Lífið

Rossellini rænd í Reykjavík

Öllum fötunum stolið Fyrirsætan Elettra Rossellini Wiedemann greinir frá óskemmtilegu atviki á Íslandi í viðtali við New York Magazine.
Öllum fötunum stolið Fyrirsætan Elettra Rossellini Wiedemann greinir frá óskemmtilegu atviki á Íslandi í viðtali við New York Magazine.
Móðirin Leikkonan Isabella Rossellini var ekki með í för þegar dóttir hennar glataði fötum og myndavél í Reykjavík. Nordicphotos/gettyimages
Elettra Rossellini Wiedemann, dóttir leikkonunnar Isabellu Rossellini, lenti í óskemmtilegri reynslu þegar hún var stödd í tveggja vikna fríi á Íslandi í sumar. Undir lok ferðalagsins var öllum farangri hennar stolið, en frá þessu greinir Rossellini í viðtali við blaðið New York Magazine. Í farangrinum var meðal annars myndavél og fatnaður Rossellini, þar á meðal skærgulur kjóll sem hún keypti í búð í Reykjavík.

„Í tíu mínútur var ég alveg brjáluð yfir þessu en svo hugsaði ég með mér að sá sem hefði tekið dótið mitt þyrfti örugglega meira á því að halda en ég.“ Elettra Rossellini er 28 ára gömul fyrirsæta og hefur meðal annars setið fyrir í tímaritunum Vogue og Harper’s Bazaar. Einnig er hún andlit Lancóme-snyrtivörumerkisins.

Í viðtalinu kemur fram að hún hafi verið stödd á Íslandi með föður sínum, Jonathan Wiedemann, sem er fyrrverandi fyrirsæta og nú hönnuður hjá Microsoft, stjúpmóður sinni og börnum þeirra. Fór Rossellini meðal annars í Bláa lónið, í jöklaferð og skoðaði hraun en ekki kemur fram hvar í Reykjavík hún varð fyrir barðinu á þjófunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×