Lífið

Ímyndarherferð Charlie Sheen

Nýr maður Charlie Sheen viðurkennir í viðtali við Leno að hann hafi verið stjórnlaus á tímabili.
Nýr maður Charlie Sheen viðurkennir í viðtali við Leno að hann hafi verið stjórnlaus á tímabili.
„Ég hefði líka rekið mig,“ sagði ólátabelgurinn Charlie Sheen í viðtali í spjallþætti Jay Leno í vikunni.

Charlie Sheen virtist hafa misst vitið fyrr á þessu ári í kjölfarið á því að hann var rekinn úr sjónvarpsþáttunum Two and a Half Men. Heimurinn fylgdist með Charlie bulla í viðtölum um eigið ágæti en nú virðist hann hafa snúið við blaðinu. Þá virðist hann ætla að bæta ímynd sína, því hann viðurkenndi í viðtali við Leno að hafa verið stjórnlaus.

„Ég áttaði mig á að ég var að tapa,“ sagði Sheen, en frasinn „Winning“ (að vinna) var einna frægastur á niðurlægingartímabili hans. Þá segist hann ekki vera reiður út í framleiðendur CBS fyrir að reka hann og gengur svo langt að segjast skilja ákvörðun þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×