilgreindum markmiðum. Hvers vegna er til dæmis bókaútgáfa á vegum ríkisins svo sjaldan boðin út? Hví er svo lítil endurnýjun í gerð skólabóka fyrir börn? Í áðurnefndri skýrslu kemur fram að 30 prósent ungmenna á aldrinum 18 til 29 ára lesa ekki bækur sér til ánægju. Þetta er sérlega varhugaverð þróun í ljósi þess að framlög til skólabókasafna hafa verið skorin niður við trog á undanförnum árum. Sporna þarf við þessari hnignun. Bókamessan í Frankfurt markar viss tímamót. Eftir að hafa læðst með veggjum í samfélagi þjóðanna undanfarin þrjú ár stígum við loksins fram keik og í þetta sinn með raunveruleg verðmæti fram að færa. Vonandi nýtist athyglin sem íslenskar rithöfundar njóta í Þýskalandi og víðar nú um mundir þeim vel. Góður skáldskapur á jú erindi við allan heiminn. En þótt við njótum nú góðrar uppskeru skulum við ekki gleyma að hirða um garðinn sem hún sprettur úr.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun