Þarf að kaupa sér sjónvarp 17. september 2011 08:00 Hlakkar til Vera Sölvadóttir er einn stjórnenda Djöflaeyjunnar, sem hefur göngu sína á þriðjudag. Þetta er frumraun hennar í sjónvarpsþáttagerð.fréttablaðið/gva Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona er einn stjórnenda menningarþáttarins Djöflaeyjunnar sem hefur göngu sína á RÚV á þriðjudag. Þetta er frumraun Veru á sjónvarpsskjánum og er hún mjög spennt fyrir fyrsta þættinum. Djöflaeyjan fjallar um leiksýningar, kvikmyndir, heimildarmyndir og sjónvarpsþætti auk þess sem skyggnst verður á bak við tjöldin og viðtöl tekin við fagfólk. „Í fyrsta þættinum heimsækjum við til dæmis þýskan hljóðmann sem gerir hljóðbrellur fyrir sjónvarp og bíó. Hann gerði meðal annars fuglahljóð með viskustykki og hófatak með kókoshnetum og það var alveg ótrúlega fyndið og skemmtilegt að fylgjast með honum,“ útskýrir Vera. Hún segist hafa fengið símtal frá Þórhalli Gunnarssyni sjónvarpsmanni í vor þar sem hann bauð henni að starfa við gerð Djöflaeyjunnar. „Mér fannst þetta mjög spennandi og sagði strax já. Þetta er í fyrsta sinn sem ég birtist á sjónvarpsskjánum en ég er lítið kvíðin því efnið er gott og fólkið sem ég vinn með mjög hæfileikaríkt. Við erum þegar búin að taka upp efni fyrir fyrsta og annan þátt en munum svo vinna að næstu þáttum alveg fram á vor þegar göngu þeirra lýkur.“ Innt eftir því hvort hún ætli að halda frumsýningarveislu fyrir vini og vandamenn á þriðjudagskvöld segist Vera ekki hafa skipulagt slíkt ennþá. „Ég þarf að kaupa mér sjónvarp fyrst, ég er sjónvarpslaus eins og er. En hver veit, kannski slær maður upp veislu,“ segir hún glaðlega að lokum.- sm Lífið Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona er einn stjórnenda menningarþáttarins Djöflaeyjunnar sem hefur göngu sína á RÚV á þriðjudag. Þetta er frumraun Veru á sjónvarpsskjánum og er hún mjög spennt fyrir fyrsta þættinum. Djöflaeyjan fjallar um leiksýningar, kvikmyndir, heimildarmyndir og sjónvarpsþætti auk þess sem skyggnst verður á bak við tjöldin og viðtöl tekin við fagfólk. „Í fyrsta þættinum heimsækjum við til dæmis þýskan hljóðmann sem gerir hljóðbrellur fyrir sjónvarp og bíó. Hann gerði meðal annars fuglahljóð með viskustykki og hófatak með kókoshnetum og það var alveg ótrúlega fyndið og skemmtilegt að fylgjast með honum,“ útskýrir Vera. Hún segist hafa fengið símtal frá Þórhalli Gunnarssyni sjónvarpsmanni í vor þar sem hann bauð henni að starfa við gerð Djöflaeyjunnar. „Mér fannst þetta mjög spennandi og sagði strax já. Þetta er í fyrsta sinn sem ég birtist á sjónvarpsskjánum en ég er lítið kvíðin því efnið er gott og fólkið sem ég vinn með mjög hæfileikaríkt. Við erum þegar búin að taka upp efni fyrir fyrsta og annan þátt en munum svo vinna að næstu þáttum alveg fram á vor þegar göngu þeirra lýkur.“ Innt eftir því hvort hún ætli að halda frumsýningarveislu fyrir vini og vandamenn á þriðjudagskvöld segist Vera ekki hafa skipulagt slíkt ennþá. „Ég þarf að kaupa mér sjónvarp fyrst, ég er sjónvarpslaus eins og er. En hver veit, kannski slær maður upp veislu,“ segir hún glaðlega að lokum.- sm
Lífið Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira