Vill vinna aftur með Feist 27. september 2011 08:00 gott samstarf Valgeir er mjög ánægður með samstarf sitt með kanadísku söngkonunni Feist.fréttablaðið/anton Valgeir Sigurðsson var einn af upptökustjórunum á nýrri plötu Feist. Hann getur vel hugsað sér að vinna aftur með þessari kanadísku tónlistarkonu. Tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Valgeir Sigurðsson segist vel geta hugsað sér að starfa aftur með kanadísku tónlistarkonunni Feist. Þau unnu saman að nýrri plötu hennar, Metals, sem kemur út í næstu viku. „Ég flaug til Kanada til að hitta hana. Við náðum vel saman og það var ákveðið að kýla á það," segir Valgeir um samstarfið við Feist. Tónlistarkonan sló í gegn með síðustu plötu sinni, The Reminder, sem fékk fimm Grammy-tilnefningar. Hún hefur einnig getið sér gott orð sem liðsmaður hljómsveitarinnar Broken Social Scene.feist Fjórða sólóplata Feist er væntanleg í næstu viku.Valgeir, sem hefur unnið með Björk og Bonnie Prince Billy, fór fyrst til Kaliforníu og tók þar upp með Feist og tveimur upptökustjórum, sem eru einnig með henni í hljómsveit. Eftir það kom Feist tvisvar hingað til lands og tók upp í Gróðurhúsinu í tvær til þrjár vikur í senn. „Ég kom að plötunni sem nýi maðurinn með aðra sýn á þetta sem þau voru að gera. Hún hafði unnið með hinum tveimur á síðustu plötum líka. Hún vildi fá einn sem væri ekki að spila með henni og væri að stjórna hinum megin frá. Þetta var virkilega gaman og það gekk mjög vel í öllu upptökuferlinu,“ segir Valgeir. Reyndar þótti honum full margir vera með puttana í eftirvinnslunni og voru skoðanirnar margar á köflum. Allt kom þetta þó vel út í lokin og aðspurður telur Valgeir plötuna vera frábæra. „Hún er kannski þyngri en sú síðasta. Hún er miklu meiri þrívídd, bæði í lagasmíðum og „sándi“ og ýmsum pælingum. Hún er ekki eins auðmelt á köflum en þarna eru gríðarlega flott lög.“ Valgeir segist hafa rætt við Feist um áframhaldandi samstarf. Það eigi þó eftir að koma ljós hvort af því verður en hann er opinn fyrir öllu. „Við ræddum um að það væri gaman að taka upp einhverja andstöðu við þessa plötu, eitthvað gríðarlega einfalt. Hún sendi mér demó sem voru með kassagítar. Þau eru gríðarlega flott líka. Mér finnst hún njóta sín mjög vel líka í einhverjum súper einfaldleika.“ freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
Valgeir Sigurðsson var einn af upptökustjórunum á nýrri plötu Feist. Hann getur vel hugsað sér að vinna aftur með þessari kanadísku tónlistarkonu. Tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Valgeir Sigurðsson segist vel geta hugsað sér að starfa aftur með kanadísku tónlistarkonunni Feist. Þau unnu saman að nýrri plötu hennar, Metals, sem kemur út í næstu viku. „Ég flaug til Kanada til að hitta hana. Við náðum vel saman og það var ákveðið að kýla á það," segir Valgeir um samstarfið við Feist. Tónlistarkonan sló í gegn með síðustu plötu sinni, The Reminder, sem fékk fimm Grammy-tilnefningar. Hún hefur einnig getið sér gott orð sem liðsmaður hljómsveitarinnar Broken Social Scene.feist Fjórða sólóplata Feist er væntanleg í næstu viku.Valgeir, sem hefur unnið með Björk og Bonnie Prince Billy, fór fyrst til Kaliforníu og tók þar upp með Feist og tveimur upptökustjórum, sem eru einnig með henni í hljómsveit. Eftir það kom Feist tvisvar hingað til lands og tók upp í Gróðurhúsinu í tvær til þrjár vikur í senn. „Ég kom að plötunni sem nýi maðurinn með aðra sýn á þetta sem þau voru að gera. Hún hafði unnið með hinum tveimur á síðustu plötum líka. Hún vildi fá einn sem væri ekki að spila með henni og væri að stjórna hinum megin frá. Þetta var virkilega gaman og það gekk mjög vel í öllu upptökuferlinu,“ segir Valgeir. Reyndar þótti honum full margir vera með puttana í eftirvinnslunni og voru skoðanirnar margar á köflum. Allt kom þetta þó vel út í lokin og aðspurður telur Valgeir plötuna vera frábæra. „Hún er kannski þyngri en sú síðasta. Hún er miklu meiri þrívídd, bæði í lagasmíðum og „sándi“ og ýmsum pælingum. Hún er ekki eins auðmelt á köflum en þarna eru gríðarlega flott lög.“ Valgeir segist hafa rætt við Feist um áframhaldandi samstarf. Það eigi þó eftir að koma ljós hvort af því verður en hann er opinn fyrir öllu. „Við ræddum um að það væri gaman að taka upp einhverja andstöðu við þessa plötu, eitthvað gríðarlega einfalt. Hún sendi mér demó sem voru með kassagítar. Þau eru gríðarlega flott líka. Mér finnst hún njóta sín mjög vel líka í einhverjum súper einfaldleika.“ freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira